Fleiri fréttir

Þarf einfalda lagabreytingu til

Veiðigjaldsnefnd fær ekki nauðsynlegar upplýsingar til að geta reiknað sérstaka veiðigjaldið, því segir sjávarútvegsráðherra það óframkvæmanlegt. Hagfræðingur segir aðeins þurfa einfalda lagabreytingu, ríkisstjórnin noti tæknilega vinkil sem afsökun fyrir lækkun á gjaldi.

Þetta getur þú gert til að koma í veg fyrir innbrot

Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um tuttugu prósent það sem af er ári, miðað við saman tímabil í fyrra. Þrátt fyrir það má fólk ekki sofna á verðinum, sérstaklega nú þegar sumarið nær hámarki, sérfræðingur í forvörnum.

Faktorý lokar

"Þetta er bara alveg glatað. Ég tala bæði sem tónlistarútgefandi og tónleikahaldari og þetta er mikill missir fyrir íslenskt tónlistarlíf.”

Góð en skrýtin tilfinning

"Þetta var bara rosalega góð, en jafnframt skrýtin tilfinning,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem flutti jómfrúrræðu sína á Alþingi í morgun.

Höfða einkamál á hendur þjófum

IKEA á Íslandi hefur aukið öryggi í verslun sinni eftir að upp komst um langvarandi, stórfellt fjársvikamál í versluninni fyrr á árinu. IKEA hyggst einnig höfða einkamál á hendur þeim aðilum sem frömdu verknaðinn.

Útúrsnúningar og ódýr rök ráðherra

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi atvinnuvegaráðherra, telur viðbrögð sjávarútvegsráðherra við undirskriftum gegn lækkun eða afnámi veiðigjalda, einkennast af útúrsnúningum.

Tímasetning og orðalag ESB-atkvæðagreiðslu enn óákveðið

Fjölmörg stórmál eru á könnu Gunnars Braga Sveinssonar sem tók nýlega við embætti utanríkisráðherra. Hann segir ekkert hafa verið ákveðið um tíma eða form þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-viðræðna en vill styrkja EES-samstarfið og efla veru Íslands í

Munurinn á Fischer og Snowden

Ríkisborgararéttur til handa Fischer var pólitísk ákvörðun að sögn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata.

Nýting háhitasvæða áfram í sama farvegi

HS Orka hefur ekki tekið neinar stefnumótandi ákvarðanir í ljósi erfiðleika í rekstri Hellisheiðarvirkjunar. Forstjóri Landsvirkjunar segir það hafa verið rétta stefnu að hægja á nýtingaráformum á háhitasvæðum á Norðausturlandi.

Síbrotamaður ákærður fyrir rán með kúbeini

Margdæmdur ofbeldismaður barði apóteksstarfsmann með kúbeini í fyrra og rændi peningum ásamt vinkonu sinni, að því segir í ákæru. Sérsveitarmenn fóru í Grímsey sumarið 2008 og handtóku hann eftir að hann hótaði sjóstangveiðifólki.

Bíða rannsókna í máli níðingsins í Vesturbæ

Lögregla bíður eftir niðurstöðum geðrannsóknar og DNA-rannsóknar til að geta lokið rannsókn á máli manns sem talinn er hafa numið tíu ára stúlku á brott í Vesturbæ og brotið gegn henni kynferðislega.

700 tilkynningar um töpuð reiðhjól

Um 700 tilkynningar um töpuð reiðhjól bárust til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en um 650 árið þar áður. Árlega endurheimta tíu til þrjátíu manns hjólin sín hjá óskilamunadeild lögreglunnar en um eitt hundrað reiðhjól seljast á hverju ári á uppboði deildarinnar.

Hjólreiðakeppni til styrktar Barnaheillum

Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hófst í gær en þetta er annað árið í röð sem keppnin er haldin. Keppnin stendur yfir til 22. júní og verður hjólað með boðsveitarformi hringinn í kringum landið samtals 1.332 kílómetra.

Gígur á Merkúríusi nefndur Laxness

Örnefnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga samþykkti í gær tillögu vísindamanna sem starfa við MESSENGER leiðangur NASA, að nefna gíg á Merkúríusi, Laxness, eftir íslenska rithöfundinum Halldóri Kiljan Laxness. Þetta kemur fram á Stjörnufræðivefnum.

Hjólasala Barnaheilla

Á morgun, fimmtudaginn 20. júní, standa Barnaheill – Save the Children á Íslandi fyrir hjólasölu að Síðumúla 35 (bakatil), þar sem hjól sem gengu af í hjólasöfnun samtakanna verða seld á sanngjörnu verði.

Ólafur Rafnsson bráðkvaddur

Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Þetta kemur fram á vef ÍSÍ.

