Fleiri fréttir

Óvirkir nemendur áhyggjuefni

Margir kennarar í Háskóla Íslands hafa áhyggjur af áhugaleysi nemenda og segja þá koma ólesna í tíma auk þess sem þeir mæti illa. Kennslumiðstöð Háskóla Íslands er í miklu samstarfi við kennara og deildarstjóri þar segir vandann margbreytilegan og flókinn.

Tveir menn sáust forða sér frá húsinu

lögreglumálLögreglan rannsakar nú tilraun til íkveikju í Hafnarfirði á mánudag þar sem eldsprengju var kastað á íbúðarhús tveggja meðlima vélhjólagengisins Outlaws. Vitni sá tvo menn forða sér af vettvangi í kjölfar atviksins.

Opnaði vef um íslenskar kvikmyndir

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði formlega á föstudaginn gagnagrunn með ítarlegum upplýsingum um íslenskar kvikmyndir. Kvikmyndavefurinn hefur verið í smíðum um nokkurt skeið og hefur nú þegar að geyma nöfn um 8.000 manns, 700 fyrirtækja og ríflega 1.200 kvikmyndatitla, eftir því sem fram kemur á vef ráðuneytisins.

Niðurskurður hafði hvorki áhrif á álag starfsmanna né þjónustu

Þótt opinberar fjárveitingar til hjúkrunarheimila hafi dregist saman að raungildi milli áranna 2008-2010 verður ekki sé að álag á starfsmenn heimilanna hafi aukist á tímabilinu, né að þjónusta hafi skerst. Þetta eru niðurstöður Ríkisendurskoðunar sem vann skýrslu að beiðni forsætisnefndar Alþingis.

Tillaga Bjarna rædd á morgun

Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar um að afturkalla ákæru á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verður tekin til annarrar umræðu á morgun. Samkvæmt upplýsingum Vísis verða svo greidd atkvæði um hana á fimmtudaginn.

Erfitt að örva vöxt

Það er lítið hægt að gera til þess að örva skeggvöxt, en menn geta gert ýmislegt til þess að gera skeggið fallegra. Þetta segir Torfi Geirmundsson hársnyrtir. Það styttist í að marsmánuður gangi í garð og það þýðir að Mottumars hefjist, en það er átak sem blásið hefur verið til árlega til að vekja athygli á þeim krabbameinum sem herja á karla.

Sakar þingmann um að reiða til klámhöggs

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, sakaði Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokks, um að fara með ósannandi þegar hann hélt því fram að þingkonan hafi haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar í mótmælunum 2009. Jón tók til máls undir liðnum störf þingsins og vísaði til umræðunnar um að nokkrir þingmenn hafi stýrt fólki fyrir utan alþingishúsið þegar mótmælin á Austurvelli stóðu sem hæst. Álfheiður greip þrívegis fram í fyrir Jóni og kallaði hann lygara.

Lögreglumenn styðja frásögn meints höfuðpaurs

Stærsta fíkniefnamál síðasta árs, Straumsvíkurmálið svonefnda, var tekið til aðalmeðferðar í dag. Þar báru tveir lögreglumenn að ekkert benti til þess að annar af meintum höfuðpaurum hefði vitað nokkuð af fíkniefnunum.

Sprengimaður á Suðurnesjum handtekinn

Karlmaður sem handtekinn var með vopn og sprengiefni á Suðurnesjum aðfararnótt mánudags, var yfirheyrður í dag. Ekki er útilokað að hann hafi sprengt upp fiskikar til prófa virkni sprengiefnisins.

Þrír dæmdir fyrir að misþyrma grískum ferðamanni

Þrír karlmenn voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir alvarlega líkamsárás gegn grískum ferðamanni í maí árið 2010. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa veist að manninum með ofbeldi, meðal annars með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar í líkama hans, höfuð og andlit.

Í gæsluvarðhald fyrir lífshættulega líkamsárás

Einn karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald til föstudags fyrir að ganga illþyrmilega í skrokk á öðrum manni í fjölbýlishúsi á Laugavegi í fyrrinótt. Tveir aðrir menn voru á vettvangi en þeir eru ekki grunaðir um að hafa tekið beinan þátt í árásinni.

Tuttugu starfsmönnum sagt upp - starfsfólki fækkað alls um 200

Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur, sem staðið hefur undanfarin misseri, lauk í dag. Skipulagi og verklagi er breytt hjá fyrirtækinu og 20 manns var sagt upp störfum. Starfsfólki Orkuveitunnar hefur nú fækkað um 200, úr rúmlega 600 þegar þeir voru flestir árið 2008, í rúmlega 400 nú í lok febrúar.

Saksóknari Alþingis svarar fyrrverandi ríkissaksóknara

Ríkissaksóknari og saksóknari Alþingis, Sigríður J. Friðjónsdóttir, svarar grein Valtýs Sigurðssonar, fyrrverandi ríkissaksóknara, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísir í dag. Í grein sinni heldur Valtýr því fram að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi verið beittur órétti í atkvæðagreiðslu Alþingis þegar samþykkt var að draga hann fyrir Landsdóm. Þá segir hann ríkissaksóknara einnig æðsta handhafa ákæruvalds lögum samkvæmt. Hann hefur boðvald yfir öðrum ákærendum og eftirlit með þeim.

Hart deilt um afskipti þingmanna í mótmælunum

Jón Gunnarsson þingmaður sjálfstæðisflokksins tók til máls á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins og minntist á umræðu síðustu daga í kjölfar ummæla Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns sem í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Þar sagði Geir Jón að lögregla hefði grun um að nokkrir þingmenn hefðu stýrt fólki fyrir utan Alþingishúsið þegar mótmælin á Austurvelli stóðu sem hæst.

Uppsagnir hjá Orkuveitunni - boðað til blaðamannafundar

Orkuveita Reykjavíkur hefur boðað til blaðamannafundar klukkan fjögur í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ástæðan uppsagnir innan fyrirtækisins. Þá herma heimildir ennfremur að á annan tug starfsmanna verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða fyrirtækisins.

Óttast átök í undirheimum eftir íkveikjutilraun

Lögregla óttast að einhverskonar átök séu í aðsigi í undirheimunum eftir að reynt var að kveikja í íbúðarhúsi tveggja manna í Hafnarfirði í gær, en þeir tengjast vélhjólasamtökunum Outlaws.

Ræninginn á Akureyri var orðinn staurblankur þegar hann náðist

Tæplega tvítugur piltur sem játaði við yfirheyrslur hjá lögreglunni á Akureyri i gærkvöldi að hafa rænt rúmlega hálfri milljón króna úr afgreiðslukassa í Fjölumboðinu á Akureyri á fimmtudaginn var, var orðinn staur blankur þegar hann var handtekinn aðfararnótt laugardags.

Meirihluti nefndarinnar vill vísa ályktun Bjarna frá

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur agreitt þingsályktun um afturköllun málshöfðunar á hendur Gei Haarde. Meirihluti nefndarinnar leggur til að ályktuninni sem lögð var fram af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, verði vísað frá. Þetta staðfestir Valgerður Bjarnadóttir formaður nefndarinnar og þingkona Samfylkingarinanr í samtali við fréttastofu. Nefndin kom saman til fundar í morgun klukkan níu.

Aldrei hærra hlutfall kennara með réttindi

Hlutfall kennara með kennsluréttindi hefur aldrei mælst hærra hér á landi. Þetta kemur fram í nýjum mælingum Hafstofunnar en samkvæmt þeim voru rúm níutíu og fimm prósent kennara með kennsluréttindi.

Engin ákvörðun verið tekin um tillögu Bjarna - fundi frestað

Fundi sem hófst í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, þar sem fjallað er um þingsályktun um að vísa Landsdómsmálinu frá, hefur verið frestað til klukkan ellefu. Þetta staðfestir Valgerður Bjarnadóttir í samtali við fréttastofu. Hún segir enga ákvörðun hafa verið tekna af meirihluta nefndarinnar en DV greinir frá því að meirihlutinn hafi lagt til að tillögunni, sem lögð var fram af Bjarna Benediktssyni, yrði vísað frá.

Aðalmeðferð í Straumsvíkurmálinu - játar innflutning á sterum

Aðalmeðferð hófst í morgun í Straumsvíkurmálinu svokallaða en þar eru sex einstaklingar ákærðir fyrir viðamikil fíkniefnabrot. Á meðal þeirra ákærðu eru mennirnir tveir sem taldir eru hafa lagt á ráðin um að smygla stórfelldu magni af fíkniefnum um borð í skipi sem kom frá Rotterdam til Straumsvíkur. Annar maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en hinn hefur hafið afplánun vegna annars máls.

Aðalmeðferð hafin í Hótel Frón málinu

Aðalmeðferð í máli Agné Krataviciuté hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Agné hefur verið ákærð fyrir manndráp, með því að hafa veitt nýfæddum syni sínum tvo skurðáverka á andlit með bitvopni og banað honum síðan með því að þrengja að hálsi hans uns hann lést af völdum kyrkingar.

Vilja brenna sorp í Helguvík

Bandaríska sorpeyðingarfyrirtækið Triumvirate Environmental hefur lagt fram kauptilboð í sorpeyðingarstöðina Kölku á Suðurnesjum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðar tilboðið upp á 10 milljónir dala, um 1,25 milljarða króna. Kalka er í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum og hefur átt við mikla fjárhagserfiðleika að stríða á undanförnum árum. Gangi kaupin eftir áformar Triumvirate að flytja úrgang frá Norður-Ameríku til Íslands og brenna í sorpeyðingarstöðunni, sem er staðsett í Helguvík.

Oddný segir ákvarðanir ÁTVR í anda laganna

"Ég hef ekki séð allar umbúðirnar sem hafnað hefur verið en túlkunin varðandi þær sem ég hef séð finnst mér vera í samræmi við anda laganna og reglugerðina sem gefin var út í kjölfarið."

Góð loðnuveiði í gær

Góð loðnuveiði var vestur af Sandgerði síðdegis í gær og fram á kvöld, eftir að veður gekk heldur niður. Mörg skip fengu fullfermi og eru nú á leið til löndunar og eru fá skip á miðunum.

Kannabis í austurborginni

Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í þríbýlishúsi í austurborginni í gærkvöldi. Þar voru um það bil 30 kannabisplöntur á byrjunarstigi ræktunar og var eigandinn á staðnum þegar lögreglu bar að. Skýrsla var tekin af honum og telst málið upplýst, en lögreglan lagði hald á plönturnar og búnað til rækturnar.

Kona ógnaði mönnum með hnífi í Laugardal

Ölvuð kona tók upp á því að ógna ungum mönnum með hnífi í grennd við sundlaugarnar í Laugardal á ellefta tímanum í gærkvöldi. Kallað var á lögreglu sem handtók hana og sakaði engan. Hnífurinn var vasahnífur, en ekki liggur fyrir hvað konunni gekk til. Hún var vistuð í fangageymslum.

Prófessor stefnir alþingismanni

Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefur stefnt Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar, fyrir dóm vegna meiðyrða. Ragnar krefur Þór um hálfa milljón króna í miskabætur.

Lífeyrissjóðir ósáttir við innleysingu skatts

„Það er fljótsagt, þetta fellur í mjög grýttan farveg á meðal lífeyrissjóðanna,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, um hugmyndir Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um aðkomu sjóðanna að niðurfærslu verðtryggðra lána.

Fátækum börnum fjölgar til muna

Hundruð milljóna barna í borgum um víða veröld hafa ekki aðgang að hreinu vatni, heilsugæslu, salernum eða annarri grunnþjónustu. Allra fátækustu börnin búa oft á stórhættulegum svæðum, við skelfilegar aðstæður á sorphaugum eða við hlið lestarteina. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem kemur út í dag.

Sprengjumaður í gæsluvarðhald

Tæplega þrítugur karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að á heimili hans fannst rörasprengja og efni til sprengjugerðar. Maðurinn ógnaði sérsveitarmönnum með hnífi þegar þeir handsömuðu hann.

