Innlent

Spyr framkvæmdastjórn ESB um gjaldeyrishöft Íslands

Brjánn Jónasson skrifar
Framkvæmdastjórn ESB þarf að svara spurningum danska Evrópuþingmannsins Morten Løkkegaard 2. apríl í síðasta lagi.
Framkvæmdastjórn ESB þarf að svara spurningum danska Evrópuþingmannsins Morten Løkkegaard 2. apríl í síðasta lagi.
Danskur þingmaður á Evrópuþinginu hefur lagt spurningar um áhrif íslensku gjaldeyrishaftanna á EES-samninginn fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Morten Løkkegaard, Evrópuþingmaður danska hægriflokksins Venstre, spyr meðal annars um hvort framkvæmdastjórnin hyggist gera breytingar á samningnum vegna brota Íslands á ákvæði um frjálst flæði fjármagns.

Fréttablaðið hafði samband við Løkkegaard vegna málsins, en hann var á ferðalagi og sagðist ekki vera nægilega vel inni í málinu til að geta svarað spurningum.

Spurningar Løkkegaard voru lagðar fram 19. febrúar síðastliðinn. Framkvæmdastjórnin hefur sex vikur til að svara spurningum þingmanna, og ætti svar því að berast fyrir 2. apríl næstkomandi.

Løkkegaard spyr hvort það að framkvæmdastjórnin hafi ekki brugðist við höftunum þýði að hún samþykki tilvist þeirra með þögn sinni. Í framhaldi spyr hann hvort sama viðhorf verði uppi þrátt fyrir að höftin hafi nú verið í gildi í fimm ár.

Løkkegaard spyr einnig hvort framkvæmdastjórn ESB telji sig vera að gæta hagsmuna fyrirtækja innan ESB sem hafi nú verið föst með fé á Íslandi vegna haftanna í hálfan áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×