Krefur Akranes um 64 milljónir í bætur Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 6. mars 2013 06:00 Bæjaryfirvöldum fórst fyrir að auglýsa breytt skipulag á réttan máta. Málið var tekið upp á ný og nýja skipulaginu breytt á ný. Verktaki krefst bóta vegna breytinganna. fréttablaðið/gva Mistök bæjaryfirvalda við auglýsingu skipulags varð til þess að gera þurfti nýtt deiliskipulag. Verktaki sem hugðist reisa hótel á Akranesi krefur bæinn bóta. „Ég tel að það hafi verið brotið á mér og miðað við það sem fram kemur í matsgerðinni er ljóst að svo er,“ segir Bjarni Jónsson, verktaki á Akranesi. Hann hefur krafið bæinn um 63,6 milljónir króna í bætur vegna vanefnda á skipulagi. Bjarni festi kaup á Heiðarbraut 40, eða gamla bókasafninu, og hugðist reisa þar hótel. Bæjaryfirvöld samþykktu breytt skipulag á reitnum í október 2009, og Bjarni fór að undirbúa verkefnið. Babb kom þó í bátinn þegar í ljós kom að bæjaryfirvöld höfðu ekki staðið rétt að auglýsingu á breyttu skipulagi í B-tíðindum Stjórnartíðinda og því hófst vinna við skipulagið á ný. Í millitíðinni höfðu orðið meirihlutaskipti í bænum, þegar Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn tóku við völdum af Sjálfstæðisflokki og F-lista. Ákveðið var að gera nýtt skipulag fyrir svæðið sem rúmaði ekki þá starfsemi sem Bjarni Jónsson hafði hafið undirbúning að og falla þannig frá fyrri samþykktum bæjarstjórnar. Meirihlutinn klofnaði í málinu og fimm fulltrúar af sjö samþykktu, í október 2011, að breyta um stefnu. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem höfðu stutt fyrra skipulag, gerðu það einnig. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögfræðingar hafi varað bæjaryfirvöld við því að sú ákvörðun gæti skapað bænum skaðabótaskyldu og eins og áður segir hefur Bjarni nú krafið bæinn um 64 milljónir króna. Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og forseti bæjarstjórnar, segir að reynt sé að leita sátta í málinu. Sjálfur var hann á móti því að skipulaginu yrði breytt. Hann segir það hafa legið í loftinu að slíkt myndi skapa skaðabótaskyldu. „Menn könnuðu það og töldu líklegt að það gæti orðið vegna þess að þarna var sannarlega stefnubreyting.“ Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var forseti bæjarstjórnar þegar fyrra skipulagið var samþykkt, en samþykkti breytt skipulag árið 2011. Hann segist hafa skoðað málið og telji að ekki henti að hafa hótel á þessum stað, sérstaklega vegna flutninga til og frá sjúkrahúsinu. En óttaðist hann ekki bótakröfu? „Það hlýtur þá að þurfa að hugsa bæjarmálasamþykktir og annað upp á nýtt, ef það er ekki réttur okkar til að samþykkja eða hafna skipulagi. Það er þá náttúrulega stórmál.“ Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Mistök bæjaryfirvalda við auglýsingu skipulags varð til þess að gera þurfti nýtt deiliskipulag. Verktaki sem hugðist reisa hótel á Akranesi krefur bæinn bóta. „Ég tel að það hafi verið brotið á mér og miðað við það sem fram kemur í matsgerðinni er ljóst að svo er,“ segir Bjarni Jónsson, verktaki á Akranesi. Hann hefur krafið bæinn um 63,6 milljónir króna í bætur vegna vanefnda á skipulagi. Bjarni festi kaup á Heiðarbraut 40, eða gamla bókasafninu, og hugðist reisa þar hótel. Bæjaryfirvöld samþykktu breytt skipulag á reitnum í október 2009, og Bjarni fór að undirbúa verkefnið. Babb kom þó í bátinn þegar í ljós kom að bæjaryfirvöld höfðu ekki staðið rétt að auglýsingu á breyttu skipulagi í B-tíðindum Stjórnartíðinda og því hófst vinna við skipulagið á ný. Í millitíðinni höfðu orðið meirihlutaskipti í bænum, þegar Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn tóku við völdum af Sjálfstæðisflokki og F-lista. Ákveðið var að gera nýtt skipulag fyrir svæðið sem rúmaði ekki þá starfsemi sem Bjarni Jónsson hafði hafið undirbúning að og falla þannig frá fyrri samþykktum bæjarstjórnar. Meirihlutinn klofnaði í málinu og fimm fulltrúar af sjö samþykktu, í október 2011, að breyta um stefnu. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem höfðu stutt fyrra skipulag, gerðu það einnig. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögfræðingar hafi varað bæjaryfirvöld við því að sú ákvörðun gæti skapað bænum skaðabótaskyldu og eins og áður segir hefur Bjarni nú krafið bæinn um 64 milljónir króna. Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og forseti bæjarstjórnar, segir að reynt sé að leita sátta í málinu. Sjálfur var hann á móti því að skipulaginu yrði breytt. Hann segir það hafa legið í loftinu að slíkt myndi skapa skaðabótaskyldu. „Menn könnuðu það og töldu líklegt að það gæti orðið vegna þess að þarna var sannarlega stefnubreyting.“ Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var forseti bæjarstjórnar þegar fyrra skipulagið var samþykkt, en samþykkti breytt skipulag árið 2011. Hann segist hafa skoðað málið og telji að ekki henti að hafa hótel á þessum stað, sérstaklega vegna flutninga til og frá sjúkrahúsinu. En óttaðist hann ekki bótakröfu? „Það hlýtur þá að þurfa að hugsa bæjarmálasamþykktir og annað upp á nýtt, ef það er ekki réttur okkar til að samþykkja eða hafna skipulagi. Það er þá náttúrulega stórmál.“
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira