Innlent

Tók smálán í nafni annars einstaklings

Smálán. Myndin er úr safni.
Smálán. Myndin er úr safni.
Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa blekkt starfsmann Landsbankans til þess að millifæra 50 þúsund krónur af reikningi annars manns yfir á reikning móður sinnar, en hann hafði aðgang að þeim reikning.

Upphæðin sem var millifærð var lán sem hinn dæmdi tók í nafni fórnarlambsins hjá smálánafyrirtækjum Smálán ehf. og Múla ehf síðla sumars 2012 og notaði hann nafn, kennitölu og bankareikning í heimildarleysi til þess að fá smálánin.

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa sama ár aftur tekið smálán í nafni annars manns og fengið upphæðina lagða inn á eigin reikning að lokum.

Maðurinn var dæmdur til þess að greiða öðru smálánafyrirtækinu tæpar þrjátíu þúsund krónur til baka auk þess að vera dæmd skilorðpsbundin refsing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×