Innlent

Saksóknarar segja ekkert hafa breyst í landsdómsmálinu

Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson.
Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson.
Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknarar Alþingis, segja ekkert hafa breyst efnislega í málinu frá því ákært var í því.

Þetta kom fram á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fjallað er um hvort afturkalla eigi ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.

Saksóknararnir sögðu það einnig mikilvægt að málinu innan þingsins yrði flýtt í ljósi þess að aðalmeðferð fer fram 5. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×