Fleiri fréttir

Bjór er ekki bara bjór

Hann veit meira um bjór en flestir en segist ekki vera neitt sérstaklega vandlátur þegar kemur að því að honum sé boðið upp á einn slíkan, svo framarlega sem það sé bjór sem hann bruggar sjálfur.

Hættustigi lýst yfir á Ísafirði

Hættustigi hefur verið lýst yfir á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu þarf að rýma reit 9, sem hluti af Seljalandshlíð.

Fann pabba sinn á Facebook

„Fólk á skilið að þekkja uppruna sinn," segir Sigríður Klingenberg sem fékk það staðfest með DNA prófi í síðustu viku að hún hefði verið rangfeðruð.

Mögulegt að fjármagnshöftin verði framlengd

Þjóðarbúið hefur ekki efni á því að þrotabú Kaupþings og Glitnis greiði kröfuhöfum á of skömmum tíma, segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans.

Egill Skallagrímsson hefði kveikt í Landsbankanum

"Þetta er bara grín og glens, fyrst og fremst að draga fram skemmtilega hluti varðandi sögurnar. Finna hliðstæður og annað," segir Óttar Guðmundsson, geðlæknir, en hann hefur rýnt í lundafar Þjóðsagnahetjanna síðustu misseri.

Frumvarp til breytinga á stjórnarskipunarlögum útbýtt

Frumvarp til breytinga á stjórnskipunarlögum var útbýtt á Alþingi í dag. Það byggir á vinnu sérfræðingahóps sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs. Tillögurnar voru síðan samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu, 20. október síðastliðinn.

Harður árekstur á Hringbraut

Fjórir bílar lentu saman á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar fyrir stuttu. Einn var fluttur á slysadeild.

Gámum stolið - leitað að vitnum

Í nótt var þremur 40 feta gámum og einum kaffiskúr stolið af vinnusvæði Nesbyggðar á Stapa við Reykjanesbraut. Tveir gámanna eru hvítir að lit og sá þriðji brúnn og hvítur.

Fiskikör á ferð og flugi

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að fiskikör hefðu fokið á bifreiðar og skemmt þær. Um var að ræða tvær bifreiðar, sem lagt hafði verið á bifreiðastæði við húsnæði Ísfélags Grindavíkur, og urðu þær fyrir körunum.

Fresta atkvæðagreiðslu um verkbann

"Því miður kann verkbann að vera óumflýjanlegt síðar. Ekki verður komist hjá því að endurskoða tekjuskiptinguna á milli útvegsmanna og sjómanna og margföldun veiðigjaldsins er kornið sem fyllti mælinn," segir Adolf.

Búið að fjarlægja styttuna af Hermes

Búið er að fjarlægja bronsstyttuna af Hermes frá Bríetartúni, sem áður hét Skúlatún. Eins og fram kom fréttum í morgun er ástæða þess að styttan var fjarlægð sú að gulri málningu var hellt yfir verkið og er erfitt að hreinsa hana af án þess að skemma málminn. Í tilkynningu segir að nauðsynlegt sé því að fjarlægja styttuna og alls óvíst hvort og hvenær hægt verður að setja hana upp að nýju.

Vatnsendi aftur í dánarbúið - deilur til 44 ára halda áfram

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teldist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Málið er vægast sagt umdeilt en það er Þorsteinn Hjaltested sem hefur jörðina til umráða í dag.

Sungu Lofsönginn á degi íslenskrar tungu

Fimm ára gömul börn af leikskólanum Álftaborg sungu Lofsönginn í Kringlubókasafninu í dag. Þetta var gert í tilefni af því að í dag er dagur Jónasar Hallgrímssonar. Góður rómur var gerður að söngnum. "Þau gerðu þetta mjög vel,“ segir Dóra Thoroddsen safnstjóri. Hún bendir líka á að lagið sem börnin sungu sé eitt það allra erfiðasta lag sem hægt er að syngja.

Formaður Rósarinnar segist hafa verið blekktur

"Við vorum blekkt,“ segir Birgir Dýrfjörð, formaður landsmálafélagsins Rósarinnar, sem er aðildarfélag að Samfylkingunni, en úrskurðarnefnd flokksins úrskurðaði að 350 meðlimir Rósarinnar fá ekki að kjósa í prófkjöri flokksins í Reykjavík sem haldið verður nú um helgina. Prófkjörið hófst á miðnætti og stendur fram á laugardag.

Þrjátíu milljóna hraðaeftirlit: Flest brotin á Blönduósi

Sérstakt hraðaeftirlit lögreglu síðasta sumar kostaði rúmlega þrjátíu milljónir en alls tóku þrettán embætti víðsvegar um landið þátt í átakinu. Niðurstöðurnar voru kynntar með útgáfu skýrslu í dag en þar segir að alls hafi lögreglumenn ekið rúmlega 120 þúsund kílómetra. Fjöldi hraðakstursbrota var 1616 en heildarfjöldi brota ökumanna rúmlega 2100. Lögreglan á Selfossi ók mest á meðan á eftirlitinu stóð eða tæplega 16 þúsund kílómetra. Flest brotin voru skráð hjá lögreglunni á Blönduósi eða 17,5 prósent en næstflest hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, 14 prósent.

Kona á miðjum aldri ræktaði kannabis í þvottahúsinu

Kannabisræktun var stöðvuð í fjölbýlishúsi í Árbæ í fyrradag en þar fundust 15 plöntur á lokastigi ræktunar ásamt tæplega 50 grömmum af kannabisefnum. Par á þrítugsaldri var yfirheyrt í þágu rannsóknarinnar. Þá var einnig kannabisræktun stöðvuð í blokk í Reykjavík í byrjun vikunnar. Þar fundust á annan tug kannabisplantna, en ræktunin var í þvottahúsi íbúðarinnar. Kona á miðjum aldri var yfirheyrð vegna málsins.

WOW air stundvísara en Icelandair

WOW air er stundvísara en Icelandair samkvæmt nýjustu stundvísistölum sem birtar eru á heimasíðu Túrista. Raunar er mjótt á munum hvað varðar stundvísi félaganna.

Stálu vegabréfi og flugmiðum frá ferðamönnum

Óskað var eftir aðstoð lögreglu að hóteli við Skólavörðustíg um klukkan sex í morgun. Þar hafði verið stolið frá erlendum ferðamönnum bakpoka sem innihélt meðal annars passa og flugmiða. Fólkið átti flug nú með morgninum sem þau komust ekki í vegna þessa. Unnið er að rannsókn málsins.

Gruna að stýrimaðurinn hafi verið sofandi

Grunur leikur á að stýrimaður Polfoss, sem strandaði við eyjuna Altra í norðurhluta Noregs klukkan sex í morgun, hafi verið sofandi þegar skipið strandaði.

Ósátt við að efast sé um gæði lýsis

Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, hafnar því alfarið að vörurnar þeirra standist ekki gæðaskoðanir. Í neytendaþætti í danska ríkissjónvarpinu á dögunum var því haldið fram að Omega 3 vörurnar stæðust ekki þær gæðakröfur sem gerðar eru. Totox gildi sem notað er til að mæla þránun í olíu hafi verið í hærra lagi.

Skipverjarnir hafa það gott

"Þeir hafa það bara gott. Það er gott veður á svæðinu og skipstjórinn telur að skipið liggi í sandfjöru þannig það er enginn sjáanlegur olíuleki. Aðstæður eru eins góðar og á verður kosið,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips.

Telegraph fjallar um Hildi

Breski blaðamaðurinn Emma Barnett, skrifar grein um baráttu Hildar Lilliendahl við Facebook, á vefsíðu breska dagblaðsins, Daily Telegraph. í dag.

Polfoss sigldi á fullri ferð í strand

Norskir fjölmiðlar segja að Polfoss, eitt af skipum Eimskips, hafi siglt á fullri ferð, eða á 13 hnúta hraða, í strand við Austbö í Alstahaug í norðurhluta Noregs.

Hættulegt að bera út póstinn - þrír til fjórir slasast í hverjum mánuði

Það slasast þrennt til fernt póstburðarfólk Póstsins í hverjum mánuði við hefðbundin störf og eru frá vinnu í lengri eða skemmri tíma. Algengustu slysin eru að fólk hrasar og árásir hunda, en flest slysin verða þegar bréfberar eru komnir inn fyrir lóðarmörk samkvæmt tilkynningu frá Póstinum.

