Telur reglugerðina brot á EES-samningnum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. maí 2013 13:02 Þorsteinn Víglundsson (t.v.) og Ögmundur Jónasson „Þarna er verið að herða verulega reglur um fjárfestingar erlendra aðila, að því er virðist án sýnilegrar ástæðu.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um reglubreytingar á jarðarkaupum erlendra aðila á Íslandi. Greint var frá því í gær að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefði þann 17. apríl undirritað reglugerð sem bannar erlendum aðilum með lögheimili á evrópska efnahagssvæðinu að kaupa jörð hér á landi nema kaupin séu „sannarlega liður í því að hann nýti rétt sinn til að hafa hér á landi lögmæta dvöl eða starfsemi“. „Almennt þá höfum við sett upp ýmsar hindranir til að takmarka erlendar fjárfestingar á Íslandi,“ segir Þorsteinn, sem segist enn ekki hafa séð nein rök fyrir reglugerðinni. „Þetta mun aðeins verða til þess að auka þær hindranir og minnka áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi á sama tíma og við þurfum á auknum erlendum fjárfestingum að halda.“ Þorsteinn segist ekki vita til þess að umsagna um málið hafi verið leitað og segir að þarna hafi hlutir verið gerðir „í skjóli nætur“. „Það hefur ekki verið sýnt fram á það með neinum hætti að fjárfestingar erlendra aðila hér á landi, til dæmis í orlofsjörðum, séu tilfinnanlegt vandamál. Ég get ekki séð hver grundvallarmunurinn er á því hvort það er erlendur aðili eða íslenskur sem á sumarbústaðalóð.“ Samtök atvinnulífsins eru með málið til skoðunar og Þorsteinn telur líklegt að andmælum verði komið á framfæri. „Þetta er væntanlega brot á EES-samningnum og getur haft neikvæð áhrif á erlenda fjárfestingu á Íslandi, til að mynda í ferðaþjónustu. Okkur sýnist þetta jafnast á við þá undanþágu sem Danmörk fékk í aðildarsamningi við ESB varðandi eignarhald á sumarbústöðum og var stórmál á þeim tíma.“Hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag Innanríkisráðherra segir reglugerðina standast EES-samninginn og segist hafa fengið tvo prófessora til að leggjast sérstaklega yfir málið. „Þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við Háskóla Íslands, og Jens Hartig Danielsen, prófessor við háskólann í Árósum, skiluðu mér ítarlegri skýrslu í lok árs 2012 en á grundvelli hennar byggði ég annars vegar lagafrumvarp sem ég kynnti ríkisstjórn og lagði fyrir Alþingi, og hins vegar reglugerðina sem ég setti um miðjan aprílmánuð.“ Ögmundur segir það ítarlega kannað hvort reglugerðin standist skuldbindingar Íslendinga í EES-sáttmálanum. „Það er mat þessara aðila, sem eru engir nýgræðingar á þessu sviði, að þetta standist þær reglur og skuldbindingar fullkomlega.“ Ögmundur segir það vera hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag að halda eignarhaldi á landi, og þar með auðlindum sem kunna að felast í því, innan samfélagsins. „Við erum ekkert ein á báti hvað þetta varðar. Nánast allar þjóðir huga að slíkum málum og sumar þeirra eru að íhuga með hvaða hætti þær geti hert lög og regluverk hvað þetta snertir, og nefni ég þá til dæmis Dani. Norðmenn eru líka að íhuga hvort hægt sé að setja reglur sem torveldi auðmönnum að safna á sína hendi miklum fjölda jarða.“ Ögmundur nefnir dæmi um stór fyrirtæki sem söfnuðu til sín jörðum sem fjárfestingu undir hrunið. „Við skulum bara hugsa okkur ef eignarhald Mývatnssveitar færi úr landi og safnaðist á eina hendi. Þá erum við farin að vega að ýmsum rótum fullveldisins. Þetta sést bærilega ef við blásum þetta út í slík stærðarhlutföll. Ég er ekki að gera að því skóna að þetta nákvæmlega sé að fara að gerast, alls ekki, en ég er að segja að við eigum að hugsa langt fram í tímann eins og ýmsar þjóðir gera og huga að því hvar við viljum að eignarhaldið liggi.“ Tengdar fréttir Ögmundur breytir reglum um jarðarkaup útlendinga Héðan í frá er erlendum aðila með lögheimili á evrópska efnahagssvæðinu óheimilt að kaupa jörð hér á landi nema kaupin séu sannarlega liður í því að hann nýti rétt sinn til að hafa hér á landi lögmæta dvöl eða starfsemi. Þetta felst í reglugerð sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra undirritaði þann 17. apríl síðastliðinn um kaup útlendinga með lögheimili á evrópska efnahagssvæðinu á fasteignum hér á landi. Ráðherra segir að reglugerðin sé sett með stoð í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966 og hefur hún þegar öðlast gildi. 2. maí 2013 22:26 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
