Fleiri fréttir

„Þetta er ekki sældarlíf í Noregi"

Sex Íslendingar, búsettir í Bergen í Noregi, hafa ekki fengið laun í á þriðja mánuð. "Við erum eignlega fastir í kerfinu. Við erum á uppsagnarfresti, en fáum engin laun,“ segir einn þeirra.

Fjöllin ekki mokuð á morgun

Fjöllin, Mýrdals- og Möðrudalsöræfi, verða ekki mokuð á morgun laugardag vegna slæmrar veðurspár.

Skilja og styðja baráttu framhaldsskólakennara

Menntaskólanemar sem blaðamaður hitti í dag hafa áhyggjur af verkfallinu og það virðist leggjast illa í nemendur. Flest voru þau sammála um að smá frí frá skólanum væri kærkomið, þau vonast þó til þess að verkfallið standi ekki lengi.

Grunaður um að misnota barnabarn sitt

Karlmaður frá Haíti, sem kom hingað til lands árið 2012 eftir mannskæðan jarðskjálfta í heimalandi sínu, er grunaður um að hafa beitt sex ára dótturdóttur sína kynferðislegu ofbeldi.

Vilja ná eyrum Isavía

Í tilkynningu segir að mikil samstaða hafi verið meðal fundarmanna og ályktaði fundurinn m.a. á þá leið að fullum stuðningi var lýst yfir við sameiginlega samninganefnd félaganna.

Opið hús í nýrri Hrafnistu

Hrafnista tekur í dag, föstudag, við rekstri á nýju hjúkrunarheimili fyrir sextíu íbúa sem Reykjanesbær hefur byggt á Nesvöllum.

Góðar fréttir að fá á föstudegi

Björn Blöndal sem leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík er ánægður með niðurstöður skoðannakönnunnar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Nýr vefmiðill um Evrópumál

„Evrópumálin hafa í langan tíma verið þrætumál í íslensku samfélagi, hvort sem um ræðir á meðal stjórnmálamanna eða almennings í landinum,“ segir Sema Erla Serdar.

Hóta að flytja Kvikmyndasafnið

Mennta- og menningarmálaráðuneytið gagnrýnir bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir að setja áframhaldandi starfsemi Kvikmyndasafns Íslands í Bæjarbíói í uppnám í nýlega samþykktum samningsdrögum bæjarins.

Ný og harðari milliríkjadeila vegna makrílsamnings

Ljóst er að Ísland stendur eftir einangrað í makríldeilunni. Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar undirrituðu samkomulag í norska sendiráðinu í Lundúnum um skiptingu veiðiheimilda á makríl fyrir næstu fimm ár síðla miðvikudags. Fátt annað liggur ljóst fyrir; hvorki hvað liggur að baki óvæntri þróun mála né hver staða Íslands er í dag og hvernig á að bregðast við því að Íslandi var haldið utan við samkomulagið.

Missti réttindi vegna sjö vikna í Svíþjóð

Hjúkrunarfræðingur missti réttindi sín til endurhæfingarlífeyris í þrjú ár vegna sjö vikna búsetu í Svíþjóð. Fimm árum síðar bíður hún enn eftir úrlausn sinna mála hjá Tryggingastofnun.

Þriðjungi færri styðja Sjálfstæðisflokkinn í borginni

Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík er nærri þriðjungi minni nú en í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samfylkingin sækir í sig veðrið í borginni.

Netfíkn og tölvunotkun barna

Félag íslenskra uppeldis- og meðferðarúrræða fyrir börn og unglinga heldur sitt árlega málþing.

Már vill flýta athugun

Sérstök rannsókn bankaráðs Seðlabanka Íslands á fullyrðingum um að bankinn hafi greitt málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra er hafin.

Vinsælast að leggja skóna á hilluna

Að leggja skóna á hilluna og taka einhvern í bakaríið eru meðal vinsælustu orðtakanna sem notuð eru í íþróttafréttum hér á landi. Þetta er meðal þess sem prófessor í þýsku hefur komist að við samanburðarrannsóknir á notkun orðtaka í íþróttafréttum hér á landi og í Þýskalandi.

Fjallamennska og áfengisdrykkja fara ekki saman

Umgengni við fjallaskála víða um land er verulega ábótavant og dæmi eru um að fólk hafi gengið örna sinna í anddyri skálanna. Ferðafélög biðla til ferðalanga að taka höndum saman og standa undir því trausti sem þeim er sýnt með aðgengi að skálunum.

Skar mann með blaði úr dúkahnífi

Hæstiréttur stafðesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem dæmdur var í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur.

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki háhýsi

Í tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarráði er óskað eftir því að ná samkomulagi um breytingar á því háhýsi sem fyrirhugað er að rísi á Skuggahverfisreit.

Enginn segist hafa séð manninn skipta skapi

„Hann lýsir jákvæðum tilfinningum, segist hafa elskað barnið, segist hafa viljað eignast stúlkubarn. Sýnir depurð. Hann saknar bæði barnsins og kærustunnar. Sýnir tilfinningar.“

Íhuga smíði þriggja nýrra ísfisktogara

HB Grandi hf. og tyrkneska skipasmíðastöðin Celiktrans Denis Insaat Ltd. hafa komist að samkomulagi um að Celiktrans fullhanni og smíði líkan af ískfisktogara til skoðunar í tanki. Alfreð Tulinius og Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingar hjá Nautic ehf. munu annast hönnunina.

Sjá næstu 50 fréttir