Innlent

Flugmanni franskrar flugvélar verður gerð grein fyrir miklum viðbúnaði

Ákveðið var að yfirvöld tækju á móti flugvélinni þegar hún lendir til að gera flugmanni hennar grein fyrir umfangi viðbúnaðar samkvæmt tilkynningu frá landhelgisgæslunni.
Ákveðið var að yfirvöld tækju á móti flugvélinni þegar hún lendir til að gera flugmanni hennar grein fyrir umfangi viðbúnaðar samkvæmt tilkynningu frá landhelgisgæslunni.
Stjórnstöð Landhelgisgsæslunnar, sem jafnframt gegnir hlutverki sem björgunarstjórnstöð vegna sjó- og loftfara, barst boð frá flugturninum í Reykjavík um klukkan hálf eitt um að einhreyfils frönsk flugvél, með 3 menn um borð, hefði farið frá Reykjavík klukkan 10:10 áleiðis til Vestmannaeyja en hefði ekki komið þangað á tilsettum tíma.

Þegar athugað var með seinasta þekkta stað flugvélarinnar í ratsjá, en vélin var í sjónflugi, kom í ljós að hann var yfir sjó Norð-Vestan af Vestmannaeyjum og var því hafið skipulag leitar með tilliti til þess. 

Þyrla gæslunnar var beint á staðinn og björgunarbátar og skip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá Reykjanesi og austur að Vestmanneyjum voru kölluð til ásamt því að tilkynning var kölluð út til sjófarenda á svæðinu. 

Upp úr klukkan eitt náðist loks samband við flugvélina, sem þá var á flugi yfir Vatnajökli. 

Voru aðgerðir þá afturkallaðar en ákveðið að yfirvöld tækju á móti flugvélinni þegar hún lendir til að gera flugmanni hennar grein fyrir umfangi viðbúnaðar samkvæmt tilkynningu frá landhelgisgæslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×