Mikið óveður: Hellisheiðin og Þrengslin eru lokuð 6. mars 2013 06:49 Veður fer nú mjög versnandi á Suður- og Suðvesturlandi og búið er að loka bæði Hellisheiði og Þrengslum og umferð gengur hægt um Reykjanesbraut þar sem skyggni er afleitt þótt brautin teljist fær. Búið er að loka Vesturlandsvegi. Víða er bál hvasst á Suðurströndinni og fór vindur til dæmis upp í 47 metra á sekúndu í hviðu á Steinum, undir Eyjafjöllum um klukkan fimm í morgun, en það jafngildir vindstyrk í þriggja stiga fellibyl. Klukkan sex mældist meðalvindhraði á Stórhöfði í Vestmannaeyjum 39 metrar á sekúndu og fór upp í 48 í hviðum, og það er að hvessa víðast hvar á Suðvesturlandi með snjókomu, sem hefur aukist með morgninum. Slys varð í Kömbunum um klukkan fimm í morgun þegar jepplingur fór þar út af veginum og ökumaður meiddist á höfði. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi, enda orðið ófært til Reykjavíkur. Það hefur líka hvesst mikið á Vestfjörðum í nótt og snjóað töluvert, þannig að þar eru fjallvegir að líkindum ófærir. Vindur á Þverfjalli í grennd við Ísafjarðarkaupstað hefur mælst 28 metrar á sekúndu. Björgunarsveitarmenn frá Hólmavík eru nú á Þröskuldum til að sækja tvo menn, sem hafa setið í föstum bíl sínum þar frá því um miðnætti. Þar er stórhríð og afar lítið skyggni og ekki vitað hvenær björgunarmennirnir verða komnir að bílnum, en ekkert amar að mönnunum þar sem nægt eldsneyti er á bílnum og því hafa þeir hita. Annars hefur umferð á þjóðvegum verið í algjöru lágmarki í nótt samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar. Að sögn Veðurstofunnar er heldur að bæta í vind og snjókomu á Suðvesturhorninu þannig að það stefnir að samgöngur raskist. Annars er spáin að það verði stormur, eða yfir 20 metra á sekúndu sunnan- og vestan til á landinu í dag.- Skaplegra veður er á norðan- og austanverðu landinu, þótt þar sé víða allhvasst. Öllu innanlandsflugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað og er næsta athugun upp úr klukkan níu og aðeins 62 fiskiskip eru á sjó við landið, flest eða öll í vari fyrir óveðrinu. Þá fellur fyrri ferð Herjólfs niður í dag. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Veður fer nú mjög versnandi á Suður- og Suðvesturlandi og búið er að loka bæði Hellisheiði og Þrengslum og umferð gengur hægt um Reykjanesbraut þar sem skyggni er afleitt þótt brautin teljist fær. Búið er að loka Vesturlandsvegi. Víða er bál hvasst á Suðurströndinni og fór vindur til dæmis upp í 47 metra á sekúndu í hviðu á Steinum, undir Eyjafjöllum um klukkan fimm í morgun, en það jafngildir vindstyrk í þriggja stiga fellibyl. Klukkan sex mældist meðalvindhraði á Stórhöfði í Vestmannaeyjum 39 metrar á sekúndu og fór upp í 48 í hviðum, og það er að hvessa víðast hvar á Suðvesturlandi með snjókomu, sem hefur aukist með morgninum. Slys varð í Kömbunum um klukkan fimm í morgun þegar jepplingur fór þar út af veginum og ökumaður meiddist á höfði. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi, enda orðið ófært til Reykjavíkur. Það hefur líka hvesst mikið á Vestfjörðum í nótt og snjóað töluvert, þannig að þar eru fjallvegir að líkindum ófærir. Vindur á Þverfjalli í grennd við Ísafjarðarkaupstað hefur mælst 28 metrar á sekúndu. Björgunarsveitarmenn frá Hólmavík eru nú á Þröskuldum til að sækja tvo menn, sem hafa setið í föstum bíl sínum þar frá því um miðnætti. Þar er stórhríð og afar lítið skyggni og ekki vitað hvenær björgunarmennirnir verða komnir að bílnum, en ekkert amar að mönnunum þar sem nægt eldsneyti er á bílnum og því hafa þeir hita. Annars hefur umferð á þjóðvegum verið í algjöru lágmarki í nótt samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar. Að sögn Veðurstofunnar er heldur að bæta í vind og snjókomu á Suðvesturhorninu þannig að það stefnir að samgöngur raskist. Annars er spáin að það verði stormur, eða yfir 20 metra á sekúndu sunnan- og vestan til á landinu í dag.- Skaplegra veður er á norðan- og austanverðu landinu, þótt þar sé víða allhvasst. Öllu innanlandsflugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað og er næsta athugun upp úr klukkan níu og aðeins 62 fiskiskip eru á sjó við landið, flest eða öll í vari fyrir óveðrinu. Þá fellur fyrri ferð Herjólfs niður í dag.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira