Fleiri fréttir

Flestum gleymt en áhrifamikið skáld

Þótt nafn Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar vesturfara sé flestum gleymt gætir áhrifa hans enn í íslenskum skáldskap í gegnum höfunda á borð við Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson. Á dögunum kom dagbók skáldsins út á vegum Lestu.is.

Áflog í íslensku flokkunum

Formannsskipti í íslenskum stjórnmálaflokkum hafa yfirleitt farið fram án mikilla átaka, í það minnsta fyrir opnum tjöldum. Þá hafa flokksformenn oftast getað verið rólegir yfir stöðu sinni þar sem fátítt hefur verið að sitjandi formenn fái mótframboð gegn sér.

Flogið með veikt grænlenskt barn til Íslands

Flogið var með veikt grænlenskt barn frá Sisimiut á Vesturströnd Grænlands til Reykjavíkur á föstudagskvöldið. Það var sjúkraflugvél Mýflugs sem flaug frá Akureyri til Grænlands.

Hanna Birna: "Úr heitasta eldinum kemur sterkasta stálið“

Hanna Birna Kristjánsdóttir segist ætla að gefa kost á sér til þings nái hún kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta sagði hún í framboðsræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins til formanns flokksins. Hún gagnrýndi einnig ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa reynt að velta skuldum einkafyrirtækis yfir á herðar almennings eins og í Icesave málinu.

Lesendum Fox News þykja nærfatauglýsingarnar óhugnanlegar

Eins mikið og ég vildi bregðast við rógburðinum sem ég og dóttir mín höfum þurft að þola þessa vikuna, hef ég kosið að hefja mig upp fyrir slíkt þras,“ segir Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður, sem hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að sitja fyrir á nærfötunum ásamt tæplega tvítugri dóttur sinn, í viðtali við vefsíðuna Lingerietalk.com.

Einn í haldi vegna skotárásar - tveimur skotum hleypt af

Einn maður er í haldi lögreglu vegna skotárásar í gærkvöldi og fleiri er leitað, en unnið hefur verið sleitulaust að rannsókn málsins síðan í gærkvöldi samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Smá rígur er bráðnauðsynlegur

Yfir fimm þúsund eru í Liverpool-klúbbnum á Íslandi og er Bragi Brynjarsson, stjórnarmaður klúbbsins og sölumaður hjá Bönunum ehf., með þeim dyggustu. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdi Braga eftir í dagsins önn og Kjartan Guðmundsson ræddi við hann.

Nýtt nýra breytti öllu

Það breytti öllu að fá nýtt nýra segir kona sem hefur tvisvar farið í nýrnaígræðslu. Í fyrra skiptið var hún aðeins fimmtán ára og hafði þá verið veik í nokkur ár. Hún hvetur fólk til að gerast líffæragjafar þar sem svo margir þarfnist líffæra.

Davíð Oddsson sló á létta strengi

Davíð Oddsson sló á létta strengi í óvæntri ræðu sinni á Landsfundi Sjálfstæðismanna í dag. Það sagði hann meðal annars skemmtisögu af því þegar eldri hjón horfðu á Alþingi í sjónvarpinu. Þá á Steingrímur J. Sigfússon að hafa verið að halda ræðu, þar sem hann sagði meðal annars að hann væri ekki að ljúga, heldur segja sannleikann, eins og hann hafði tamið sér í gegnum tíðina.

Lögreglumanni sem grunaður er um barnaníð ekki vikið frá störfum

Ríkislögreglustjóri telur sig ekki hafa forsendur til að víkja lögreglumanni tímabundið frá störfum þó fyrir liggi að hann er til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn stúlkubarni. Þetta er annað málið á einu ári þar sem lögreglumaður er kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri.

Aftur röð í Lindex

Aftur myndaðist röð fyrir utan fataverslunina Lindex þegar hún opnaði á ný í morgun. Eins og sést á myndinn beið fjölmenni eftir því að búðin yrði opnuð klukkan ellefu í morgun, en loka þurfti búðinni eftir síðustu helgi vegna vöruskorts.