„Þarna er verið að herða verulega reglur um fjárfestingar erlendra aðila, að því er virðist án sýnilegrar ástæðu.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um reglubreytingar á jarðarkaupum erlendra aðila á Íslandi. Greint var frá því í gær að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefði þann 17. apríl undirritað reglugerð sem bannar erlendum aðilum með lögheimili á evrópska efnahagssvæðinu að kaupa jörð hér á landi nema kaupin séu „sannarlega liður í því að hann nýti rétt sinn til að hafa hér á landi lögmæta dvöl eða starfsemi“. „Almennt þá höfum við sett upp ýmsar hindranir til að takmarka erlendar fjárfestingar á Íslandi,“ segir Þorsteinn, sem segist enn ekki hafa séð nein rök fyrir reglugerðinni. „Þetta mun aðeins verða til þess að auka þær hindranir og minnka áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi á sama tíma og við þurfum á auknum erlendum fjárfestingum að halda.“ Þorsteinn segist ekki vita til þess að umsagna um málið hafi verið leitað og segir að þarna hafi hlutir verið gerðir „í skjóli nætur“. „Það hefur ekki verið sýnt fram á það með neinum hætti að fjárfestingar erlendra aðila hér á landi, til dæmis í orlofsjörðum, séu tilfinnanlegt vandamál. Ég get ekki séð hver grundvallarmunurinn er á því hvort það er erlendur aðili eða íslenskur sem á sumarbústaðalóð.“ Samtök atvinnulífsins eru með málið til skoðunar og Þorsteinn telur líklegt að andmælum verði komið á framfæri. „Þetta er væntanlega brot á EES-samningnum og getur haft neikvæð áhrif á erlenda fjárfestingu á Íslandi, til að mynda í ferðaþjónustu. Okkur sýnist þetta jafnast á við þá undanþágu sem Danmörk fékk í aðildarsamningi við ESB varðandi eignarhald á sumarbústöðum og var stórmál á þeim tíma.“Hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag Innanríkisráðherra segir reglugerðina standast EES-samninginn og segist hafa fengið tvo prófessora til að leggjast sérstaklega yfir málið. „Þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við Háskóla Íslands, og Jens Hartig Danielsen, prófessor við háskólann í Árósum, skiluðu mér ítarlegri skýrslu í lok árs 2012 en á grundvelli hennar byggði ég annars vegar lagafrumvarp sem ég kynnti ríkisstjórn og lagði fyrir Alþingi, og hins vegar reglugerðina sem ég setti um miðjan aprílmánuð.“ Ögmundur segir það ítarlega kannað hvort reglugerðin standist skuldbindingar Íslendinga í EES-sáttmálanum. „Það er mat þessara aðila, sem eru engir nýgræðingar á þessu sviði, að þetta standist þær reglur og skuldbindingar fullkomlega.“ Ögmundur segir það vera hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag að halda eignarhaldi á landi, og þar með auðlindum sem kunna að felast í því, innan samfélagsins. „Við erum ekkert ein á báti hvað þetta varðar. Nánast allar þjóðir huga að slíkum málum og sumar þeirra eru að íhuga með hvaða hætti þær geti hert lög og regluverk hvað þetta snertir, og nefni ég þá til dæmis Dani. Norðmenn eru líka að íhuga hvort hægt sé að setja reglur sem torveldi auðmönnum að safna á sína hendi miklum fjölda jarða.“ Ögmundur nefnir dæmi um stór fyrirtæki sem söfnuðu til sín jörðum sem fjárfestingu undir hrunið. „Við skulum bara hugsa okkur ef eignarhald Mývatnssveitar færi úr landi og safnaðist á eina hendi. Þá erum við farin að vega að ýmsum rótum fullveldisins. Þetta sést bærilega ef við blásum þetta út í slík stærðarhlutföll. Ég er ekki að gera að því skóna að þetta nákvæmlega sé að fara að gerast, alls ekki, en ég er að segja að við eigum að hugsa langt fram í tímann eins og ýmsar þjóðir gera og huga að því hvar við viljum að eignarhaldið liggi.“
Tengdar fréttir Ögmundur breytir reglum um jarðarkaup útlendinga Héðan í frá er erlendum aðila með lögheimili á evrópska efnahagssvæðinu óheimilt að kaupa jörð hér á landi nema kaupin séu sannarlega liður í því að hann nýti rétt sinn til að hafa hér á landi lögmæta dvöl eða starfsemi. Þetta felst í reglugerð sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra undirritaði þann 17. apríl síðastliðinn um kaup útlendinga með lögheimili á evrópska efnahagssvæðinu á fasteignum hér á landi. Ráðherra segir að reglugerðin sé sett með stoð í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966 og hefur hún þegar öðlast gildi. 2. maí 2013 22:26 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Ögmundur breytir reglum um jarðarkaup útlendinga Héðan í frá er erlendum aðila með lögheimili á evrópska efnahagssvæðinu óheimilt að kaupa jörð hér á landi nema kaupin séu sannarlega liður í því að hann nýti rétt sinn til að hafa hér á landi lögmæta dvöl eða starfsemi. Þetta felst í reglugerð sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra undirritaði þann 17. apríl síðastliðinn um kaup útlendinga með lögheimili á evrópska efnahagssvæðinu á fasteignum hér á landi. Ráðherra segir að reglugerðin sé sett með stoð í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966 og hefur hún þegar öðlast gildi. 2. maí 2013 22:26