Innlent

Stefnir í metdag á miðunum

Gissur Sigurðsson skrifar
Örtröð er á miðunum og nóg að gera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Örtröð er á miðunum og nóg að gera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Það hefur verið vitlaust að gera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar frá því í nótt að smábátar fóru að streyma á sjó og tilkynna um brottfarir sínar.

Um klukkan hálf sjö voru 840 fiskiskip af öllum stærðum og gerðum komin til veiðar umhverfis allt land og stefnir í að þetta geti orðið metdagur hvað sjósókn varðar, ef þoka vestanlands setur ekki strik í reikninginn.

UPPFÆRT 12.30

Hægt er að fylgjast með sjósókn í kringum Ísland á vef Marinetraffic. Skjáskotið hér fyrir neðan sýnir báta og skip í kringum landið í hádeginu.

Mynd/Marinetraffic.com



Fleiri fréttir

Sjá meira


×