Innlent

Skar mann með blaði úr dúkahnífi

Baldvin Þormóðsson skrifar
Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. vísir/gva
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem dæmdur var í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í mars 2012 í miðbæ Reykjavíkur.

Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa veist að öðrum manni með því að skalla hann í höfuðið, slá hann tveimur höggum og skera með blaði úr dúkahníf.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hinn ákærði hafði tvisvar hlotið ákærufrestun, árásin átti sér stað í átökum og að hinn ákærði hafði sjálfur hlotið mikla áverki sjálfur í átökunum.

Refsing var ákveðin fangelsi í 8 mánuði og var hún bundin skilorði í þrjú ár. Einnig var hann dæmdur til að greiða brotaþola 1.000.000 krónur í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×