Eimskip formlega skráð á aðalmarkað

Eimskipafélag Íslands hf. var formlega skráð á aðalmarkað Nasdaq OMX á Íslandi í dag. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, undirrituðu samninga um skráninguna á tíunda tímanum. Eimskip er þriðja félagið sem skráð er á markað á Íslandi eftir hrun en áður höfðu Hagar og Reginn verið skráð á markað.

Styttan af Hermes við Skúlatún fjarlægð vegna skemmdarverks

Bronsstyttan af Hermes við Skúlatún 2 verður fjarlægð í dag kl. 13 vegna skemmdarverka. Gulri málningu var hellt yfir verkið og mun reynast ógerlegt eða mjög erfitt að hreinsa hana af, án þess að skemma málminn að sögn forvarðar.

Skemmtigarðurinn þykir bestur

Skemmtigarðurinn í Smáralind hlaut í gær verðlaun sem Besti innanhúss skemmtigarður heims árið 2012. Verðlaunin eru veitt árlega af IAAPA, alþjóðlegum samtökum skemmtigarða.

Sigurður á svig við ótal reglur

Ríkisendurskoðandi vill gefa fyrrverandi forstjóra Eirar færi á að endurgreiða 200 þúsund króna sólarlandaferð sem hann gaf tengdasyni sínum úr bleyjusjóði hjúkrunarheimilisins fyrir meint lögmannsstörf.

Umferðartafir á Suðurlandsvegi

Búast má við þó nokkrum umferðartöfum á Suðurlandsvegi við Skarphól austan við Dyrhólaveg, vegna flutningabifreiðar sem er þar út af veginum.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir fyrstu ferð dagsins til Þorlákshafnar í dag. Í tilkynningu segir að staðfest sé brottför Herjólfs í fyrstu ferð dagsins, föstudag, frá Vestmannaeyjum kl. 08:00 og frá Þorlákshofn kl. 11:45.

Leita álits Feneyjanefndar

Ráðgjafanefnd Evrópuráðsins verður beðin að rýna í stjórnarskrárfrumvarp. Gefur það heildstæða mat sem fólk kallar eftir, segir nefndarformaður. Stjórnarandstaðan vill slíkt mat áður en málið fer til umræðu.

Ólafur Ragnar bauð Alberti borgarstjórastólinn

Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1982 bauð Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi þingflokksformaður Alþýðubandalagsins, Alberti Guðmundssyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, embætti borgarstjóra að loknum kosningum gegn því að Albert færi fram með sérlista. Þetta kemur fram í nýrri bók Styrmis Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokkurinn – Átök og uppgjör.

Númer á stikum auðveldar leit

Hjálparsveit skáta Hveragerði (HSSH) hefur í haust, í samstarfi við Hveragerðisbæ, sveitarfélagið Ölfus og fleiri, unnið að auknu öryggi á gönguleiðinni um Reykjadal fyrir ofan Hveragerði. Ákveðið var að laga göngustíga, merkja betur hættur, gera göngubrýr, fjölga stikum og númera þær.

Ekki skipt um ljósaperur vegna karps á milli OR og borgarinnar

Einhver núningur eða misskilningur á milli borgarinnar og Orkuveiltu Reykjavíkur (OR), sem er að mestu í eigu borgarinnar, veldur því að ljósperur í staurum við hjólastíga í Fossvogi og Öskjuhlíð eru ekki endurnýjaðar, þegar þær springa.

Ferðakona fótbrotnaði við Gullfoss

Erlend ferðakona fótbrotnaði við Gullfoss í gærkvöldi, þegar hún rann þar í hálku og datt. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að búa um hana og flytja upp á bílaplanið, þangað sem sjúkrabíll sótti hana.

Tveir á slysadeild eftir bílveltu

Tveir slösuðust og voru fluttir á slysadeild Landsspítalans, eftir að bíll þeirra valt úr af Grindavíkurvegi í gærkvöldi. Hvorugur þeirra meiddist alvarlega.

Karlar í kvennaklefa

Vegna endurbóta á karlaklefanum í Laugardalslaug hefur helmingur kvennaklefans verið stúkaður af fyrir karla. Framkvæmdum lýkur um mitt næsta ár.

Sjá næstu 50 fréttir