Ógeðfelld pólitísk réttarhöld

Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, eru ógeðfelld pólitísk réttarhöld og lýsir Sjálfstæðisflokkurinn yfir fullum stuðningi við hann í tillögu að stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem kynntar voru fyrir hádegi.

Þurfa að fara aftur í nýrnaígræðslu

Sífellt algengara er að græða þurfi nýtt nýra í nýrnaþega þar sem nýrun sem þeir höfðu áður fengið grædd í sig hafa gefið sig sökum aldurs. Þetta fjölgar þeim sem þurfa nýrnaígræðslur.

Samtök vistheimilabarna fordæma sjóníðingana

Samtök vistheimilabarna fordæma það ofbeldi sem skipverjar á fiskveiðiskipinu Erlingi KE-140 frömdu á 13 ára barni þar um borð, og vilja benda á að það ofbeldi sem þessi ungi drengur mátti þola er að mörgu leiti af sama toga og vistheimilabörn þurftu að þola á mörgum illræmdum vistheimilum landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Landsfundurinn hafinn - bein útsending á Vísi

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn. Í morgun voru fundir starfshópa og drög að stjórnmálaályktun kynnt. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi með því að ýta á meðfylgjandi hlekk. Vísir mun sýna frá helstu viðburðum fundarins.

Selja flugmiða til Noregs á átta þúsund krónur

Lággjaldaflugfélagið Norwegian ætlar að hefja áætlunarflug milli Keflavíkur og Oslóar í sumar. Þetta staðfestir talskona félagsins við heimasíðuna Túrista. Boðið verður upp á þrjár ferðir í viku og til að byrja með aðeins um sumarið en markmiðið sé að fljúga allt árið.

Þjóðgarður haldi viðbót

Þingvallanefnd vill að forsætisráðuneytið heimili að tekjuaukning vegna aðgangseyris að salernum og hækkun lóðaleigu á sumarhús verði nýtt í þjóðgarðinum en komi ekki til frádráttar framlögum á fjárlögum.

Sterkur sjávarútvegur styrkir samningsstöðu

Styrkur íslensks sjávarútvegs og mikilvægi greinarinnar fyrir efnahag landsins er einn af helstu styrkleikum Íslands í yfirstandandi aðildarviðræðum við ESB. Þetta kom fram í máli Kolbeins Árnasonar, formanns samningahóps Íslands um sjávarútvegsmál, á morgunfundi Viðskiptaráðs Íslands í gær.

Skólum nú skylt að fyrirbyggja einelti

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út að allir grunnskólar skuli hafa heildstæða stefnu til að fyrirbyggja einelti. Sett verður á fót sérstakt fagráð í eineltismálum sem starfa mun á landsvísu og foreldrar eða skólar geta leitað til ef ekki tekst að finna viðunandi lausn innan skóla eða sveitarfélags.

Kynjaskipting á landsfundi á huldu

Upplýsingar fást ekki úr Valhöll um kynjahlutföll landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir nokkurrar óánægju með skarðan hlut kvenna á fundinum. Í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld sagði að konur væru einungis um þrjátíu prósent fundargesta.

Handtökur vegna skotárásar í Bryggjuhverfi

Lögreglan hefur handtekið menn í tengslum við skotárás í Bryggjuhverfinu í Reykjavík rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni slasaðist enginn í árásinni. Bifreið skotið var á skemmdist.

Bernhöftsbakarí er að missa Bergstaðastræti

„Mér finnst að fólkið hér í hverfinu eigi það skilið að við gefumst ekki upp svo auðveldlega,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi á Bergstaðastræti 13. Eigandi hússins tilkynnti á þriðjudag að bakaríið yrði að vera á braut í síðasta lagi um áramót.

