Fá úrræði fyrir börn og unglinga sem fremja alvarleg afbrot Ingveldur Geirsdóttir skrifar 3. maí 2013 18:52 Fá úrræði eru fyrir börn og unglinga hér á landi sem fremja alvarleg afbrot, eins og tilraun til manndráps, annað en afplánun á meðferðarheimili. Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild segir að koma þurfi upp öryggisvistun sem hæfir ungmennum. Þau börn og unglingar sem eru úrskurðuð til fangelsisvistar eða í gæsluvarðhald hér á landi geta afplánað á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Síðustu fjögur ár hafi ellefur einstaklingar undir átján ára aldri hafið afplánun í fangelsi eða verið í gæsluvarðhaldi, en aðeins tveir af þeim hafa afplánað á meðferðarheimili. Með nýlegri lögfestingu Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna verða allir undir 18 ára aldri að geta afplánað í meðferð nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi t.d að einstaklingurinn sé mjög ofbeldisfullur. Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á Landspítalanum segir okkur illa í stakk búin til að taka á alvarlegum glæpum barna og unglinga, það þurfi að vera sérstakt úrræði til taks. „Það er auðvitað svo að þegar vofveiflegir atburðir gerast og unglingar eða börn eiga í hlut, svosem eins og tilraun til manndráps, þá er ekkert úrræði til fyrir ungmenni sem þarf öryggisgæslu t.d vegna þess að viðkomandi getur verið hættulegur öðrum og það er bara alls ekki bjóðandi í nútíma samfélagi," segir Ólafur. Ólafur vill að komið verði á legg úrræði eins og öryggisvistum sem getur strax tekið við unglingum sem fremja alvarleg afbrot. Það sé afleitt að þurfa að koma þeim fyrir á almennri barna- og unglingageðdeild þar sem sé engin öryggisgæsla og börn allt niður í sex ára aldur dvelja. „Það er búið að vera til mjög lengi neyðarvistun fyrir unglinga á Stuðlum, það er í eðli sínu öryggisgæsla. Það sem að við þurfum að gera og viljum gera er að bæta aðstæðurnar á neyðarvistum þannig að það sé hægt að skipta börnum meira upp, svo þeim sé ekki blandað of mikið saman og við höfum fengið fjármagn frá velferðaráðuneytinu til þess að gera það," segir Halldór Hauksson, sviðsstjóri á Barnaverndarstofu. Ekki verður reist unglingafangelsi á Íslandi en Barnaverndarstofa hefur lagt til að útbúin verði ný meðferðarstofnun fyrir 16 til 18 ára unglinga sem glíma við alvarlegan vímuefnavanda og eru í afbrotum. Þar gætu þeir afplánað í staðin fyrir í fangelsi. Ekki hefur fengist fjármagn í það verkefni. Þegar stjórnvöld samþykktu barnasáttmálann voru þau að skuldbinda sig líka til að finna lausnir á þessum vanda? „Já þau voru að því og þurfa að gera það.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fá úrræði eru fyrir börn og unglinga hér á landi sem fremja alvarleg afbrot, eins og tilraun til manndráps, annað en afplánun á meðferðarheimili. Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild segir að koma þurfi upp öryggisvistun sem hæfir ungmennum. Þau börn og unglingar sem eru úrskurðuð til fangelsisvistar eða í gæsluvarðhald hér á landi geta afplánað á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Síðustu fjögur ár hafi ellefur einstaklingar undir átján ára aldri hafið afplánun í fangelsi eða verið í gæsluvarðhaldi, en aðeins tveir af þeim hafa afplánað á meðferðarheimili. Með nýlegri lögfestingu Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna verða allir undir 18 ára aldri að geta afplánað í meðferð nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi t.d að einstaklingurinn sé mjög ofbeldisfullur. Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á Landspítalanum segir okkur illa í stakk búin til að taka á alvarlegum glæpum barna og unglinga, það þurfi að vera sérstakt úrræði til taks. „Það er auðvitað svo að þegar vofveiflegir atburðir gerast og unglingar eða börn eiga í hlut, svosem eins og tilraun til manndráps, þá er ekkert úrræði til fyrir ungmenni sem þarf öryggisgæslu t.d vegna þess að viðkomandi getur verið hættulegur öðrum og það er bara alls ekki bjóðandi í nútíma samfélagi," segir Ólafur. Ólafur vill að komið verði á legg úrræði eins og öryggisvistum sem getur strax tekið við unglingum sem fremja alvarleg afbrot. Það sé afleitt að þurfa að koma þeim fyrir á almennri barna- og unglingageðdeild þar sem sé engin öryggisgæsla og börn allt niður í sex ára aldur dvelja. „Það er búið að vera til mjög lengi neyðarvistun fyrir unglinga á Stuðlum, það er í eðli sínu öryggisgæsla. Það sem að við þurfum að gera og viljum gera er að bæta aðstæðurnar á neyðarvistum þannig að það sé hægt að skipta börnum meira upp, svo þeim sé ekki blandað of mikið saman og við höfum fengið fjármagn frá velferðaráðuneytinu til þess að gera það," segir Halldór Hauksson, sviðsstjóri á Barnaverndarstofu. Ekki verður reist unglingafangelsi á Íslandi en Barnaverndarstofa hefur lagt til að útbúin verði ný meðferðarstofnun fyrir 16 til 18 ára unglinga sem glíma við alvarlegan vímuefnavanda og eru í afbrotum. Þar gætu þeir afplánað í staðin fyrir í fangelsi. Ekki hefur fengist fjármagn í það verkefni. Þegar stjórnvöld samþykktu barnasáttmálann voru þau að skuldbinda sig líka til að finna lausnir á þessum vanda? „Já þau voru að því og þurfa að gera það.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira