Stefna um netöryggi Íslands verði tilbúin á næsta ári Þorgils Jónsson skrifar 6. mars 2013 06:00 Á netinu Ekki liggur fyrir heildstæð stefna um netöryggi á Íslandi, en netöryggissveit hefur þó tekið til starfa. Ekki liggur fyrir heildstæð stefna um netöryggi á Íslandi en stefnt er að því að ljúka því starfi á næsta ári. Viðbragðssveit hefur hafið störf og segir hópstjóri að ekki steðji meiri ógn að Íslandi en öðrum löndum. Vonir standa til þess að heildstæð stefna um net- og upplýsingaöryggi og vernd ómissandi upplýsingainnviða er varða þjóðaröryggi verði tilbúin á næsta ári, að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Nú þegar hefur netöryggissveit (CERT-teymi) verið sett á laggirnar. Þó á enn eftir að ljúka reglugerð um hlutverk hennar. Þessi stefnumótun er í samræmi við fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011 til 2014, þar sem einnig er kveðið á um að mikilvægir fjarskiptainnviðir verði skilgreindir og kortlagðir, lagarammar og stjórnsýsluábyrgð varðandi öryggisfjarskipti verði skýrð og mótaðar verði viðbragðsáætlanir um netárásir í samstarfi við fjarskiptafyrirtæki og neyðar- og viðbragðsaðila. Auk þess er nú unnið að því á vegum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samvinnu við lykilstofnanir, að semja viðbragðsáætlanir um netárásir. Netöryggissveitin CERT-ÍS hefur þegar verið stofnuð og er starfandi innan Póst- og fjarskiptastofnunar. Hlutverk sveitarinnar, sem er skipuð þremur starfsmönnum, er að standa vörð um upplýsingainnviði gegn tölvuárásum og halda tjóni sem getur hlotist af slíkum árásum í lágmarki. Auk þess er hlutverk sveitarinnar að sjá um samskipti við netöryggissveitir í öðrum löndum. Ekki hefur enn verið lokið við allar reglugerðir um sveitina, sem lúta meðal annars að samskiptum samvinnu hennar við einkafyrirtæki á fjarskiptamarkaði, sem og í öðrum geirum. Þegar þeirri vinnu er lokið hefur sveitin formlega starfsemi. Stefán Snorri Stefánsson fer fyrir sveitinni. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að þrátt fyrir að reglugerðir um starfsemina séu ekki fullbúnar hafi mikið starf þegar verið unnið. „Við höfum nýtt tímann vel til þess að byggja starfsemina upp. Við erum að fylgjast með ástandinu og bregðast við atvikum, auk þess sem við veitum ráðgjöf og samhæfum viðbrögð vegna alvarlegra atvika.“ Stefán segir atvik koma nokkuð reglulega upp hér á landi, en þau séu fæst mjög alvarleg og ennþá hafi ekki orðið vart við meiriháttar samhæfðar netárásir á íslensk skotmörk. „Við erum, að mínu viti, ekki viðkvæmari fyrir árásum en önnur lönd en sjálfsagt geta komið upp atvik hér eins og annars staðar. Hættan er fyrir hendi og og við verðum að hafa viðbúnað til að bregðast við því sem að höndum ber.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stefnumótunarferlið tekið nokkuð lengri tíma en upphaflega var ætlast til. Hins vegar standi það til bóta og vinna fari á fullt með vorinu, en henni verður þó varla lokið fyrr en á næsta ári. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Ekki liggur fyrir heildstæð stefna um netöryggi á Íslandi en stefnt er að því að ljúka því starfi á næsta ári. Viðbragðssveit hefur hafið störf og segir hópstjóri að ekki steðji meiri ógn að Íslandi en öðrum löndum. Vonir standa til þess að heildstæð stefna um net- og upplýsingaöryggi og vernd ómissandi upplýsingainnviða er varða þjóðaröryggi verði tilbúin á næsta ári, að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Nú þegar hefur netöryggissveit (CERT-teymi) verið sett á laggirnar. Þó á enn eftir að ljúka reglugerð um hlutverk hennar. Þessi stefnumótun er í samræmi við fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011 til 2014, þar sem einnig er kveðið á um að mikilvægir fjarskiptainnviðir verði skilgreindir og kortlagðir, lagarammar og stjórnsýsluábyrgð varðandi öryggisfjarskipti verði skýrð og mótaðar verði viðbragðsáætlanir um netárásir í samstarfi við fjarskiptafyrirtæki og neyðar- og viðbragðsaðila. Auk þess er nú unnið að því á vegum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samvinnu við lykilstofnanir, að semja viðbragðsáætlanir um netárásir. Netöryggissveitin CERT-ÍS hefur þegar verið stofnuð og er starfandi innan Póst- og fjarskiptastofnunar. Hlutverk sveitarinnar, sem er skipuð þremur starfsmönnum, er að standa vörð um upplýsingainnviði gegn tölvuárásum og halda tjóni sem getur hlotist af slíkum árásum í lágmarki. Auk þess er hlutverk sveitarinnar að sjá um samskipti við netöryggissveitir í öðrum löndum. Ekki hefur enn verið lokið við allar reglugerðir um sveitina, sem lúta meðal annars að samskiptum samvinnu hennar við einkafyrirtæki á fjarskiptamarkaði, sem og í öðrum geirum. Þegar þeirri vinnu er lokið hefur sveitin formlega starfsemi. Stefán Snorri Stefánsson fer fyrir sveitinni. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að þrátt fyrir að reglugerðir um starfsemina séu ekki fullbúnar hafi mikið starf þegar verið unnið. „Við höfum nýtt tímann vel til þess að byggja starfsemina upp. Við erum að fylgjast með ástandinu og bregðast við atvikum, auk þess sem við veitum ráðgjöf og samhæfum viðbrögð vegna alvarlegra atvika.“ Stefán segir atvik koma nokkuð reglulega upp hér á landi, en þau séu fæst mjög alvarleg og ennþá hafi ekki orðið vart við meiriháttar samhæfðar netárásir á íslensk skotmörk. „Við erum, að mínu viti, ekki viðkvæmari fyrir árásum en önnur lönd en sjálfsagt geta komið upp atvik hér eins og annars staðar. Hættan er fyrir hendi og og við verðum að hafa viðbúnað til að bregðast við því sem að höndum ber.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stefnumótunarferlið tekið nokkuð lengri tíma en upphaflega var ætlast til. Hins vegar standi það til bóta og vinna fari á fullt með vorinu, en henni verður þó varla lokið fyrr en á næsta ári. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir