Innlent

Ævintýramaður undirbýr stórhættulegan leiðangur á Íslandi

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Nick Cienski, tæplega fimmtugur Kanadamaður, hefur á síðustu dögum nýtt íslenska veðráttu og náttúru til að undirbúa sig fyrir einstakan og stórhættulegan leiðangur.

Hann áætlar að klífa fjórtán hæstu tinda heims á einungis einu ári en það hefur engum tekist áður. Lífi sínu hættir hann ekki fyrir frægðina heldur baráttuna gegn mansali.

Í spilaranum hér fyrir ofan má finna ítarlegt viðtal við þennan ótrúlega mann. Hann hefur prófað ýmislegt síðustu daga og fór meðal annars í það sem kalla mætti fossasturtu í Gljúfrabúa.

Hægt er að kynna sér Nick og leiðangur hans nánar á heimasíðunni mission14.org.

Nick Cienski.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×