Innlent

Rassía hjá lögreglunni - fíkniefnasalar handteknir

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Allmörg fíkniefnamál hafa komið til kasta lögreglunnar undanfarna daga.

Kannabisræktun var stöðvuð í húsi í Garðabæ í gær og önnur í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í fyrradag. Enn ein ræktunin var svo stöðvuð í íbúð fjölbýlishúss í Hafnarfirði eftir hádegi í dag, en í húsleitunum hefur verið lagt hald á fjölda kannabisplantna.

Einn fíkniefnasali var handtekinn í Breiðholti í gær og annar í Hafnarfirði, en lagt var hald á kannabisefni og peninga, sem taldir eru vera tilkomnir vegna fíkniefnasölu.

Í þessum aðgerðum voru höfð afskipti af allnokkrum aðilum til viðbótar, sem allir voru með fíkniefni í fórum sínum. Einstaklingarnir sem koma við sögu í áðurnefndum málum eru allt karlmenn og eru þeir nær allir á þrítugsaldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×