Innlent

Færri fara hringinn

Umferð er ekki eins þung á hringveginum og var í fyrra.
Umferð er ekki eins þung á hringveginum og var í fyrra.
Umferð um hringveginn dróst saman um 4,6  prósent í apríl, samanborið við sama mánuð í fyrra.

Þetta er meiri samdráttur en búist var við vegna páskanna, segir Vegagerðin, en tekur ekki afstöðu til aukinnar umferðar erlendra ferðamanna á bílaleigu- og hópferðabílum, samanborið við apríl í fyrra. Að teknu tilliti til þess er samdráttur á akstri Íslendinga að líkindum heldur meiri en tölur Vegagerðarinnar sýna. Samdráttur mældist í öllum landshlutum, mestur á Norðurlandi en minnstur +í grennd við höfuðborgarsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×