„Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir fordæmalausri hörku“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. júlí 2013 19:01 "Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. MYND/AP Talsmaður Wikileaks segir Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir sínar fordæmalausri hörku og ofbeldi vegna uppljóstrarans Edward Snowdens. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við utanríkisráðuneytið að Snowden verði framseldur komi hann hingað til lands. Utanríkisráðuneytið tók í síðustu viku á móti orðsendingu frá bandaríska sendiráðinu með beiðni um framsal á Edward Snowden. Beiðnin var framsend til innanríkisráðuneytisins til lögformlegrar meðferðar, hún verður þó ekki tekin til framkvæmda enda situ hinn landlausi Snowden enn sem fastast á alþjóða flugvellinum í Moskvu. „Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. „Þessi framsalskrafa — sem send er fyrirfram — er liður í þessu ferli og verður ekki túlkuð með öðrum hætti en sem partur af þessum þrýstingi og hótunum Bandaríkjamanna."„Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden.MYND/APSnowden hefur sótt um hæli í um þrjátíu löndum, þar á meðal hér á landi. Yfirvöld í Venesúela og Nígaragúa hafa lýst yfir áhuga að fá Snowden til síns. Alþingi felldi á dögunum tillögu þess efnis að mál Snowdens færi í nefnd en hún var lögð fram af þingmönnum Pírata eftir að formleg umsókn Snowden um íslenskan ríkisborgararétt barst. „Maður heldur náttúrulega í vonina að það verðir breyting á viðhorfum, sérstaklega hjá þessum þjóðum í Evrópu sem maður hefði nú haldið að tækju sínar eigin ákvarðanir í sínum málum." The Guardian birti í dag seinni hluta viðtals við Snowden sem tekið var í júní. Þar ítrekar Snowden að trú hans á friðhelgi einkalífsins hafi verið hvatinn að lekanum. „Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden. „Það er ekki nokkuð sem ég vil styðja eða stuðla að og það er ekki nokkuð sem ég er tilbúinn að búa við.“ „Ég held að margir af minni kynslóð, þeir sem hafa alist upp við Internetið hafi skilið þetta svona.“ Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Talsmaður Wikileaks segir Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir sínar fordæmalausri hörku og ofbeldi vegna uppljóstrarans Edward Snowdens. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við utanríkisráðuneytið að Snowden verði framseldur komi hann hingað til lands. Utanríkisráðuneytið tók í síðustu viku á móti orðsendingu frá bandaríska sendiráðinu með beiðni um framsal á Edward Snowden. Beiðnin var framsend til innanríkisráðuneytisins til lögformlegrar meðferðar, hún verður þó ekki tekin til framkvæmda enda situ hinn landlausi Snowden enn sem fastast á alþjóða flugvellinum í Moskvu. „Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. „Þessi framsalskrafa — sem send er fyrirfram — er liður í þessu ferli og verður ekki túlkuð með öðrum hætti en sem partur af þessum þrýstingi og hótunum Bandaríkjamanna."„Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden.MYND/APSnowden hefur sótt um hæli í um þrjátíu löndum, þar á meðal hér á landi. Yfirvöld í Venesúela og Nígaragúa hafa lýst yfir áhuga að fá Snowden til síns. Alþingi felldi á dögunum tillögu þess efnis að mál Snowdens færi í nefnd en hún var lögð fram af þingmönnum Pírata eftir að formleg umsókn Snowden um íslenskan ríkisborgararétt barst. „Maður heldur náttúrulega í vonina að það verðir breyting á viðhorfum, sérstaklega hjá þessum þjóðum í Evrópu sem maður hefði nú haldið að tækju sínar eigin ákvarðanir í sínum málum." The Guardian birti í dag seinni hluta viðtals við Snowden sem tekið var í júní. Þar ítrekar Snowden að trú hans á friðhelgi einkalífsins hafi verið hvatinn að lekanum. „Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden. „Það er ekki nokkuð sem ég vil styðja eða stuðla að og það er ekki nokkuð sem ég er tilbúinn að búa við.“ „Ég held að margir af minni kynslóð, þeir sem hafa alist upp við Internetið hafi skilið þetta svona.“
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira