Fleiri fréttir Fundu amfetamín og eðlu Amfetamín, eðla og svefnlyf var meðal þess sem blasti við lögreglunni á Suðurnesjum, þegar hún gerði húsleit í íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ síðastliðið föstudagskvöld, að fengnum dómsúrskurði. 19.11.2012 11:34 Forsetahjónin heimsækja bændur fyrir norðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsækja í dag og á morgun sauðfjárbændur í Þingeyjarsýslu, Skagafirði og Húnaþingi sem glímt hafa við afleiðingar veðuráhlaupsins í vetrarbyrjun og háð harða baráttu við að ná fé úr fönn. Margir hafa misst verulegan hluta bústofns síns. Þá munu forsetahjónin heimsækja tvo grunnskóla til sveita sem og Framhaldsskólann á Laugum og Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. 19.11.2012 11:09 Yfir þúsund ætla að mótmæla við bandaríska sendiráðið Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig á mótmæli fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna á Laufásvegi klukkan fimm í dag. Það er félagið Ísland-Palestína sem stenur fyrir mótmælafundinum. 19.11.2012 10:48 "Hef ekki heyrt um þetta áður" Segir lagaprófessor um þá ákvörðun dómara að bannað sé að segja fréttir úr dómsal, fyrr en eftir skýrslutökur. 19.11.2012 10:26 Fá ekki að segja fréttir af réttarhöldunum í dag Saksóknari fór fram að fréttaflutningur af skýrslustökum aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni, yrði takmarkaður. 19.11.2012 09:51 Börkur bað um læknisaðstoð við komuna í réttarsal Mikill viðbúnaður var við Héraðsdóm Reykjaness þegar aðalmeðferð hófst í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni og fleiri mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir nokkrar sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 19.11.2012 09:05 Vegur lokaður vegna snjóflóða frá Ketilás að Siglufirði Vegur er lokaður vegna snjóflóða og snjóflóðahættu frá Ketilás að Siglufirði. 19.11.2012 07:08 Bankastjórinn segir kröfuhafa sýna skilning Viðræður eru hafnar um að lengja í lánum Landsbankans gagnvart gamla bankanum. Bankastjóri Landsbankans segir erlenda kröfuhafa sýna greiðsluflæðisvanda Íslands skilning og vonast eftir því að hægt verði að lengja lánin verulega. 19.11.2012 07:00 Vildu ekki færa Þorláksbúð til Kirkjuþing felldi tillögu séra Baldurs Kristjánssonar um tilfærslu Þorláksbúðar. Baldur vildi að húsið yrði tekið niður og geymt þar til hentugur framtíðarstaður fyndist. 19.11.2012 07:00 Afinn á leiðinni á hvíta tjaldið Kvikmynd byggð á einleiknum Afanum er í bígerð. Sigurður Sigurjónsson, sem lék Afann í tæplega hundrað leiksýningum, mun fara með aðalhlutverkið. ?Þetta er ekki einleikur heldur er verið að blása í stóra og mikla bíómynd sem, þó að ég segi frá, kemur fólki við,? segir Sigurður. Bjarni Haukur Þórsson, höfundur leikritsins, skrifaði kvikmyndahandritið í samstarfi við Ólaf Egilsson. 19.11.2012 07:00 Fæðingardagurinn getur skipt sköpum Þeir nemendur sem yngstir eru í hverjum bekk eru líklegri til þess að fá ávísað örvandi lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti (ADHD) en þeir sem eldri eru. Námsárangur yngstu nemendanna er jafnframt líklegri til þess að vera lakari en þeirra eldri. 19.11.2012 07:00 Tollfrjálst í fríhöfn en rukkað við hliðið Verð á mörgum vörum í komuverslun Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er yfir leyfilegu hámarksvirði einstaks hlutar, 32.500 krónum. Því þurfa kaupendur að gefa hlutina upp við tollafgreiðslu eftir að hafa keypt þá tollfrjálst skömmu áður, undir sama þaki. 19.11.2012 07:00 Árás gerð á heimasíðu íslensks þjóðráðs Árás var gerð á heimasíðu íslensks þjóðráðs, eða Icewise.is á laugardaginn. Lá síðan niðri fram á kvöld. 19.11.2012 06:42 Engin tilkynning um snjóflóð í nótt Veðurstofunni barst engin tilkynning um snjóflóð í nótt, en þau gætu komið í ljós í birtingu, þegar snjóeftirlitsmenn hefja störf. 