Innlent

"Á tímabili var röð út úr búðinni"

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Fullt var út úr dyrum í sumum apótekum í gær og segir lyfjafræðingur hjá Lyfju daginn hafa verið einn þann stærsta upphafi þegar sala á lyfjum er skoðuð. Umdeilt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa tók gildi á miðnætti.

Hluti þeirra 30.000 landsmanna sem fengu lyf sín áður frítt þurfa nú að greiða fyrir þau. Þá hefur kerfið misjöfn áhrif á lyfjakostnað annarra sem ýmist lækkar eða hækkar. Kerfið virkar þannig að fyrstu kaup á lyfjum geta reynst nokkuð dýr fyrir marga. Undanfarið hefur verið örtröð í apótekum þar sem fólk hefur hamstrað lyf vegna breytinganna.

Atli Antonsson er lyfjafræðingur hjá Lyfju í Lágmúla en hann segir mjög mikið hafa verið að gera í gær.

„Þetta er örugglega einn stærsti dagur, ef ekki frá upphafi. Á tímabili var alveg röð út úr búðinni, það er að segja fólk með lyfseðla.“

Þannig hafi salan verið margföld miðað við það sem gerist á venjulegum degi. Atli segist töluvert hafa þurft að svara fyrirspurnum vegna nýja kerfisins í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×