Innlent

Berst fyrir battavelli í fullri stærð í Vesturbænum

Í bókuninni lýsti borgarfulltrúi yfir furðu sinni á því að á teikningu hafi aðeins verið gert ráð fyrir battavelli af minni gerðinni (13x23) en ekki af fullri stærð (18x33). Júlíus Vífill vék af fundi vegna málsins.
Í bókuninni lýsti borgarfulltrúi yfir furðu sinni á því að á teikningu hafi aðeins verið gert ráð fyrir battavelli af minni gerðinni (13x23) en ekki af fullri stærð (18x33). Júlíus Vífill vék af fundi vegna málsins.
Það var hart deilt um svokallaða battavelli á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar sem fram fór í gær.

Borgarráð samþykkti að beina því til hverfisráðs Vesturbæjar að standa fyrir opnum fundi með börnum og foreldrum í hverfinu um staðsetningu boltagerðisins og aðstæður barna til útivistar og leikja almennt. En til stendur að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags Mela og Grímstaðaholts  við Hagamel, Melaskóla á næstunni.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bókaði sérstaklega á fundinum að hann lýsti yfir furðu og vonbrigðum með að það væri ekki fyrirhugað að leggja battavöll í Vesturbænum á árinu. Battavöllur er fótboltavöllur með trégirðingum allt í kring.

Kjartan Magnússon lagði fram bókunina á fundinum.vísir/vilhelm
Borgarfulltrúinn minnti meðal annars á það í bókuninni að Vesturbærinn sé nú eina hverfi borgarinnar þar sem enginn battavöllur er á skólalóð „og því er löngu orðið tímabært að bætt sé úr því,“ sagði bókuninni.

Þá er í bókuninni ennfremur lýst yfir furðu á því að á teikningu hafi aðeins verið gert ráð fyrir battavelli af minni gerðinni (13x23) en ekki af fullri stærð (18x33) eins og er við flesta skóla að sögn Kjartans.

Svo segir í bókuninni: „Melaskóli er fimmti fjölmennasti grunnskóli borgarinnar og skólalóð hans ber með sóma battavöll í fullri stærð“.

Því næst var lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, um heimild til að bjóða út framkvæmdir vegna endurgerðar lóða við  Seljaskóla, Hamraskóla, Réttarholtsskóla og Beiðagerðisskóla og vegna nýrra boltagerða við Vættaskóla, Fossvogsskóla og undirbúnings vegna Melaskóla. Kostnaðaráætlun er 240 milljónir króna. Þetta var samþykkt en Júlíus vék af fundivið afgreiðslu málanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×