Makríl tríóið hefur snúið frá sjálfbærum veiðum Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2014 19:53 Þjóðir Evrópusambandsins og Noregur ætla sér að veiða allt það magn af makríl sem Alþjóðahafrannsóknaráðið telur óhætt að veiða á þessu ári. Tæplega 160 þúsund tonna kvóti til Færeyinga er því umfram ráðleggingu og enn á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Aðeins er um vika liðin frá því slitnaði upp úr fjórhliða viðræðum Íslendinga, Evrópusambandsins, Færeyinga og Norðmanna á fundi í Edinborg og eftir þann fund sagði Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri sambandsins að það hefði verið vegna stífni Norðmanna. Það kom því flestum á óvart þegar fréttir bárust af samningi Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga í gær. Hvað klikkaði? „Ég held að í sjálfu sér hafi ekkert klikkað. Það sem að gerðist var að frá því slitnaði upp úr fjögurra strandríkja fundi þar sem menn voru sammála, alla vega við og Evrópusambandið um að veiðar ættu að byggjast á sjálfbærni – þá fóru þessir þrír saman án okkar og gerðu samning þar sem sjálfbærni var hent fyrir róða. Og menn voru tilbúnir að gera samning sem byggir á verulegri ofveiði miðað við ráðgjöf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Íslendingar hafa miðað sínar kröfur við að farið sé eftir ráðgjöf fiskifræðinga sem leggja til að veidd verði 890 þúsund tonn á þessu ári. Ítrustu kröfur Íslendinga hafa verið um 17 prósent af kvótanum sem væri um 151 þúsund tonn á þessu ári og spurning hvort ráðherra gefur út slíkan kvóta. Liggur þá ekki beinast við að þú gefir út veiðiheimildir upp á 151 þúsund tonn? „Við erum auðvitað að fara vel yfir það og ég hef sagt það áður og get sagt það hér líka, að sú ákvörðun mun byggja á ábyrgri fiskveiðistjórnun og sjálfbærni stofnsins. En það það er auðvitað verulegt áhyggjuefni að þeir aðilar sem nú hafa gert samning hafa gert samning um að fara 200 þúsund tonnum umfram ráðgjöfina,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það stefni í að veitt verði allt að helmingi meira en ráðlagt er. Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að hægt sé að spila úr stöðunni með ýmsum hætti, eins og setjast við samningaborðið. En Evrópusambandið segir að um 15,6 prósent veiðiheimilda séu geymd fyrir Íslendinga og aðra. Mikilvægst sé þó að anda með nefinu fyrst um sinn og meta alla kosti í stöðunni. Okkar ítrasta krafa hefur verið í kring um 17 prósent sem er um 151 þúsund tonn, ætti ráðherra þá að gefa út þá heimild? „Manni finnst það ekki fráleit nálgun. En þetta er kannski ekki tímapunkturinn til að segja af eða á um það en vissulega er þetta einn af kostunum í stöðunni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ. Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Þjóðir Evrópusambandsins og Noregur ætla sér að veiða allt það magn af makríl sem Alþjóðahafrannsóknaráðið telur óhætt að veiða á þessu ári. Tæplega 160 þúsund tonna kvóti til Færeyinga er því umfram ráðleggingu og enn á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Aðeins er um vika liðin frá því slitnaði upp úr fjórhliða viðræðum Íslendinga, Evrópusambandsins, Færeyinga og Norðmanna á fundi í Edinborg og eftir þann fund sagði Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri sambandsins að það hefði verið vegna stífni Norðmanna. Það kom því flestum á óvart þegar fréttir bárust af samningi Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga í gær. Hvað klikkaði? „Ég held að í sjálfu sér hafi ekkert klikkað. Það sem að gerðist var að frá því slitnaði upp úr fjögurra strandríkja fundi þar sem menn voru sammála, alla vega við og Evrópusambandið um að veiðar ættu að byggjast á sjálfbærni – þá fóru þessir þrír saman án okkar og gerðu samning þar sem sjálfbærni var hent fyrir róða. Og menn voru tilbúnir að gera samning sem byggir á verulegri ofveiði miðað við ráðgjöf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Íslendingar hafa miðað sínar kröfur við að farið sé eftir ráðgjöf fiskifræðinga sem leggja til að veidd verði 890 þúsund tonn á þessu ári. Ítrustu kröfur Íslendinga hafa verið um 17 prósent af kvótanum sem væri um 151 þúsund tonn á þessu ári og spurning hvort ráðherra gefur út slíkan kvóta. Liggur þá ekki beinast við að þú gefir út veiðiheimildir upp á 151 þúsund tonn? „Við erum auðvitað að fara vel yfir það og ég hef sagt það áður og get sagt það hér líka, að sú ákvörðun mun byggja á ábyrgri fiskveiðistjórnun og sjálfbærni stofnsins. En það það er auðvitað verulegt áhyggjuefni að þeir aðilar sem nú hafa gert samning hafa gert samning um að fara 200 þúsund tonnum umfram ráðgjöfina,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það stefni í að veitt verði allt að helmingi meira en ráðlagt er. Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að hægt sé að spila úr stöðunni með ýmsum hætti, eins og setjast við samningaborðið. En Evrópusambandið segir að um 15,6 prósent veiðiheimilda séu geymd fyrir Íslendinga og aðra. Mikilvægst sé þó að anda með nefinu fyrst um sinn og meta alla kosti í stöðunni. Okkar ítrasta krafa hefur verið í kring um 17 prósent sem er um 151 þúsund tonn, ætti ráðherra þá að gefa út þá heimild? „Manni finnst það ekki fráleit nálgun. En þetta er kannski ekki tímapunkturinn til að segja af eða á um það en vissulega er þetta einn af kostunum í stöðunni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira