Innlent

Vinna að því að kæla gaskútana - búið að opna inn í hverfið

Búið er að opna inn í iðnaðarhverfið við Ásvelli í Hafnarfirði en þar var allt lokað vegna sprengihættu skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Slökkviliðsmenn slökktu eld í iðnaðarhúsnæði á Gjáhellu en þar stórir gaskútar voru þar einnig og myndaðist stórhætta vegna þeirra.

Varðstjóri slökkviliðsins segir í samtali við Vísi að enn sé hætta á ferðum, slökkviliðsmenn eru enn að kæla kútana eins og sést á meðfylgjandi mynd, og munu gera í alla nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×