19.11.2012 06:36 Handtekinn vegna ölvunnar og óláta Karlmaður var handtekinn við 10-11 verslunina í Hjallabrekku í kópavogi undir kvöld vegna óláta þar. Hann var svo drukkinn að hann gat ekki gert grein fyrir sér og er hann vistaður i fangageymslum. 19.11.2012 06:27 Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18.11.2012 22:21 Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18.11.2012 21:07 Minntust þeirra sem létust í umferðarslysi Þeirra var minnst í morgun, sem látist hafa í umferðarslysum. Athöfn var haldin við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en Sameinuðu þjóðirnar hvetja aðildarríki til að halda slíka athöfn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert. Hér á landi er það starfshópur innanríkisráðuneytis og velferðarráðueytis um áratug aðgerða í umferðaröryggismálum sem skipuleggur athöfnina en í honum sitja einnig fulltrúar ýmissa aðila sem starfa að umferðaröryggismálum. 18.11.2012 17:46 Forsetafrúin opnaði Íslenskuþorpið Íslenskuþorpið, nýstárleg leið fyrir fólk sem er að læra íslensku sem annað mál, var formlega opnað á Háskólatorgi á föstudag. Það var frú Dorrit Moussaieff sem opnaði þorpið. 18.11.2012 16:16 Þrjú hús rýmd á Sauðárkróki Þrjú hús á Kambastíg á Sauðárkróki voru rýmd í dag vegna snjóflóðahættu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki er stór snjóhengja fyrir ofan húsin og er óttast að hún geti fallið. Efsta húsið hafði þegar þrjár litlar hengur húsið, en ekkert tjón varð vegna þess. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki eru ekki margir íbúar í húsunum. 18.11.2012 16:03 Finnsk og íslensk börn líklegust til að hreyfa sig Finnsk og íslensk börn eru líklegust allra barna á Norðurlöndunum til að hreyfa sig í samræmi við ráðleggingar eða rúm 56% finnskra barna og rúm 52% íslenskra barna. Þetta kemur fram í samnorræni vöktun á mataræði, hreyfingu og holdafari, en rannsóknin var unnin á síðasta ári. 18.11.2012 15:12 Tökum á Game of Thrones lýkur um næstu helgi Tökur á þriðju þáttaröðinni af Game of Thrones standa nú sem hæst. Tökurnar fara fram við Mývatn, eins og fram hefur komið. Snorri Þórisson, framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem þjónustar tökuliðið hér á landi, segir að tökurnar gangi vel. "Það gengur mjög vel. Mikill snjór, eins og það á að vera,“ segir Snorri. Hann segir að um 270 manns vinni við tökurnar en til stendur að ljúka þeim annaðhvort 24. eða 25. nóvember. Eins og fram hefur komið var önnur þáttaröð Game of Thrones líka tekin upp á Íslandi. Ísland í dag sagði ítarlega frá þeim upptökum og þú getur horft á þá umfjöllun hér. 18.11.2012 14:18 Vilhjálmur skilar brúðargjöfinni Vilhjálmur Vilhjálmsson og eiginkona hans hafa ákveðið að skila brúðargjöf frá Eir, að andvirði 100 þúsund krónur. Sigurður H. Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eir, sagði frá gjöfinni í morgun en hann endurgreiddi Eir hana ásamt 200 þúsund króna gjafabréfi sem hann lét Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni, hæstaréttarlögmanni og eiginmanni sínum, í té. 18.11.2012 13:59 Endurgreiddi 100 þúsund króna brúðkaupsgjöf til Vilhjálms Sigurður Helgi Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri hjúkrunarfélagsins Eirar, hefur endurgreitt Eir 100 þúsund krónur sem Eir gaf Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Eirar, í brúðkaupsgjöf. Eins og áður hafði komið fram hefur Sigurður Helgi einnig endurgreitt Eir gjafabréf Icelandair sem hann gaf Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni, tengdasyni sínum, sem þakklætisvott fyrir vinnu sem hann vann fyrir Eir. 18.11.2012 11:11 Sigríður Ingibjörg einungis um 70 atkvæðum á eftir Össuri Einungis 68 atkvæði skildu á milli Össurar Skarphéðinssonar og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur í baráttunni um fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Össur hlaut 972 atkvæði í fyrsta sætið og varð þar með efstu en Sigríður Ingibjörg fékk 904 atkvæð í fyrsta sætið og varð hún í því öðru, með 1322 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Þetta þýðir að þau munu leiða sitthvort Reykjavíkurkjördæmið fyrir alþingiskosningarnar í vor en í samtali við Vísi í gærkvöldi þegar úrslit voru kunn sagðist Sigríður Ingibjörg ekki útiloka formannsframboð í Samfylkingunni. 18.11.2012 10:00 Sigríður Ingibjörg útilokar ekki formannsframboð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, sem varð í öðru sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, útilokar ekki framboð til formennsku Samfylkingarinnar eftir áramót. Niðurstaða prófkjörsins þýðir að Sigríður Ingibjörg mun leiða annað Reykjavíkurkjördæmið. Össur Skarphéðinsson, sem var í fyrsta sæti, leiðir hitt. 17.11.2012 22:22 Össur varð efstur Össur Skarphéðinsson hlaut fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Niðurstöðurnar voru kynntar á tíunda tímanum. Hann hlaut 972 atkvæði í fyrsta sætið. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir varð í öðru sæti. Þetta þýðir að Össur og Sigríður Ingibjörg munu leiða sitthvort Reykjavíkurkjördæmið fyrir alþingiskosningarnar í vor. 17.11.2012 21:45 Krafðist þess að kjörfundur yrði framlengdur til miðnættis Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður hefur farið þess á leit að ákvörðun kjörstjórnar um að synja sjötíu manns aðgangi að kjörskrá verði fellt úr gildi. Kjörfundur verði svo framlengdur til miðnættis. Sigurður sendi bréf með þessari kröfu til úrskurðarnefndar um kærumál í dag, en hún starfar samkvæmt reglum Samfylkingarinnar. 17.11.2012 21:30 Björgvin G. Sigurðsson um prófkjörið: Tek niðurstöðunni af stillingu Auðvitað náði ég ekki settu marki og ég tek því af stillingu,“ segir Björgvin G. Sigurðsson. Hann laut í lægra haldi fyrir Oddný Harðardóttur í baráttu um fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Björgvin var aftur á móti í fyrsta sæti fyrir síðustu kosningar, árið 2009. Hann segist hafa átt von á hverju sem var. "Það var mjög á brattan að sækja og þetta er búið að vera erfiður tími síðustu ár,“ segir hann. "Prófkjörið var afskaplega hófstillt og málefnalegt og ég óska Oddný til hamingju með afgerandi sigur,“ segir hann. Oddný sé vel að sigrinum komin. 17.11.2012 20:31 Oddný hlakkar til kosningabaráttunnar "Ég hlakka til að fara í kosningabaráttu með þennan öfluga hóp. Það verður gaman," segir Oddný Harðardóttir. Hún mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningarnar í vor. Oddný segist ætla að ná inn þremur mönnum í kjördæmunum. "Við erum þrjú og við höldum þeim í það minnsta," segir Oddný. 17.11.2012 19:51 Lottóvinningshafi tæpum sex milljónum ríkari Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld. Hann hlýtur um 5,6 milljónir króna í vinning. Hann var með miðann sinn í áskrift. Lottótölurnar voru 3 16 24 26 33. Bónustalan var: 22 17.11.2012 19:40 Oddný leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Oddný Harðardóttir fékk flest atkvæði í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmii 17.11.2012 19:15 Segir stjórnarmenn ekki þurfa að segja af sér Magnús L. Sveinsson, stjórnarformaður Eirar, segir að úrsögn Hafsteins Pálssonar úr stjórn félagsins setji ekki þrýsting á aðra stjórnarmenn að gera slíkt hið sama. Afsögn Hafsteins megi rekja til þess að hann njóti ekki lengur trausts þeirra sem tilefndu hann á sínum tíma. 17.11.2012 18:53 Yfir 2400 hafa kosið í Reykjavík Rúmlega 2400 manns höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna klukkan hálfsex. Í Suðurkjördæmi höfðu um 1500 kosið. Tveir etja kappi um 1. sætið í Suðurkjördæmi, en það eru þau Oddný Harðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. 