Dagsektir vegna ókláraðs turns

Bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla ekki að beita mannvirkjalögum til að annað tveggja láta rífa Norðurturninn við Smáralind eða ljúka við bygginguna. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. telur það valda því fjárhagstjóni að Norðurturninn sé ókláraður utan í verslunarmiðstöðinni. Eigandi Norðurturnsins er gjaldþrota. Í umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs Kópavogs til bæjarráðs er vitnað til þess að Helgi Birgison skiptastjóri segi viðræður í gangi um framtíð byggingarinnar.

158 manns í farbanni hér síðan árið 2007

Alls hafa 158 einstaklingar verið úrskurðaðir í farbann hér á landi síðan árið 2007. Af þeim voru 59 árið 2008 og nú eru 10 manns undir eftirliti hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum: níu karlar og ein kona. Sakborningarnir sem nú er fylgst með eru frá Litháen, Póllandi, Íslandi og Palestínu.

Sofandi í reykjarkófi

Lögregla á Selfossi var kölluð að íbúðarhúsnæði þar í bæ nú undir kvöld. Talsverðan reyk lagði frá íbúðinni. Lögreglumaður fór inn og þar reyndist vera maður sofandi í reykjarkófinu. Maðurinn var vakinn og honum hjálpað út úr húsinu. Ekki reyndist hafa verið eldur í húsinu heldur virðist hafa brunnið við í pottum á eldavél og olli það reyknum.

Ómögulegt að gera tilkall til Óskarsverðlauna

"Sorrý Ólafur, Jean Dujardin fékk Óskarinn fyrir besta leikinn og Woody Allen fyrir besta handritið. Þú getur hætt að reyna," segir Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og stjórnlagaráðsfulltrúi, um málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag.

Kannað hvort borpöllum verði betur þjónað frá Íslandi

Breskt-norskt olíuleitarfélag hefur óskað eftir að norsk stjórnvöld meti hvort hentugra sé að þjónusta olíuborpalla á norska hluta Jan Mayen-svæðisins frá Íslandi eða Jan Mayen. Þrjú ár eru frá því íslensk stjórnvöld buðu fyrst fram Drekasvæðið til olíuvinnslu og fyrir rúmu ári hófu norsk stjórnvöld matsferli með það að markmiði að opna á olíuvinnslu sín megin á Jan Mayen-hryggnum.

Eldur borinn að húsi í Hafnarfirði

Eldur var borinn að húsvegg á Hverfisgötu í Hafnarfirði nú síðdegis. Slökkviliðsmenn voru strax sendir á staðinn þegar tilkynnt var um eldinn, en þegar þeir voru komnir á staðinn höfðu íbúar í nágrenninu strax brugðist við og slökkt eldinn. Nokkur eldur hafði blossað upp. Hann barst ekki inn í kjallaraíbúð hússins, en skemmdir eru á húsinu að utan. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist sem olía hafi verið borin að húsinu áður en kveikt var í. Þá eru upplýsingar um að Ouitlaws merki hafi verið skrifað á rúðu í einum glugganum á íbúðinni. Þá var slökkviliðið kallað að Laugardalslaug í dag. Heitur pottur hafði lekið í rými sem er undir heita pottinum, þar sem er líkamsræktaraðstaða. Vatnsmagnið sem lak var töluvert og því þurft aðstoð slökkviliðsins við að hreinsa það upp.

Ólafur ætlar að ákveða sig í lok vikunnar eða byrjun næstu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist þurfa að gera það endanlega upp við sig fljótlega, síðar í þessari viku eða í byrjun næstu viku hvort hann haldi sig við þá ákvörðun sem hann hafi tekið um að láta af embætti forseta eða hvort hann svari því kalli sem birtist í þeim áskorunum sem honum voru birtar í dag. Þetta sagði Ólafur á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag.

Geir Jón segist ekki vanur að skrökva

"Ég var nú bara að svara spurningu sem að mér var beint. Ég er nú vanur því að skrökva ekki og ég svara því sem að mér er rétt," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ummæli hans um að einstakir þingmenn hafi verið í sambandi við mótmælendur í Búsáhaldabyltingunni sem varð aðdragandi þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar lagði upp laupana hafa verið harðlega gagnrýnd. Meðal annars hefur Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Álfheiður Ingadóttir, þingmaður flokksins, gagnrýnt þau.

Sjá næstu 50 fréttir