Sorg í Bolungarvík - söfnun hafin

Bolvíkingar hafa sett af stað söfnun fyrir foreldra ungs drengs, Ísaks Inga, sem féll frá í liðinni viku eftir skammvinn veikindi. Við fengum leyfi til að birta meðfylgjandi pistil ásamt mynd af drengnum sem var tólf ára gamall þegar hann féll frá en hluta úr pistlinum sem birtist á fréttavef Bolvíkinga þar sem bæjarbúar eru hvattir til að styðja við bakið á foreldrum Ísaks má lesa hér:

Efla menntun í Síerra Leóne

Fjárframlög frá Íslandi hafa stórbreytt landslaginu í menntamálum í Síerra Leóne, einu fátækasta ríki heims. En á síðustu fjórum árum hafa 340 milljónir komið í gegnum UNICEF á Íslandi til uppbyggingar í landinu.

Netbankar í hættu

Tölvuþrjótar reyndu í dag að útvega sér aðgangsupplýsingar viðskiptavina Íslandsbanka í netbönkum þeirra, með því að senda svikatölvupóst á stóran hóp fólks. Markmiðið var að afla sér fjár með ólögmætum hætti.

Segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart

Yfir tuttugu og eitt þúsund undirskriftir hafa nú safnast gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda. Sjávarútvegsráðherra segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart því engar breytingar á veiðigjöldunum þýði engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári.

Hafa veitt samtals 15 þúsund stórhveli

Íslendingar hafa samtals veitt yfir 15 þúsund stórhveli frá upphafi og Hvalur hf. með feðgana Kristján Loftsson og Loft Bjarnason í fararbroddi, er þar að baki. Nokkrar aðrar þjóðir stunda enn hvalveiðar.

Dómur staðfestur yfir svikara

Hæstiréttur Íslands staðfesti þriggja ára fangelsisdóm yfir Jens Tryggva Jenssyni, fyrir stórfelld fjársvik, skjalafals og hylmingu í íbúðalánssjóðssvikamálinu.

Stal 12 pökkum af sígarettum

Hæstiréttur staðfesti í dag átta mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir að hafa í september í fyrra stolið 12 pökkum af sígarettum að verðmæti tæplega 48 þúsund krónum.

Nýtt glæsihýsi fyrir verknám rís á Selfossi

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist snemma árs 2014 og þeim verði lokið um áramótin 2014-15. T.ark hlaut á föstudag fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni sem haldin var fyrir stækkun Fjölbrautaskólans á Selfossi.

Sigmundur Davíð horfir til hagræðingarstefnu Svía

Forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi að hann myndi líta sérstaklega til aðgerða Svía til að takast á við efnahagsörðugleika sem blöstu við nágrannaþjóðinni á níunda áratugnum.

Tölvuþrjótar reyna að blekkja viðskiptavini

Nokkrir viðskiptavinir Íslandsbanka hafa í morgun fengið póst þar sem þeir eru beðnir um að staðfesta notendaupplýsingar með því að tengjast netbankanum í gegnum vefslóð sem gefin er upp í póstinum.

TF-LÍF hjálpar TF-TAL

Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að aðstoða við flutning flugvélarinnar sem Ómar Ragnarsson brotlenti við Sultartangalón í fyrradag.

Svavar Halldórsson kærir íslenska ríkið

Svavar Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður, og Ríkisútvarpið hafa kært dóm Hæstaréttar sem féll í nóvember síðastliðnum til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Nýtt verðþak tekur gildi 1. júlí

Um næstu mánaðamót lækkar verð á notkun farsíma og netlykla milli landa innan Evrópu samkvæmt reglugerð ESB. Hér tekur reglugerðin gildi í gegn um EES samninginn og íslenskir neytendur njóta góðs af.

Hæstiréttur snýr nauðgunardómi í sýknu

Stefán Logi Sívarsson og Þorsteinn Birgisson hafa verið sýknaðir af ákæru um að hafa nauðgað átján ára stúlku. Hæstiréttur gagnrýnir niðurstöðu héraðsdóms og annmarka á rannsókn lögreglu. Einn dómari af fimm skilar sératkvæði og vill sakfella.

Hundurinn Lúkas snýr aftur

Leikfélagið Norðurbandalagið mun á föstudaginn frumsýna leikrit sem byggt er á stóra Lúkasarmálinu. Verkið verður frumsýnt í Rýminu á Akureyri á föstudaginn.

Enn mikil vinna eftir

Í dag eru níutíu og átta ár frá því að konur, sem voru orðnar 40 ára og eldri, fengu kosningarétt til Alþingis. Enn er mikil vinna eftir í jafnréttismálum, segir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.

Fólk skilur til að fá hærri barnabætur

Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, segir löggjöf í kringum hjónabönd ófullkomna og að breytinga sé þörf svo fólk sjái hag sinn í því að vera gift.

Sjá næstu 50 fréttir