17.11.2012 17:43 Háskóli Íslands fær fúlgur fjár úr erlendum sjóðum „Tekjur Háskóla Íslands úr erlendum sjóðum jukust um 70% frá 2008 til 2011 og námu rúmlega 1.100 milljónum árið 2011," sagði Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði, á fjölmennu háskólaþingi sem fór fram í Háskóla Íslands í dag. 17.11.2012 17:23 Segir Hönnu Birnu standa fyrir "einföld skilaboð fremur en djúpar rökræður" Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á "enga aðra erfiða fortíð í pólitík en að hafa skilið skuldavanda Orkuveitunnar eftir til úrlausnar fyrir Besta flokkinn“ og stendur fyrir "einföld skilaboð fremur en djúpar rökræður“ að mati Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. 17.11.2012 16:15 Grímuklæddur maður rændi Kaffivagninn Grímuklæddur maður réðst inn á Kaffivagninn á Granda í dag og ógnaði starfsfólki. Hann krafist þess að starfsfólk léti sig hafa pening. Fjöldi fólks var inni á staðnum þegar þetta gerðist. 17.11.2012 16:10 Fórnarlamba umferðarslysa minnst Á morgun verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður viðstaddur athöfn við bráðamótttöku Landspítala í Fossvogi. Eeinnig verða tveir aðstandendur sem misst hafa ástvini í umferðarslysum og hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni. 17.11.2012 15:32 Vill að Öryggisráðið grípi inn í vegna deilunnar á Gaza Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ítrekar áhyggjur sínar af stigvaxandi hernaðarátökum á Gaza og fordæmir áframhaldandi árásir Ísraela á Gaza, sem og eldflaugaárásir Hamas-samtakanna á Tel Aviv og Jerúsalem. 17.11.2012 15:22 Sjálfstæðismenn hentu tilraun til uppgjörs við fortíðina "með hlátra sköllum" Erfiðleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins eru m.a afleiðing þess að sjálfstæðismenn ákváðu á landsfundi að henda endurreisnarskýrslu flokksins, sem var uppgjör við fortíðina, út í hafsauga "með hlátrasköllum" og þá brugðu pólitískir samherjar Bjarna fyrir hann fæti í Icesave-málinu. Þetta er mat Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. 17.11.2012 14:35 "Sjálfhverfa kynslóðin“ hefur tapað milljörðum Gríðarleg eignartilfærsla hefur orðið frá ungu fólki til gamals fólks á aðeins fimm árum. Þetta segir Karl Sigfússon verkfræðingur í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann ritar greinina í tilefni af skrifum Sighvats Björgvinssonar um sjálfhverfu kynslóðina, sem hann kallaði svo. 17.11.2012 13:51 Þjófar kipptu myndavél úr sambandi Olíuþjófar kipptu eftirlitsmyndavél úr sambandi til að geta óáreittir dælt olíu af vörubifreið í Njarðvík í vikunni. Þjófnaðurinn var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum. Ökumaður bifreiðarinnar hafði keypt olíu á hana fyrir fimmtíu þúsund daginn áður. Þegar að var komið lá slanga, sem notuð hafði verið til að dæla olíunni af bifreiðinni, við hlið hennar. Hinir óprúttnu höfðu opnað keðjulás á keðju, sem lokaði svæðinu. Að því búnu óku þeir inn á það og dældu af vörubifreiðinni. 17.11.2012 12:57 Elsti sonur Warrens Buffet vill rækta maís á Íslandi Howard Buffet, elsti sonur Warren Buffet eins ríkasta manns í heimi, kannar nú möguleikann á maísrækt hér á landi. Ef það gengur eftir hefur hann áhuga á að kaupa hér land og hefja jarðrækt Howard er stofnandi Howard G. Buffet góðgerðarsjóðsins sem vinnur að mannúðarmálum víða um heim og hefur meðal annars þau markmið að efla ræktun og matvælaframleiðslu þar sem fátækt er mikil. 17.11.2012 12:19 Um 1300 búnir að greiða atkvæði Um þrettán hundruð höfðu kosið í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík um klukkan hálf tíu í morgun og um 850 í Suðurkjördæmi. Kosning hefst á kjörstöðum í dag en von á fyrstu tölum í Suðurkjördæmi um klukkan sjö í kvöld og aðeins síðar í Reykjavík. 17.11.2012 09:48 Hátt í þrír milljarðar í vinnumarkaðsúrræði Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um verkefnið Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013. Atvinnuleysistryggingasjóður leggur 2,7 milljarða króna til að standa straum af hluta kostnaðar við rúmlega 3000 vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu á næstunni fullnýta rétt sinn til atvinnuleysisbóta. 17.11.2012 09:43 Sjá næstu 50 fréttir
Fundu amfetamín og eðlu Amfetamín, eðla og svefnlyf var meðal þess sem blasti við lögreglunni á Suðurnesjum, þegar hún gerði húsleit í íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ síðastliðið föstudagskvöld, að fengnum dómsúrskurði. 19.11.2012 11:34
Forsetahjónin heimsækja bændur fyrir norðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsækja í dag og á morgun sauðfjárbændur í Þingeyjarsýslu, Skagafirði og Húnaþingi sem glímt hafa við afleiðingar veðuráhlaupsins í vetrarbyrjun og háð harða baráttu við að ná fé úr fönn. Margir hafa misst verulegan hluta bústofns síns. Þá munu forsetahjónin heimsækja tvo grunnskóla til sveita sem og Framhaldsskólann á Laugum og Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. 19.11.2012 11:09
Yfir þúsund ætla að mótmæla við bandaríska sendiráðið Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig á mótmæli fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna á Laufásvegi klukkan fimm í dag. Það er félagið Ísland-Palestína sem stenur fyrir mótmælafundinum. 19.11.2012 10:48
"Hef ekki heyrt um þetta áður" Segir lagaprófessor um þá ákvörðun dómara að bannað sé að segja fréttir úr dómsal, fyrr en eftir skýrslutökur. 19.11.2012 10:26
Fá ekki að segja fréttir af réttarhöldunum í dag Saksóknari fór fram að fréttaflutningur af skýrslustökum aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni, yrði takmarkaður. 19.11.2012 09:51
Börkur bað um læknisaðstoð við komuna í réttarsal Mikill viðbúnaður var við Héraðsdóm Reykjaness þegar aðalmeðferð hófst í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni og fleiri mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir nokkrar sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 19.11.2012 09:05
Vegur lokaður vegna snjóflóða frá Ketilás að Siglufirði Vegur er lokaður vegna snjóflóða og snjóflóðahættu frá Ketilás að Siglufirði. 19.11.2012 07:08
Bankastjórinn segir kröfuhafa sýna skilning Viðræður eru hafnar um að lengja í lánum Landsbankans gagnvart gamla bankanum. Bankastjóri Landsbankans segir erlenda kröfuhafa sýna greiðsluflæðisvanda Íslands skilning og vonast eftir því að hægt verði að lengja lánin verulega. 19.11.2012 07:00
Vildu ekki færa Þorláksbúð til Kirkjuþing felldi tillögu séra Baldurs Kristjánssonar um tilfærslu Þorláksbúðar. Baldur vildi að húsið yrði tekið niður og geymt þar til hentugur framtíðarstaður fyndist. 19.11.2012 07:00
Afinn á leiðinni á hvíta tjaldið Kvikmynd byggð á einleiknum Afanum er í bígerð. Sigurður Sigurjónsson, sem lék Afann í tæplega hundrað leiksýningum, mun fara með aðalhlutverkið. ?Þetta er ekki einleikur heldur er verið að blása í stóra og mikla bíómynd sem, þó að ég segi frá, kemur fólki við,? segir Sigurður. Bjarni Haukur Þórsson, höfundur leikritsins, skrifaði kvikmyndahandritið í samstarfi við Ólaf Egilsson. 19.11.2012 07:00
Fæðingardagurinn getur skipt sköpum Þeir nemendur sem yngstir eru í hverjum bekk eru líklegri til þess að fá ávísað örvandi lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti (ADHD) en þeir sem eldri eru. Námsárangur yngstu nemendanna er jafnframt líklegri til þess að vera lakari en þeirra eldri. 19.11.2012 07:00
Tollfrjálst í fríhöfn en rukkað við hliðið Verð á mörgum vörum í komuverslun Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er yfir leyfilegu hámarksvirði einstaks hlutar, 32.500 krónum. Því þurfa kaupendur að gefa hlutina upp við tollafgreiðslu eftir að hafa keypt þá tollfrjálst skömmu áður, undir sama þaki. 19.11.2012 07:00
Árás gerð á heimasíðu íslensks þjóðráðs Árás var gerð á heimasíðu íslensks þjóðráðs, eða Icewise.is á laugardaginn. Lá síðan niðri fram á kvöld. 19.11.2012 06:42
Engin tilkynning um snjóflóð í nótt Veðurstofunni barst engin tilkynning um snjóflóð í nótt, en þau gætu komið í ljós í birtingu, þegar snjóeftirlitsmenn hefja störf. 19.11.2012 06:36
Handtekinn vegna ölvunnar og óláta Karlmaður var handtekinn við 10-11 verslunina í Hjallabrekku í kópavogi undir kvöld vegna óláta þar. Hann var svo drukkinn að hann gat ekki gert grein fyrir sér og er hann vistaður i fangageymslum. 19.11.2012 06:27
Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18.11.2012 22:21
Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18.11.2012 21:07
Minntust þeirra sem létust í umferðarslysi Þeirra var minnst í morgun, sem látist hafa í umferðarslysum. Athöfn var haldin við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en Sameinuðu þjóðirnar hvetja aðildarríki til að halda slíka athöfn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert. Hér á landi er það starfshópur innanríkisráðuneytis og velferðarráðueytis um áratug aðgerða í umferðaröryggismálum sem skipuleggur athöfnina en í honum sitja einnig fulltrúar ýmissa aðila sem starfa að umferðaröryggismálum. 18.11.2012 17:46
Forsetafrúin opnaði Íslenskuþorpið Íslenskuþorpið, nýstárleg leið fyrir fólk sem er að læra íslensku sem annað mál, var formlega opnað á Háskólatorgi á föstudag. Það var frú Dorrit Moussaieff sem opnaði þorpið. 18.11.2012 16:16
Þrjú hús rýmd á Sauðárkróki Þrjú hús á Kambastíg á Sauðárkróki voru rýmd í dag vegna snjóflóðahættu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki er stór snjóhengja fyrir ofan húsin og er óttast að hún geti fallið. Efsta húsið hafði þegar þrjár litlar hengur húsið, en ekkert tjón varð vegna þess. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki eru ekki margir íbúar í húsunum. 18.11.2012 16:03
Finnsk og íslensk börn líklegust til að hreyfa sig Finnsk og íslensk börn eru líklegust allra barna á Norðurlöndunum til að hreyfa sig í samræmi við ráðleggingar eða rúm 56% finnskra barna og rúm 52% íslenskra barna. Þetta kemur fram í samnorræni vöktun á mataræði, hreyfingu og holdafari, en rannsóknin var unnin á síðasta ári. 18.11.2012 15:12
Tökum á Game of Thrones lýkur um næstu helgi Tökur á þriðju þáttaröðinni af Game of Thrones standa nú sem hæst. Tökurnar fara fram við Mývatn, eins og fram hefur komið. Snorri Þórisson, framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem þjónustar tökuliðið hér á landi, segir að tökurnar gangi vel. "Það gengur mjög vel. Mikill snjór, eins og það á að vera,“ segir Snorri. Hann segir að um 270 manns vinni við tökurnar en til stendur að ljúka þeim annaðhvort 24. eða 25. nóvember. Eins og fram hefur komið var önnur þáttaröð Game of Thrones líka tekin upp á Íslandi. Ísland í dag sagði ítarlega frá þeim upptökum og þú getur horft á þá umfjöllun hér. 18.11.2012 14:18
Vilhjálmur skilar brúðargjöfinni Vilhjálmur Vilhjálmsson og eiginkona hans hafa ákveðið að skila brúðargjöf frá Eir, að andvirði 100 þúsund krónur. Sigurður H. Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eir, sagði frá gjöfinni í morgun en hann endurgreiddi Eir hana ásamt 200 þúsund króna gjafabréfi sem hann lét Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni, hæstaréttarlögmanni og eiginmanni sínum, í té. 18.11.2012 13:59
Endurgreiddi 100 þúsund króna brúðkaupsgjöf til Vilhjálms Sigurður Helgi Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri hjúkrunarfélagsins Eirar, hefur endurgreitt Eir 100 þúsund krónur sem Eir gaf Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Eirar, í brúðkaupsgjöf. Eins og áður hafði komið fram hefur Sigurður Helgi einnig endurgreitt Eir gjafabréf Icelandair sem hann gaf Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni, tengdasyni sínum, sem þakklætisvott fyrir vinnu sem hann vann fyrir Eir. 18.11.2012 11:11
Sigríður Ingibjörg einungis um 70 atkvæðum á eftir Össuri Einungis 68 atkvæði skildu á milli Össurar Skarphéðinssonar og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur í baráttunni um fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Össur hlaut 972 atkvæði í fyrsta sætið og varð þar með efstu en Sigríður Ingibjörg fékk 904 atkvæð í fyrsta sætið og varð hún í því öðru, með 1322 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Þetta þýðir að þau munu leiða sitthvort Reykjavíkurkjördæmið fyrir alþingiskosningarnar í vor en í samtali við Vísi í gærkvöldi þegar úrslit voru kunn sagðist Sigríður Ingibjörg ekki útiloka formannsframboð í Samfylkingunni. 18.11.2012 10:00
