Innlent

Ánægður með sókn Samfylkingarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
„Ég er mjög ánægður með þessa könnun og held að borgarbúar séu að lýsa ánægðu með ákveðnum stöðugleika og vinnufriði sem tekist hefur að skapa á þessu kjörtímabili,“ segir Dagur B. Eggertsson um niðurstöður könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Samfylkingin fengi 23 prósent atkvæða og fjóra borgarfulltrúa ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fékk 19,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum og þrjá borgarfulltrúa.

„Ég er líka ánægður með að Samfylkingin sé í sókn og við munum gera okkar besta til að standa undir því. Við hlökkum til kosningabaráttunnar og setja fram okkar lykilmál. Húsnæðismálin eru okkar hjartans mál og ég býst við að þau brenni á mjög mörgum. Ég held að það skýri líka að hluta til þetta aukna fylgi okkar. Fólk hefur tekið eftir okkar áherslum í því,“ segir Dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×