Innlent

Bein útsending frá blaðamannafundi forsetans

Bein útsending verður á Vísi frá blaðamannafundi sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til 16.15 í dag. Þar mun Ólafur Ragnar væntanlega tilkynna hvort hann ætli að skrifa undir frumvarp sem miðar að lækkun veiðileyfagjalda sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku eða vísar því til þjóðaratkvæðagreiðslu.



Ríflega 35 þúsund einstaklingar hafa skrifað undir áskorun um að forsetinn neiti að skrifa undir lögin. Þær hafa verið afhentar forsetanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×