Sigríður Ingibjörg útilokar ekki formannsframboð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, sem varð í öðru sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, útilokar ekki framboð til formennsku Samfylkingarinnar eftir áramót. Niðurstaða prófkjörsins þýðir að Sigríður Ingibjörg mun leiða annað Reykjavíkurkjördæmið. Össur Skarphéðinsson, sem var í fyrsta sæti, leiðir hitt. 17.11.2012 22:22
Össur varð efstur Össur Skarphéðinsson hlaut fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Niðurstöðurnar voru kynntar á tíunda tímanum. Hann hlaut 972 atkvæði í fyrsta sætið. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir varð í öðru sæti. Þetta þýðir að Össur og Sigríður Ingibjörg munu leiða sitthvort Reykjavíkurkjördæmið fyrir alþingiskosningarnar í vor. 17.11.2012 21:45
Krafðist þess að kjörfundur yrði framlengdur til miðnættis Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður hefur farið þess á leit að ákvörðun kjörstjórnar um að synja sjötíu manns aðgangi að kjörskrá verði fellt úr gildi. Kjörfundur verði svo framlengdur til miðnættis. Sigurður sendi bréf með þessari kröfu til úrskurðarnefndar um kærumál í dag, en hún starfar samkvæmt reglum Samfylkingarinnar. 17.11.2012 21:30
Björgvin G. Sigurðsson um prófkjörið: Tek niðurstöðunni af stillingu Auðvitað náði ég ekki settu marki og ég tek því af stillingu,“ segir Björgvin G. Sigurðsson. Hann laut í lægra haldi fyrir Oddný Harðardóttur í baráttu um fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Björgvin var aftur á móti í fyrsta sæti fyrir síðustu kosningar, árið 2009. Hann segist hafa átt von á hverju sem var. "Það var mjög á brattan að sækja og þetta er búið að vera erfiður tími síðustu ár,“ segir hann. "Prófkjörið var afskaplega hófstillt og málefnalegt og ég óska Oddný til hamingju með afgerandi sigur,“ segir hann. Oddný sé vel að sigrinum komin. 17.11.2012 20:31
Oddný hlakkar til kosningabaráttunnar "Ég hlakka til að fara í kosningabaráttu með þennan öfluga hóp. Það verður gaman," segir Oddný Harðardóttir. Hún mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningarnar í vor. Oddný segist ætla að ná inn þremur mönnum í kjördæmunum. "Við erum þrjú og við höldum þeim í það minnsta," segir Oddný. 17.11.2012 19:51
Lottóvinningshafi tæpum sex milljónum ríkari Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld. Hann hlýtur um 5,6 milljónir króna í vinning. Hann var með miðann sinn í áskrift. Lottótölurnar voru 3 16 24 26 33. Bónustalan var: 22 17.11.2012 19:40
Oddný leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Oddný Harðardóttir fékk flest atkvæði í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmii 17.11.2012 19:15
Segir stjórnarmenn ekki þurfa að segja af sér Magnús L. Sveinsson, stjórnarformaður Eirar, segir að úrsögn Hafsteins Pálssonar úr stjórn félagsins setji ekki þrýsting á aðra stjórnarmenn að gera slíkt hið sama. Afsögn Hafsteins megi rekja til þess að hann njóti ekki lengur trausts þeirra sem tilefndu hann á sínum tíma. 17.11.2012 18:53
Yfir 2400 hafa kosið í Reykjavík Rúmlega 2400 manns höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna klukkan hálfsex. Í Suðurkjördæmi höfðu um 1500 kosið. Tveir etja kappi um 1. sætið í Suðurkjördæmi, en það eru þau Oddný Harðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. 17.11.2012 17:43
Háskóli Íslands fær fúlgur fjár úr erlendum sjóðum „Tekjur Háskóla Íslands úr erlendum sjóðum jukust um 70% frá 2008 til 2011 og námu rúmlega 1.100 milljónum árið 2011," sagði Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði, á fjölmennu háskólaþingi sem fór fram í Háskóla Íslands í dag. 17.11.2012 17:23
