Vinsælast að leggja skóna á hilluna Birta Björnsdóttir skrifar 13. mars 2014 20:00 Árlegt Hugvísindaþing Hugvísindasviðs Háskóla Íslands fer fram á morgun og hinn. Þar verður í boði fjölbreytt dagskrá, meðal annars fyrirlestur Oddnýjar G. Sverrisdóttur sem ber yfirskriftina Hvernig leggja menn skóna á hilluna í þýsku? Þar mun Oddný segja frá rannsókn sinni á orðtakanotkun í íþróttafréttum hér á landi annars vegar og í Þýskalandi hinsvegar. Hún segir það ekki tilviljun að íþróttafréttir hafi orðið fyrir valinu. „Íþróttafréttamenn eru gjarnan að lýsa stemningu og nota til þess tilfinningar. Þá eru viðtöl við íþróttamenn gjarnan tekin í fyrir eða eftir leiki og þá gefst lítill tími til að undirbúa fyrirfram það sem viðkomandi vill segja," segir Oddný. Íþróttafréttir lýsi stemningu og fréttamenn og íþróttafólk tali beint frá hjartanu og án undirbúnings oft. Þannig sé hægt að mæla hvaða orðtök fólki er tamt að nota. Og sum orðtök eru sannarlega vinsælli en önnur. „Orðtakið um skóna og hilluna er mikið notað. Þá er líka vinsælt um að taka einhvern í bakaríið sem og að ganga á afturfótunum, svo fátt eitt sé nefnt," segir Oddný. Þó orðtakið að leggja skóna á hilluna sé ekki til í þýsku segir Oddný það áhugavert að tíðni orðtaka virðist afar svipuð í íslensku og þýsku. Gummi Ben þekkir orðtakanotkun í íþróttafréttum betur en margir. „Ætli þetta sé ekki í undirmeðvitundinni hjá okkur. Ég hef reyndar alltaf kennt Bjarna Fel um þau orðtök sem við notum mest. Maður hlustaði á hann í gamla daga og drakk í sig allt sem hann sagði. En svo viriðst sem við íþróttafréttamenn notum mikið sömu orðtökin." Gummi tekur undir það að í þessu sem og öðrum fréttaflutningi sé gott að hafa góða máltilfinningu. „Þú þarft helst að koma frá Akureyri, sem er eini staðurinn þar sem talað er almennilegt mál." Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Árlegt Hugvísindaþing Hugvísindasviðs Háskóla Íslands fer fram á morgun og hinn. Þar verður í boði fjölbreytt dagskrá, meðal annars fyrirlestur Oddnýjar G. Sverrisdóttur sem ber yfirskriftina Hvernig leggja menn skóna á hilluna í þýsku? Þar mun Oddný segja frá rannsókn sinni á orðtakanotkun í íþróttafréttum hér á landi annars vegar og í Þýskalandi hinsvegar. Hún segir það ekki tilviljun að íþróttafréttir hafi orðið fyrir valinu. „Íþróttafréttamenn eru gjarnan að lýsa stemningu og nota til þess tilfinningar. Þá eru viðtöl við íþróttamenn gjarnan tekin í fyrir eða eftir leiki og þá gefst lítill tími til að undirbúa fyrirfram það sem viðkomandi vill segja," segir Oddný. Íþróttafréttir lýsi stemningu og fréttamenn og íþróttafólk tali beint frá hjartanu og án undirbúnings oft. Þannig sé hægt að mæla hvaða orðtök fólki er tamt að nota. Og sum orðtök eru sannarlega vinsælli en önnur. „Orðtakið um skóna og hilluna er mikið notað. Þá er líka vinsælt um að taka einhvern í bakaríið sem og að ganga á afturfótunum, svo fátt eitt sé nefnt," segir Oddný. Þó orðtakið að leggja skóna á hilluna sé ekki til í þýsku segir Oddný það áhugavert að tíðni orðtaka virðist afar svipuð í íslensku og þýsku. Gummi Ben þekkir orðtakanotkun í íþróttafréttum betur en margir. „Ætli þetta sé ekki í undirmeðvitundinni hjá okkur. Ég hef reyndar alltaf kennt Bjarna Fel um þau orðtök sem við notum mest. Maður hlustaði á hann í gamla daga og drakk í sig allt sem hann sagði. En svo viriðst sem við íþróttafréttamenn notum mikið sömu orðtökin." Gummi tekur undir það að í þessu sem og öðrum fréttaflutningi sé gott að hafa góða máltilfinningu. „Þú þarft helst að koma frá Akureyri, sem er eini staðurinn þar sem talað er almennilegt mál."
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira