Fleiri fréttir Útskrifaður af sjúkrahúsinu í Álasundi Sjómaðurinn, sem bjargað var í gær eftir að togarinn Hallgrímur fórst í Noregshafi, var útskrifaður af sjúkrahúsinu í Álasundi eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Arndt Sommerlund, upplýsingafulltrúa sjúkrahússins, reyndust áverkar hans ekki þess eðlis að ástæða væri til að hann dveldi lengur á sjúkrahúsinu en hann hyggst leita sér aðstoðar og áfallahjálpar þegar hann kemur heim til Íslands. Maðurinn er 36 ára gamall. 26.1.2012 15:12 Ótrúlega erfiðar aðstæður við björgun sjómannsins Norski þyrluflugmaðurinn Olver Arnes segir í viðtali við NRK að björgunaraðgerðir á Norðurhafi í gærdag hafi verið einstaklega erfiðar. Hann var á annarri björgunarþyrlunni af tveimur, sem var við leit, þegar Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag. 26.1.2012 14:49 Hélt að bílnum hefði verið stolið - fann hann svo í snjóskafli Snjórinn sem liggur nú yfir allri borginni hefur ruglað suma í ríminu. Þannig hafði bíleigandi einn samband við lögreglu og tilkynntu að bílnum hefði verið stolið. Boðaði hann komu sína á lögreglustöð til þess að leggja fram formlega kæru í málinu. 26.1.2012 14:30 Yfirvofandi uppsagnir hjá Vinnumálastofnun Á félagsfundi SFR stéttarfélags sem haldinn var í gær að frumkvæði starfsmanna Vinnumálastofnunar kom fram mikil óánægja meðal fundarmanna vegna fyrirhugaðs tilraunaverkefnis sem felur í sér að hluti starfsemi stofnunar muni færist yfir á skrifstofur stéttarfélaga. 26.1.2012 14:11 Gætið ykkar á asahlákunni; svona forðast þú tjón Sjóvá vekur athygli á að spáð er rigningu og hita næstu daga og því er von á hláku og vatnsveðri. Reynslan undanfarnar vikur sýnir að flest tjón við þessar aðstæður hafa orðið þar sem ekki var nægilega vel hreinsað frá niðurföllum, snjór hreinsaður af svölum eða þökum. Þetta eru tjón sem í mörgum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir. 26.1.2012 13:57 Vegurinn um Víkurskarð lokaður vegna umferðaróhapps Vegurinn um Víkurskarð er lokaður um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps. Vegna veðurs verður Hellisheiði einnig lokuð um óákveðin tíma. 26.1.2012 13:45 Margir á sumardekkjum í snjónum Mikil snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, eins og ætti að vera öllum ljóst. Í gær aðstoðaði lögreglan fjölmarga ökumenn sem sátu fastir víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að það hafi vakið athygli að í allnokkrum tilvikum var um að ræða bíla sem voru búnir sumardekkjum. "Það verður að teljast heldur mikil bjartsýni að ætla sér að komast leiðar sinnar með slíkan búnað undir bílnum við þær aðstæður sem nú eru í umdæminu. Vegna þessa ítrekar lögreglan það við ökumenn að þeir leggi ekki af stað á vanbúnum bílum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. 26.1.2012 13:33 Jóhann Hauksson ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar Jóhann Hauksson, blaðamaður, hefur verið ráðinn til forsætisráðuneytisins sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. 26.1.2012 13:20 Hamagangur á Reykjanesbrautinni - myndband Mikið gekk á við Reykjanesbrautina í morgun en henni var lokað á miðnætti í gær og opnuð um klukkan hálf ellefu í morgun. Fjölmargir bílar sitja fastir og aðstoðuðu björgunarsveitarmenn ökumenn að komast til síns heima í nótt. Þó að búið sé að opna brautina eru ökumenn hvattir til þess að aka rólega og af yfirvegun. 26.1.2012 13:18 Ógnaði björgunarsveitarmanni sem þurfti að flýja inn í bíl Ófærðin fer illa í suma sem sannaðist í Reykjanesbæ í morgun þegar ökumaður veittist að björgunarsveitarmanni og ógnaði honum. Björgunarsveitarmaðurinn sá þann kost vænstan að flýja inn í bíl og læsa að sér og þá barði maðurinn í rúðuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Að lokum var lögregla kölluð til og skakkaði hún leikinn. 26.1.2012 12:14 Tveir mannanna frá Suðurnesjum Tveir af sjómönnunum þremur sem eru taldir af eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 fórst í Noregshafi í gærdag, eru frá Suðurnesjum. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. 26.1.2012 12:09 Hættuástandi vegna snjóflóða aflýst á Ísafirði og Hnífsdal Hættuástandi vegna snjóflóða hefur verið aflýst á Ísafirði og í Hnífsdal og þeim sem gert var að rýma hús sín fengið að snúa aftur. 26.1.2012 12:06 Tafir á dreifingu Fréttablaðsins Dreifing Fréttablaðsins hefur farið úr skorðum í dag enda ófærðin með eindæmum mikil í höfuðborginni og í nágrannasveitarfélögum. Hannes Hannesson framkvæmdastjóri Póstdreifingar sem sér um að dreifa blaðinu segir að ástandið sé mjög slæmt á öllum göngustígum á höfuðborgarsvæðinu. „Borgar og bæjaryfirvöld eru einfaldega ekki að sinna mokstri nægilega vel," segir Hannes og bendir á að þegar fari að blása í skaflana sem safnast hefur í, eins og gerði í nótt, þá verði einfaldlega allt ófært. 26.1.2012 11:14 Sjómaðurinn var í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum Íslenski sjómaðurinn, sem var bjargað úr Noregshafi í gærdag, var búinn að vera í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum þegar þyrlu norsku gæslunnar fann hann. Maðurinn var vel búinn enda komst hann í flotbúning áður en togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag. 26.1.2012 11:01 Stúdentar kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna einkunnaskila Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis ástand einkunnaskila við Háskóla Íslands. Í yfirlýsingu frá ráðinu er bent á að samkvæmt reglum skólans skuli skila einkunnum innan tveggja vikna, en auka vika er veitt yfir jólin. 26.1.2012 10:46 Reykjanesbrautin opin en þungfær Vegagerðin hefur nú opnað Reykjanesbrautina. Lögreglan á Suðurnesjum hvetur fólk þó til þess að sýna sérstaka tillitssemi og varúð. Mælst er til þess að menn taki ekki fram úr heldur aki rólega og af yfirvegun. Enn skefur mikið þótt ofankoma sé hætt og verst er ástandið við afleggjarana til Grindavíkur og til Voga. 26.1.2012 10:40 Saksóknarar segja ekkert hafa breyst í landsdómsmálinu Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknarar Alþingis, segja ekkert hafa breyst efnislega í málinu frá því ákært var í því. 26.1.2012 10:38 Rautt þýðir ófært Það hefur varla farið framhjá neinum að víðast hvar um land er ófært eða mjög þungfært. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna kort af öllum landsfjórðungum þar sem færð er skráð í rauntíma. Svona var staðan klukkan tíu í morgun en rauðu vegirnir eru ófærir. Eins og sjá má eru Vestfirðir til að mynda kolófærir og þá er kolófært víðast hvar á Suðvesturlandi. 26.1.2012 10:09 Rútur í fylgdarakstri á Reykjanesbrautinni - ófært á Vestfjörðum Rútur og vel búnir bíla eru í fylgdarakstri starfsmanna Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut þessa stundina. Verið er að ryðja götuna og bílar aka á eftir snjóruðningstækjunum. 26.1.2012 10:03 Brottför Herjólfs frestast til hádegis Búið er að fresta brottför Herjólfs til hádegis í dag. Í tilkynningu segir að brottför Herjólfs vrður kl. 12 frá Eyjum og kl. 17 frá Þorlákshöfn. Aðeins verður farin ein ferð í dag og því ferðir dagsins sameinaðar í eina. 26.1.2012 09:49 Náðu þjófi á hlaupum með kannabisplöntu í fanginu Lögreglan fékk ábendingu um að brotist hafi verið inn í hús við Hverfisgötu í Reykjavík rétt fyrir miðnætti, og náði innbrotsþjófnum á hlaupum skömmu síðar. Hann reyndist vera með kannabisplöntu á sér, sem hann hafði stolið í húsinu. 26.1.2012 09:43 Illfært í húsagötum - 35 tæki vinna við ruðning Vegna snjóþyngsla er víða illfært í Reykjavík, einkum í húsagötum og á bílastæðum. Klukkan fjögur í nótt voru um 35 tæki Reykjavíkurborgar og verktaka á hennar vegum farin af stað til snjóhreinsunar samkvæmt tilkynningu frá borginni. 26.1.2012 09:38 Norska varðskipið Bergen sent til leitar á Noregshafi Norska varðskipið Bergen er á leið á hafsvæðið þar sem togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag. 26.1.2012 08:44 Reykjanesbraut aftur lokuð í báðar áttir Reykjanesbrautin er aftur lokuð í báðar áttir. Lögreglan á Suðurnesjum segir að hinsvegar sé nú opið frá Sandgerði og Garði upp á Keflavíkurflugvöll og til Keflavíkur. 26.1.2012 08:09 Telja tölvupóst frá Steingrími setja málið í sérkennilegt ljós Óútskýrð atburðarás fór af stað vorið 2009, eftir að Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var tilkynnt um niðurfellingu máls hans af hálfu Fjármálaeftirlitsins og hann hugðist snúa aftur til starfa í fjármálaráðuneytinu. Þetta sagði verjandinn Karl Axelsson þegar hann flutti málsvörn Baldurs fyrir Hæstarétti í gær. Í greinargerð Baldurs til réttarins segir að atburðarásin setji málið í besta falli í sérkennilegt samhengi. 26.1.2012 08:00 Fyrri ferð Herjólfs frestast til kl. 10 Fyrri ferð Herjólfs í dag hefur verið frestað til kl. 10 vegna ófærðar til og frá Þorlákshöfn, að því segir í tilkynningu. 26.1.2012 07:46 Búið að opna Reykjanesbrautina í suðurátt Búið er að opna Reykjanesbraut í aðra áttina eða frá Hafnafirði til Keflavíkur en ekki búið að hleypa umferð á frá Keflavík til Hafnafjarðar. Þetta kemur fram í uppfærðri tilkynningu frá Vegagerðinni. 26.1.2012 07:41 Reykjanesbrautin lokuð um óákveðinn tíma Vegna veðurs verður Reykjanesbrautin, Hellisheiði og Þrengslin lokuð um óákveðin tíma. Hættustigi hefur varið lýst yfir á Súðavíkurhlíð og Eyrarhlíð og eru þessar leiðir því lokaðar. 26.1.2012 07:19 Kostnaður við snjómokstur sprengir kostnaðaráætlun Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni er löngu búinn að sprengja allar áætlanir, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Kostnaður borgarinnar við snjómokstur á öllu síðasta ári var um 385 milljónir króna, þar af nærri 150 milljónir króna vegna moksturs í desember. Árið áður var kostnaðurinn um 200 milljónir króna. 26.1.2012 07:00 Kolófært víða, snjóflóðahætta og rafmagnsleysi Hellisheiði, Þrengslavegi og Reykjanesbraut var lokað í gærkvöldi vegna ófærðar og óveðurs og eru Hellisheiði og Þrengsli enn ófær, en Reykjanesbraut var opnuð til suðurs fyrir hálftíma. 26.1.2012 06:39 Lyfjaefna ekki getið á umbúðum Mörg fæðubótarefni sem markaðssett eru sem kynörvandi eða sem lausn við risvanda karla eru bönnuð hér á landi vegna þess að þau innihalda lyfjaefni sem ekki er getið á umbúðum. 26.1.2012 06:30 Flotgalli bjargaði lífi fjórða skipverjans á Hallgrími Flotgalli bjargaði lífi skipverjans sem komst af þegar togarinn Hallgrímur fórst í ofsaveðri á Noregshafi í gærdag. Skipverjinn segir að hann hafi horft á eftir tveimur félaga sinna hverfa í hafið. 26.1.2012 06:24 Birgjar mismuna verslunum Minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvörukeðja á Íslandi. Í nokkrum vöruflokkum er lægsta smásöluverð Haga lægra en það innkaupsverð sem minni verslunum býðst hjá birgjum. 26.1.2012 06:00 Gætu þurft að borga yfirvöldum Fyrirtæki á Leifsstöð og íslensk flugfélög gætu þurft að greiða gjald til lögregluyfirvalda fyrir afgreiðslu á starfsmannaumsóknum. Starfsfólk þarf viðurkenndan aðgangspassa frá yfirvöldum til að komast leiðar sinnar á flugvellinum. 26.1.2012 05:30 Enn má tilnefna til Samfélagsverðlauna Frestur lesenda til að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins rennur út í næstu viku, miðvikudaginn 1. febrúar. 26.1.2012 05:00 Skákdagurinn haldinn í dag Skákdagur Íslands er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í dag, á 77 ára afmælisdegi stórmeistarans Friðriks Ólafssonar. 26.1.2012 03:30 Eyjamenn fá nýja ferju eftir þrjú ár Ný ferja mun hefja siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja ekki síðar en árið 2015. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta smíða skipið í ljósi þeirra vandamála sem komið hafa upp með siglingar Herjólfs til hafnarinnar síðan hún var tekin í notkun um mitt ár 2010. Talið er að ferjan kosti um fjóra milljarða króna. 26.1.2012 03:00 Segja skýrsluna meingallaða Skýrsla Hagfræðideildar Háskóla Íslands um kostnað við niðurfærslu íbúðarlána er meingölluð að mati Hagsmunasamtaka heimilanna. 26.1.2012 02:00 Sleðaflokkar frá Húsavík kallaðir út vegna rafmagnsleysis Sleðaflokkar björgunarsveita frá Húsavík, Aðaldal og Kópaskeri eru nú að kanna rafmagnslínuna sem liggur frá Laxárvirkjun til Kópaskers en taldar eru líkur á að hún sé slitin samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. 25.1.2012 22:50 Fárviðri á leitarstað - þriggja manna enn leitað Veðurskilyrði hafa versnað á svæðinu þar sem þriggja manna er nú leitað eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í dag. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu eru 30 metrar á sekúndu á svæðinu sem er fárviðri. Ölduhæð fer upp í fimmtán metra. 25.1.2012 21:24 Ólafsfjarðarmúli og Siglufjarðarvegur lokaðir vegna snjóflóða Hættustigi lýst yfir á Súðavíkurhlíð og Eyrarhlíð og eru þessar leiðir því lokaðar. Ólafsfjarðarmúli og Siglufjarðarvegur er lokaðir vegna snjóflóða. 25.1.2012 21:37 Fundu mannlausan björgunarbát Aftenposten í Noregi greinir frá því að leitarmenn hafi fundið mannlausan björgunarbát í kvöld. Þriggja manna er saknað eftir að skipið Hallgrímur SI-77 sökk um 270 kílómetrum frá Stad, nærri Álasundi, um klukkan hálf tvö í dag. 25.1.2012 20:08 Guðrún Eva fékk verðlaun í flokki fagurbókmennta Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í dag, miðvikudaginn 25. janúar 2012, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2011 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 25.1.2012 19:30 Togarinn sem sökk heitir Hallgrímur SI-77 Búið er að greina frá nafni skipsins sem sökk í Noregi í fjölmiðlum þar í landi. Togarinn heitir Hallgrímur SI-77 og er frá Siglufirði. Búið er að ná í alla aðstandendur mannanna sem voru um borð í togaranum. Eins og greint hefur verið frá þá hefur einum manni verið bjargað. Hann var fluttur til Álasunds og er ástand hans gott. 25.1.2012 19:26 84 prósent af 4000 Ipod-spilurum voru keyptir erlendis 84 prósent iPod Nano-spilara, sem voru afturkallaðir hér á landi í nóvember á síðasta ári, voru keyptir í útlöndum. Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna Ákason, framkvæmdastjóri hjá Epli.is, sem selur Apple vörur. Við hann var rætt í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem þetta kom fram. 25.1.2012 20:58 Sjá næstu 50 fréttir
Útskrifaður af sjúkrahúsinu í Álasundi Sjómaðurinn, sem bjargað var í gær eftir að togarinn Hallgrímur fórst í Noregshafi, var útskrifaður af sjúkrahúsinu í Álasundi eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Arndt Sommerlund, upplýsingafulltrúa sjúkrahússins, reyndust áverkar hans ekki þess eðlis að ástæða væri til að hann dveldi lengur á sjúkrahúsinu en hann hyggst leita sér aðstoðar og áfallahjálpar þegar hann kemur heim til Íslands. Maðurinn er 36 ára gamall. 26.1.2012 15:12
Ótrúlega erfiðar aðstæður við björgun sjómannsins Norski þyrluflugmaðurinn Olver Arnes segir í viðtali við NRK að björgunaraðgerðir á Norðurhafi í gærdag hafi verið einstaklega erfiðar. Hann var á annarri björgunarþyrlunni af tveimur, sem var við leit, þegar Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag. 26.1.2012 14:49
Hélt að bílnum hefði verið stolið - fann hann svo í snjóskafli Snjórinn sem liggur nú yfir allri borginni hefur ruglað suma í ríminu. Þannig hafði bíleigandi einn samband við lögreglu og tilkynntu að bílnum hefði verið stolið. Boðaði hann komu sína á lögreglustöð til þess að leggja fram formlega kæru í málinu. 26.1.2012 14:30
Yfirvofandi uppsagnir hjá Vinnumálastofnun Á félagsfundi SFR stéttarfélags sem haldinn var í gær að frumkvæði starfsmanna Vinnumálastofnunar kom fram mikil óánægja meðal fundarmanna vegna fyrirhugaðs tilraunaverkefnis sem felur í sér að hluti starfsemi stofnunar muni færist yfir á skrifstofur stéttarfélaga. 26.1.2012 14:11
Gætið ykkar á asahlákunni; svona forðast þú tjón Sjóvá vekur athygli á að spáð er rigningu og hita næstu daga og því er von á hláku og vatnsveðri. Reynslan undanfarnar vikur sýnir að flest tjón við þessar aðstæður hafa orðið þar sem ekki var nægilega vel hreinsað frá niðurföllum, snjór hreinsaður af svölum eða þökum. Þetta eru tjón sem í mörgum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir. 26.1.2012 13:57
Vegurinn um Víkurskarð lokaður vegna umferðaróhapps Vegurinn um Víkurskarð er lokaður um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps. Vegna veðurs verður Hellisheiði einnig lokuð um óákveðin tíma. 26.1.2012 13:45
Margir á sumardekkjum í snjónum Mikil snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, eins og ætti að vera öllum ljóst. Í gær aðstoðaði lögreglan fjölmarga ökumenn sem sátu fastir víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að það hafi vakið athygli að í allnokkrum tilvikum var um að ræða bíla sem voru búnir sumardekkjum. "Það verður að teljast heldur mikil bjartsýni að ætla sér að komast leiðar sinnar með slíkan búnað undir bílnum við þær aðstæður sem nú eru í umdæminu. Vegna þessa ítrekar lögreglan það við ökumenn að þeir leggi ekki af stað á vanbúnum bílum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. 26.1.2012 13:33
Jóhann Hauksson ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar Jóhann Hauksson, blaðamaður, hefur verið ráðinn til forsætisráðuneytisins sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. 26.1.2012 13:20
Hamagangur á Reykjanesbrautinni - myndband Mikið gekk á við Reykjanesbrautina í morgun en henni var lokað á miðnætti í gær og opnuð um klukkan hálf ellefu í morgun. Fjölmargir bílar sitja fastir og aðstoðuðu björgunarsveitarmenn ökumenn að komast til síns heima í nótt. Þó að búið sé að opna brautina eru ökumenn hvattir til þess að aka rólega og af yfirvegun. 26.1.2012 13:18
Ógnaði björgunarsveitarmanni sem þurfti að flýja inn í bíl Ófærðin fer illa í suma sem sannaðist í Reykjanesbæ í morgun þegar ökumaður veittist að björgunarsveitarmanni og ógnaði honum. Björgunarsveitarmaðurinn sá þann kost vænstan að flýja inn í bíl og læsa að sér og þá barði maðurinn í rúðuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Að lokum var lögregla kölluð til og skakkaði hún leikinn. 26.1.2012 12:14
Tveir mannanna frá Suðurnesjum Tveir af sjómönnunum þremur sem eru taldir af eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 fórst í Noregshafi í gærdag, eru frá Suðurnesjum. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. 26.1.2012 12:09
Hættuástandi vegna snjóflóða aflýst á Ísafirði og Hnífsdal Hættuástandi vegna snjóflóða hefur verið aflýst á Ísafirði og í Hnífsdal og þeim sem gert var að rýma hús sín fengið að snúa aftur. 26.1.2012 12:06
Tafir á dreifingu Fréttablaðsins Dreifing Fréttablaðsins hefur farið úr skorðum í dag enda ófærðin með eindæmum mikil í höfuðborginni og í nágrannasveitarfélögum. Hannes Hannesson framkvæmdastjóri Póstdreifingar sem sér um að dreifa blaðinu segir að ástandið sé mjög slæmt á öllum göngustígum á höfuðborgarsvæðinu. „Borgar og bæjaryfirvöld eru einfaldega ekki að sinna mokstri nægilega vel," segir Hannes og bendir á að þegar fari að blása í skaflana sem safnast hefur í, eins og gerði í nótt, þá verði einfaldlega allt ófært. 26.1.2012 11:14
Sjómaðurinn var í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum Íslenski sjómaðurinn, sem var bjargað úr Noregshafi í gærdag, var búinn að vera í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum þegar þyrlu norsku gæslunnar fann hann. Maðurinn var vel búinn enda komst hann í flotbúning áður en togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag. 26.1.2012 11:01
Stúdentar kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna einkunnaskila Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis ástand einkunnaskila við Háskóla Íslands. Í yfirlýsingu frá ráðinu er bent á að samkvæmt reglum skólans skuli skila einkunnum innan tveggja vikna, en auka vika er veitt yfir jólin. 26.1.2012 10:46
Reykjanesbrautin opin en þungfær Vegagerðin hefur nú opnað Reykjanesbrautina. Lögreglan á Suðurnesjum hvetur fólk þó til þess að sýna sérstaka tillitssemi og varúð. Mælst er til þess að menn taki ekki fram úr heldur aki rólega og af yfirvegun. Enn skefur mikið þótt ofankoma sé hætt og verst er ástandið við afleggjarana til Grindavíkur og til Voga. 26.1.2012 10:40
Saksóknarar segja ekkert hafa breyst í landsdómsmálinu Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknarar Alþingis, segja ekkert hafa breyst efnislega í málinu frá því ákært var í því. 26.1.2012 10:38
Rautt þýðir ófært Það hefur varla farið framhjá neinum að víðast hvar um land er ófært eða mjög þungfært. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna kort af öllum landsfjórðungum þar sem færð er skráð í rauntíma. Svona var staðan klukkan tíu í morgun en rauðu vegirnir eru ófærir. Eins og sjá má eru Vestfirðir til að mynda kolófærir og þá er kolófært víðast hvar á Suðvesturlandi. 26.1.2012 10:09
Rútur í fylgdarakstri á Reykjanesbrautinni - ófært á Vestfjörðum Rútur og vel búnir bíla eru í fylgdarakstri starfsmanna Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut þessa stundina. Verið er að ryðja götuna og bílar aka á eftir snjóruðningstækjunum. 26.1.2012 10:03
Brottför Herjólfs frestast til hádegis Búið er að fresta brottför Herjólfs til hádegis í dag. Í tilkynningu segir að brottför Herjólfs vrður kl. 12 frá Eyjum og kl. 17 frá Þorlákshöfn. Aðeins verður farin ein ferð í dag og því ferðir dagsins sameinaðar í eina. 26.1.2012 09:49
Náðu þjófi á hlaupum með kannabisplöntu í fanginu Lögreglan fékk ábendingu um að brotist hafi verið inn í hús við Hverfisgötu í Reykjavík rétt fyrir miðnætti, og náði innbrotsþjófnum á hlaupum skömmu síðar. Hann reyndist vera með kannabisplöntu á sér, sem hann hafði stolið í húsinu. 26.1.2012 09:43
Illfært í húsagötum - 35 tæki vinna við ruðning Vegna snjóþyngsla er víða illfært í Reykjavík, einkum í húsagötum og á bílastæðum. Klukkan fjögur í nótt voru um 35 tæki Reykjavíkurborgar og verktaka á hennar vegum farin af stað til snjóhreinsunar samkvæmt tilkynningu frá borginni. 26.1.2012 09:38
Norska varðskipið Bergen sent til leitar á Noregshafi Norska varðskipið Bergen er á leið á hafsvæðið þar sem togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag. 26.1.2012 08:44
Reykjanesbraut aftur lokuð í báðar áttir Reykjanesbrautin er aftur lokuð í báðar áttir. Lögreglan á Suðurnesjum segir að hinsvegar sé nú opið frá Sandgerði og Garði upp á Keflavíkurflugvöll og til Keflavíkur. 26.1.2012 08:09
Telja tölvupóst frá Steingrími setja málið í sérkennilegt ljós Óútskýrð atburðarás fór af stað vorið 2009, eftir að Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var tilkynnt um niðurfellingu máls hans af hálfu Fjármálaeftirlitsins og hann hugðist snúa aftur til starfa í fjármálaráðuneytinu. Þetta sagði verjandinn Karl Axelsson þegar hann flutti málsvörn Baldurs fyrir Hæstarétti í gær. Í greinargerð Baldurs til réttarins segir að atburðarásin setji málið í besta falli í sérkennilegt samhengi. 26.1.2012 08:00
Fyrri ferð Herjólfs frestast til kl. 10 Fyrri ferð Herjólfs í dag hefur verið frestað til kl. 10 vegna ófærðar til og frá Þorlákshöfn, að því segir í tilkynningu. 26.1.2012 07:46
Búið að opna Reykjanesbrautina í suðurátt Búið er að opna Reykjanesbraut í aðra áttina eða frá Hafnafirði til Keflavíkur en ekki búið að hleypa umferð á frá Keflavík til Hafnafjarðar. Þetta kemur fram í uppfærðri tilkynningu frá Vegagerðinni. 26.1.2012 07:41
Reykjanesbrautin lokuð um óákveðinn tíma Vegna veðurs verður Reykjanesbrautin, Hellisheiði og Þrengslin lokuð um óákveðin tíma. Hættustigi hefur varið lýst yfir á Súðavíkurhlíð og Eyrarhlíð og eru þessar leiðir því lokaðar. 26.1.2012 07:19
Kostnaður við snjómokstur sprengir kostnaðaráætlun Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni er löngu búinn að sprengja allar áætlanir, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Kostnaður borgarinnar við snjómokstur á öllu síðasta ári var um 385 milljónir króna, þar af nærri 150 milljónir króna vegna moksturs í desember. Árið áður var kostnaðurinn um 200 milljónir króna. 26.1.2012 07:00
Kolófært víða, snjóflóðahætta og rafmagnsleysi Hellisheiði, Þrengslavegi og Reykjanesbraut var lokað í gærkvöldi vegna ófærðar og óveðurs og eru Hellisheiði og Þrengsli enn ófær, en Reykjanesbraut var opnuð til suðurs fyrir hálftíma. 26.1.2012 06:39
Lyfjaefna ekki getið á umbúðum Mörg fæðubótarefni sem markaðssett eru sem kynörvandi eða sem lausn við risvanda karla eru bönnuð hér á landi vegna þess að þau innihalda lyfjaefni sem ekki er getið á umbúðum. 26.1.2012 06:30
Flotgalli bjargaði lífi fjórða skipverjans á Hallgrími Flotgalli bjargaði lífi skipverjans sem komst af þegar togarinn Hallgrímur fórst í ofsaveðri á Noregshafi í gærdag. Skipverjinn segir að hann hafi horft á eftir tveimur félaga sinna hverfa í hafið. 26.1.2012 06:24
Birgjar mismuna verslunum Minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvörukeðja á Íslandi. Í nokkrum vöruflokkum er lægsta smásöluverð Haga lægra en það innkaupsverð sem minni verslunum býðst hjá birgjum. 26.1.2012 06:00
Gætu þurft að borga yfirvöldum Fyrirtæki á Leifsstöð og íslensk flugfélög gætu þurft að greiða gjald til lögregluyfirvalda fyrir afgreiðslu á starfsmannaumsóknum. Starfsfólk þarf viðurkenndan aðgangspassa frá yfirvöldum til að komast leiðar sinnar á flugvellinum. 26.1.2012 05:30
Enn má tilnefna til Samfélagsverðlauna Frestur lesenda til að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins rennur út í næstu viku, miðvikudaginn 1. febrúar. 26.1.2012 05:00
Skákdagurinn haldinn í dag Skákdagur Íslands er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í dag, á 77 ára afmælisdegi stórmeistarans Friðriks Ólafssonar. 26.1.2012 03:30
Eyjamenn fá nýja ferju eftir þrjú ár Ný ferja mun hefja siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja ekki síðar en árið 2015. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta smíða skipið í ljósi þeirra vandamála sem komið hafa upp með siglingar Herjólfs til hafnarinnar síðan hún var tekin í notkun um mitt ár 2010. Talið er að ferjan kosti um fjóra milljarða króna. 26.1.2012 03:00
Segja skýrsluna meingallaða Skýrsla Hagfræðideildar Háskóla Íslands um kostnað við niðurfærslu íbúðarlána er meingölluð að mati Hagsmunasamtaka heimilanna. 26.1.2012 02:00
Sleðaflokkar frá Húsavík kallaðir út vegna rafmagnsleysis Sleðaflokkar björgunarsveita frá Húsavík, Aðaldal og Kópaskeri eru nú að kanna rafmagnslínuna sem liggur frá Laxárvirkjun til Kópaskers en taldar eru líkur á að hún sé slitin samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. 25.1.2012 22:50
Fárviðri á leitarstað - þriggja manna enn leitað Veðurskilyrði hafa versnað á svæðinu þar sem þriggja manna er nú leitað eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í dag. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu eru 30 metrar á sekúndu á svæðinu sem er fárviðri. Ölduhæð fer upp í fimmtán metra. 25.1.2012 21:24
Ólafsfjarðarmúli og Siglufjarðarvegur lokaðir vegna snjóflóða Hættustigi lýst yfir á Súðavíkurhlíð og Eyrarhlíð og eru þessar leiðir því lokaðar. Ólafsfjarðarmúli og Siglufjarðarvegur er lokaðir vegna snjóflóða. 25.1.2012 21:37
Fundu mannlausan björgunarbát Aftenposten í Noregi greinir frá því að leitarmenn hafi fundið mannlausan björgunarbát í kvöld. Þriggja manna er saknað eftir að skipið Hallgrímur SI-77 sökk um 270 kílómetrum frá Stad, nærri Álasundi, um klukkan hálf tvö í dag. 25.1.2012 20:08
Guðrún Eva fékk verðlaun í flokki fagurbókmennta Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í dag, miðvikudaginn 25. janúar 2012, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2011 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 25.1.2012 19:30
Togarinn sem sökk heitir Hallgrímur SI-77 Búið er að greina frá nafni skipsins sem sökk í Noregi í fjölmiðlum þar í landi. Togarinn heitir Hallgrímur SI-77 og er frá Siglufirði. Búið er að ná í alla aðstandendur mannanna sem voru um borð í togaranum. Eins og greint hefur verið frá þá hefur einum manni verið bjargað. Hann var fluttur til Álasunds og er ástand hans gott. 25.1.2012 19:26
84 prósent af 4000 Ipod-spilurum voru keyptir erlendis 84 prósent iPod Nano-spilara, sem voru afturkallaðir hér á landi í nóvember á síðasta ári, voru keyptir í útlöndum. Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna Ákason, framkvæmdastjóri hjá Epli.is, sem selur Apple vörur. Við hann var rætt í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem þetta kom fram. 25.1.2012 20:58
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent