Landlæknir skoðar sjálfsvíg á geðdeild Sunna Valgerðardóttir skrifar 6. mars 2013 06:00 asd Tveir sjúklingar á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri hafa svipt sig lífi á deildinni síðustu tvö ár. Síðara málið í skoðun hjá Landlækni. Tollur sem við verðum að greiða, segir forstöðumaður. Allt of mikið álag á geðdeildinni, segir lögreglan. Tveir sjúklingar hafa framið sjálfsvíg inni á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri síðustu tvö ár. Hið síðara var í október í fyrra og samkvæmt upplýsingum frá Landlækni er það mál til skoðunar innan embættisins eins og verkferlar gera ráð fyrir. Sigmundur Sigfússon, forstöðumaður geðdeildarinnar, segir atvikin ekki tengd mistökum eða vanrækslu starfsfólks. „Þetta er bara tollur sem við þurfum að greiða. Við getum ekki sagt að mannslíf hafi tapast út af streitunni á deildinni,“ segir hann. „Ég á erfitt með að tala um einstök mál, en þetta er tíu rúma legudeild og það fer eftir því hversu margir eru nauðungarvistaðir á hverjum tíma hvernig álagið er. Ég var ekki í vinnunni þegar þetta var og veit ekki hvernig þetta gerðist, en deildin var fullmönnuð af starfsfólki. Það er töluvert af mannslátum í kring um þessa þjónustu, þó það gerist sjaldnast innan deildanna.“ Sigmundur segir atvik sem þessi ekki gera boð á undan sér. „Hver geðlæknir er með tíu til tuttugu manns sem eru í þessum áhættuhópi; sem eru að hugleiða á hverjum degi hvort lífið sé þess virði að lífa því. Þá er visst álag á okkur að fylgjast með þeim. En þetta er eitthvað sem við þurfum að búa við.“ Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri, segir ekkert hafa komið fram sem benti til sérstakrar vanrækslu. „Þetta er hlutur sem starfsfólk á geðdeildum þarf alltaf að vera á varðbergi gagnvart. Sumt er hægt að koma í veg fyrir, svo er bara ekki hægt að koma í veg fyrir annað,“ segir hann. „En það er svakalegt álag hjá þeim. Maður hefði viljað sjá þá deild miklu stærri og öflugri.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að á geðdeild Landspítalans, sem rúmar á bilinu 120 til 150 inniliggjandi einstaklinga og er því margfalt stærri deild en sú á Sjúkrahúsinu á Akureyri, eru sjálfsvíg afar fátíð inni á deildunum. Talið er að á bilinu þrír til fjórir hafi tekið sitt eigið líf innan veggja spítalans á síðustu 20 árum. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Tveir sjúklingar á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri hafa svipt sig lífi á deildinni síðustu tvö ár. Síðara málið í skoðun hjá Landlækni. Tollur sem við verðum að greiða, segir forstöðumaður. Allt of mikið álag á geðdeildinni, segir lögreglan. Tveir sjúklingar hafa framið sjálfsvíg inni á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri síðustu tvö ár. Hið síðara var í október í fyrra og samkvæmt upplýsingum frá Landlækni er það mál til skoðunar innan embættisins eins og verkferlar gera ráð fyrir. Sigmundur Sigfússon, forstöðumaður geðdeildarinnar, segir atvikin ekki tengd mistökum eða vanrækslu starfsfólks. „Þetta er bara tollur sem við þurfum að greiða. Við getum ekki sagt að mannslíf hafi tapast út af streitunni á deildinni,“ segir hann. „Ég á erfitt með að tala um einstök mál, en þetta er tíu rúma legudeild og það fer eftir því hversu margir eru nauðungarvistaðir á hverjum tíma hvernig álagið er. Ég var ekki í vinnunni þegar þetta var og veit ekki hvernig þetta gerðist, en deildin var fullmönnuð af starfsfólki. Það er töluvert af mannslátum í kring um þessa þjónustu, þó það gerist sjaldnast innan deildanna.“ Sigmundur segir atvik sem þessi ekki gera boð á undan sér. „Hver geðlæknir er með tíu til tuttugu manns sem eru í þessum áhættuhópi; sem eru að hugleiða á hverjum degi hvort lífið sé þess virði að lífa því. Þá er visst álag á okkur að fylgjast með þeim. En þetta er eitthvað sem við þurfum að búa við.“ Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri, segir ekkert hafa komið fram sem benti til sérstakrar vanrækslu. „Þetta er hlutur sem starfsfólk á geðdeildum þarf alltaf að vera á varðbergi gagnvart. Sumt er hægt að koma í veg fyrir, svo er bara ekki hægt að koma í veg fyrir annað,“ segir hann. „En það er svakalegt álag hjá þeim. Maður hefði viljað sjá þá deild miklu stærri og öflugri.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að á geðdeild Landspítalans, sem rúmar á bilinu 120 til 150 inniliggjandi einstaklinga og er því margfalt stærri deild en sú á Sjúkrahúsinu á Akureyri, eru sjálfsvíg afar fátíð inni á deildunum. Talið er að á bilinu þrír til fjórir hafi tekið sitt eigið líf innan veggja spítalans á síðustu 20 árum.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira