Makríl tríóið hefur snúið frá sjálfbærum veiðum Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2014 19:53 Þjóðir Evrópusambandsins og Noregur ætla sér að veiða allt það magn af makríl sem Alþjóðahafrannsóknaráðið telur óhætt að veiða á þessu ári. Tæplega 160 þúsund tonna kvóti til Færeyinga er því umfram ráðleggingu og enn á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Aðeins er um vika liðin frá því slitnaði upp úr fjórhliða viðræðum Íslendinga, Evrópusambandsins, Færeyinga og Norðmanna á fundi í Edinborg og eftir þann fund sagði Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri sambandsins að það hefði verið vegna stífni Norðmanna. Það kom því flestum á óvart þegar fréttir bárust af samningi Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga í gær. Hvað klikkaði? „Ég held að í sjálfu sér hafi ekkert klikkað. Það sem að gerðist var að frá því slitnaði upp úr fjögurra strandríkja fundi þar sem menn voru sammála, alla vega við og Evrópusambandið um að veiðar ættu að byggjast á sjálfbærni – þá fóru þessir þrír saman án okkar og gerðu samning þar sem sjálfbærni var hent fyrir róða. Og menn voru tilbúnir að gera samning sem byggir á verulegri ofveiði miðað við ráðgjöf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Íslendingar hafa miðað sínar kröfur við að farið sé eftir ráðgjöf fiskifræðinga sem leggja til að veidd verði 890 þúsund tonn á þessu ári. Ítrustu kröfur Íslendinga hafa verið um 17 prósent af kvótanum sem væri um 151 þúsund tonn á þessu ári og spurning hvort ráðherra gefur út slíkan kvóta. Liggur þá ekki beinast við að þú gefir út veiðiheimildir upp á 151 þúsund tonn? „Við erum auðvitað að fara vel yfir það og ég hef sagt það áður og get sagt það hér líka, að sú ákvörðun mun byggja á ábyrgri fiskveiðistjórnun og sjálfbærni stofnsins. En það það er auðvitað verulegt áhyggjuefni að þeir aðilar sem nú hafa gert samning hafa gert samning um að fara 200 þúsund tonnum umfram ráðgjöfina,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það stefni í að veitt verði allt að helmingi meira en ráðlagt er. Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að hægt sé að spila úr stöðunni með ýmsum hætti, eins og setjast við samningaborðið. En Evrópusambandið segir að um 15,6 prósent veiðiheimilda séu geymd fyrir Íslendinga og aðra. Mikilvægst sé þó að anda með nefinu fyrst um sinn og meta alla kosti í stöðunni. Okkar ítrasta krafa hefur verið í kring um 17 prósent sem er um 151 þúsund tonn, ætti ráðherra þá að gefa út þá heimild? „Manni finnst það ekki fráleit nálgun. En þetta er kannski ekki tímapunkturinn til að segja af eða á um það en vissulega er þetta einn af kostunum í stöðunni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Þjóðir Evrópusambandsins og Noregur ætla sér að veiða allt það magn af makríl sem Alþjóðahafrannsóknaráðið telur óhætt að veiða á þessu ári. Tæplega 160 þúsund tonna kvóti til Færeyinga er því umfram ráðleggingu og enn á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Aðeins er um vika liðin frá því slitnaði upp úr fjórhliða viðræðum Íslendinga, Evrópusambandsins, Færeyinga og Norðmanna á fundi í Edinborg og eftir þann fund sagði Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri sambandsins að það hefði verið vegna stífni Norðmanna. Það kom því flestum á óvart þegar fréttir bárust af samningi Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga í gær. Hvað klikkaði? „Ég held að í sjálfu sér hafi ekkert klikkað. Það sem að gerðist var að frá því slitnaði upp úr fjögurra strandríkja fundi þar sem menn voru sammála, alla vega við og Evrópusambandið um að veiðar ættu að byggjast á sjálfbærni – þá fóru þessir þrír saman án okkar og gerðu samning þar sem sjálfbærni var hent fyrir róða. Og menn voru tilbúnir að gera samning sem byggir á verulegri ofveiði miðað við ráðgjöf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Íslendingar hafa miðað sínar kröfur við að farið sé eftir ráðgjöf fiskifræðinga sem leggja til að veidd verði 890 þúsund tonn á þessu ári. Ítrustu kröfur Íslendinga hafa verið um 17 prósent af kvótanum sem væri um 151 þúsund tonn á þessu ári og spurning hvort ráðherra gefur út slíkan kvóta. Liggur þá ekki beinast við að þú gefir út veiðiheimildir upp á 151 þúsund tonn? „Við erum auðvitað að fara vel yfir það og ég hef sagt það áður og get sagt það hér líka, að sú ákvörðun mun byggja á ábyrgri fiskveiðistjórnun og sjálfbærni stofnsins. En það það er auðvitað verulegt áhyggjuefni að þeir aðilar sem nú hafa gert samning hafa gert samning um að fara 200 þúsund tonnum umfram ráðgjöfina,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það stefni í að veitt verði allt að helmingi meira en ráðlagt er. Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að hægt sé að spila úr stöðunni með ýmsum hætti, eins og setjast við samningaborðið. En Evrópusambandið segir að um 15,6 prósent veiðiheimilda séu geymd fyrir Íslendinga og aðra. Mikilvægst sé þó að anda með nefinu fyrst um sinn og meta alla kosti í stöðunni. Okkar ítrasta krafa hefur verið í kring um 17 prósent sem er um 151 þúsund tonn, ætti ráðherra þá að gefa út þá heimild? „Manni finnst það ekki fráleit nálgun. En þetta er kannski ekki tímapunkturinn til að segja af eða á um það en vissulega er þetta einn af kostunum í stöðunni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira