Innlent

Grunaður um að misnota barnabarn sitt

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Fréttastofa RÚV segir grunsemdir um ofbeldi á heimilinu hafa aukist en hitt, eftir að málinu var vísað til lögreglu, sem vill ekki tjá sig um málið.
Fréttastofa RÚV segir grunsemdir um ofbeldi á heimilinu hafa aukist en hitt, eftir að málinu var vísað til lögreglu, sem vill ekki tjá sig um málið.
Maður frá Haíti, sem kom hingað til lands árið 2012 eftir mannskæðan jarðskjálfta í heimalandi sínu, er grunaður um að hafa beitt sex ára dótturdóttur sína kynferðislegu ofbeldi. Stúlkan kom hingað til lands með afa sínum og ömmu og voru þau búsett heima hjá móður stúlkunnar. Fréttastofa RÚV greinir frá málinu.

Stúlkan var fjarlægð af heimilinu eftir að barnaverndaryfirvöldum hafði borist tilkynningar um að aðstæður þar væru óviðunandi.

Stúlkunni var komið til fósturforeldra. Eftir veru þar í nokkra hríð vaknaði grunur um að hún hefði verið beitt kynferðisofbeldi.

Málið hefur verið til rannsóknar og hefur stúlkan farið í viðtöl vegna málsins. Síðustu vikur hefur einnig verið rætt við tvær aðrar litlar stúlkur sem voru á heimili afans.

Fréttastofa RÚV segir grunsemdir um ofbeldi á heimilinu hafa aukist en hitt, eftir að málinu var vísað til lögreglu, sem vill ekki tjá sig um málið.

Mál stúlkunnar var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í haust, en þá var fjallað um ákvörðun barnaverndaryfirvalda að koma stúlkunni til fósturforeldra. Sú ákvörðun var staðfest. Í dóminum kemur einnig fram að ekki hafi tekist að ganga úr skugga um að móðir stúlkunnar sé enn á lífi, né hver raunveruleg tengsl stúlkunnar við fjölskylduna séu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×