Segir Hönnu Birnu standa fyrir "einföld skilaboð fremur en djúpar rökræður" Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á "enga aðra erfiða fortíð í pólitík en að hafa skilið skuldavanda Orkuveitunnar eftir til úrlausnar fyrir Besta flokkinn“ og stendur fyrir "einföld skilaboð fremur en djúpar rökræður“ að mati Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. 17.11.2012 16:15
Grímuklæddur maður rændi Kaffivagninn Grímuklæddur maður réðst inn á Kaffivagninn á Granda í dag og ógnaði starfsfólki. Hann krafist þess að starfsfólk léti sig hafa pening. Fjöldi fólks var inni á staðnum þegar þetta gerðist. 17.11.2012 16:10
Fórnarlamba umferðarslysa minnst Á morgun verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður viðstaddur athöfn við bráðamótttöku Landspítala í Fossvogi. Eeinnig verða tveir aðstandendur sem misst hafa ástvini í umferðarslysum og hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni. 17.11.2012 15:32
Vill að Öryggisráðið grípi inn í vegna deilunnar á Gaza Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ítrekar áhyggjur sínar af stigvaxandi hernaðarátökum á Gaza og fordæmir áframhaldandi árásir Ísraela á Gaza, sem og eldflaugaárásir Hamas-samtakanna á Tel Aviv og Jerúsalem. 17.11.2012 15:22
Sjálfstæðismenn hentu tilraun til uppgjörs við fortíðina "með hlátra sköllum" Erfiðleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins eru m.a afleiðing þess að sjálfstæðismenn ákváðu á landsfundi að henda endurreisnarskýrslu flokksins, sem var uppgjör við fortíðina, út í hafsauga "með hlátrasköllum" og þá brugðu pólitískir samherjar Bjarna fyrir hann fæti í Icesave-málinu. Þetta er mat Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. 17.11.2012 14:35
"Sjálfhverfa kynslóðin“ hefur tapað milljörðum Gríðarleg eignartilfærsla hefur orðið frá ungu fólki til gamals fólks á aðeins fimm árum. Þetta segir Karl Sigfússon verkfræðingur í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann ritar greinina í tilefni af skrifum Sighvats Björgvinssonar um sjálfhverfu kynslóðina, sem hann kallaði svo. 17.11.2012 13:51
Þjófar kipptu myndavél úr sambandi Olíuþjófar kipptu eftirlitsmyndavél úr sambandi til að geta óáreittir dælt olíu af vörubifreið í Njarðvík í vikunni. Þjófnaðurinn var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum. Ökumaður bifreiðarinnar hafði keypt olíu á hana fyrir fimmtíu þúsund daginn áður. Þegar að var komið lá slanga, sem notuð hafði verið til að dæla olíunni af bifreiðinni, við hlið hennar. Hinir óprúttnu höfðu opnað keðjulás á keðju, sem lokaði svæðinu. Að því búnu óku þeir inn á það og dældu af vörubifreiðinni. 17.11.2012 12:57
Elsti sonur Warrens Buffet vill rækta maís á Íslandi Howard Buffet, elsti sonur Warren Buffet eins ríkasta manns í heimi, kannar nú möguleikann á maísrækt hér á landi. Ef það gengur eftir hefur hann áhuga á að kaupa hér land og hefja jarðrækt Howard er stofnandi Howard G. Buffet góðgerðarsjóðsins sem vinnur að mannúðarmálum víða um heim og hefur meðal annars þau markmið að efla ræktun og matvælaframleiðslu þar sem fátækt er mikil. 17.11.2012 12:19
Um 1300 búnir að greiða atkvæði Um þrettán hundruð höfðu kosið í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík um klukkan hálf tíu í morgun og um 850 í Suðurkjördæmi. Kosning hefst á kjörstöðum í dag en von á fyrstu tölum í Suðurkjördæmi um klukkan sjö í kvöld og aðeins síðar í Reykjavík. 17.11.2012 09:48
Hátt í þrír milljarðar í vinnumarkaðsúrræði Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um verkefnið Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013. Atvinnuleysistryggingasjóður leggur 2,7 milljarða króna til að standa straum af hluta kostnaðar við rúmlega 3000 vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu á næstunni fullnýta rétt sinn til atvinnuleysisbóta. 17.11.2012 09:43