Innlent

Í gæsluvarðhald fyrir lífshættulega líkamsárás

Einn karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald til föstudags fyrir að ganga illþyrmilega í skrokk á öðrum manni í fjölbýlishúsi á Laugavegi í fyrrinótt. Tveir aðrir menn voru á vettvangi en þeir eru ekki grunaðir um að hafa tekið beinan þátt í árásinni.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni liggur lífshættulega slasaður á spítala. Hann er meðvitundarlaus en hann gekkst undir aðgerð á höfði í gær samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Mennirnir sátu að sumbli þegar þeim virðist hafa lent saman með fyrrgreindum afleiðingum. Mennirnir eru allir á milli þrítugs og fertugs og hafa komið áður við sögu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×