Innlent

Bílveltur á Reykjanesbraut

Flughált var á Reykjanesbraut í morgun.
Flughált var á Reykjanesbraut í morgun.
Engin slasaðist þegar tveir bílar ultu með skömmu millibili út af Reykjanesbraut í Kúagerði á sjötta tímanum i morgun, en flughált var á brautinni.

Fólkið var á leið í flug og var því skutlað upp í flugstöð í lögreglubíl og sjúkrabíl, sem sendir höfðu verið á vettvang. Þá myndaðist líka mikil hálka á Grindavíkurvegi undir morgun, en þar urðu engin óhöpp. Nú er búið að salta báða vegina og hættan því liðin hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×