Vopnaðir sérsveitamenn í Bryggjuhverfi

Vopnaðir sérsveitarmenn á vegum lögreglunnar hafa gert mikla leit að byssumönnum, sem gætu hafa skotið á bíl við Sævarhöfða, í Bryggjuhverfinu í kvöld. Að sögn sjónarvotts sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis talaði við fóru þeir inn í hús í Bryggjuhverfinu fyrr í kvöld en komu aftur út úr húsinu nokkru seinna án þess að hafa handtekið neitt, að því er virtist. Þá lokaði lögreglan öllum leiðum út úr Bryggjuhverfinu um stund.

Laxveiðitúr á 2,8 milljónir

Þriggja daga veiðitúr á besta tíma í Laxá á Ásum næsta sumar kostar 2,8 milljónir króna. Verðið hefur hækkað um 1,2 milljónir króna milli ára, eða um 75 prósent. Laxá á Ásum er fornfræg lítil á þar sem aðeins er veitt á tvær stangir. Verðið miðar við að báðar stangirnar séu keyptar.

Fossvogsskóli rýmdur á fjórum mínútum

Það tók ekki nema fjórar mínútur að rýma Fossvogsskóla eftir að brunavarnabjalla fór í gang. Um var að ræða brunavarnaæfingu á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Lýst eftir Daníel Evert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Daníel Evert Árnasyni. Talið er að hann sé klæddur í dökkar íþróttabuxur, fjólubláa og appelsínugula peysu og svarta úlpu og svarta uppháa strigaskó. Daníel er 175 sentimetrar hæð, grannvaxinn og um 60 kíló að þyngd. Hann er með brún augu og dökk snoðklippt hár. Síðast er vitað um ferðir hans í Reykjavík þann níunda nóvember síðastliðinn. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Sumarbústaðir miklu eftirsóttari en áður

Spurn eftir sumarbústöðum hjá stéttarfélögum er orðin svo mikil að stéttarfélögin anna þeim engan veginn. Sum þeirra eru þess vegna farin að bregða á það ráð að óska eftir sumarbústöðum á leigu sem stéttarfélögin geta svo framleigt til félagsmanna sinna. Bandalag háskólamanna auglýsti til að mynda eftir bústöðum í þessari viku.

Bílbeltin hefðu bjargað lífi Óla

Ólafur Oddur Marteinsson var aðeins 17 ára þegar hann lést í bílslysi í vor, aðeins tveimur dögum eftir fæðingu bróður síns. Móðir Ólafs segist vilja gera allt til að brýna það fyrir ökumönnum að spenna beltin enda væri sonur hennar líklega enn á lífi hefði hann gert það.

Sífellt fleiri þurfa nýrnaaðgerðir

Sautján Íslendingar hafa gengist undir nýrnaígræðslu í ár sem er metfjöldi. Ríflega helmingi fleiri hafa greinst með nýrnabilun það sem af er árinu en síðustu ár.

Helmingur landsfundarfulltrúa styður Bjarna

Helmingur kjörinna landsfundarfulltrúa í skoðanakönnun Stöðvar 2 ætlar að kjósa Bjarna Benediktsson í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á sunnudaginn. Tæplega þrjátíu og sjö prósent ætla að styðja Hönnu Birnu en aðrir hafa ekki gert upp hug sinn eða neita að svara.

Kirkjan saknar fyrrum félaga

Þjóðkirkjan saknar þeirra sem hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni og þar með yfirgefið söfnuði sína, segir í ályktun sem var samþykkt á Kirkjuþingi 2011 í dag. Þar segir jafnframt að þjóðkirkjan vilji vinna að því að fólk finni sig ávallt velkomið í kirkjuna og starf safnaðanna.

Tveir á slysadeild eftir árekstur

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut, við Sprengisand, nú í kvöld. Ekki er vitað hversu alvarlega þeir slösuðust. Bílarnir skemmdust nokkuð og var dælubíll frá slökkviliðinu notaður til að hreinsa upp olíu og glerbrot af götunni.

Svona gætu íslenskir olíubæir litið út

Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands.

Dikta tók á móti platínudiski

Hljómsveitin Dikta fékk í dag platínudisk fyrir diskinn Get It Together sem kom út í lok árs 2009. Þetta er fyrsti platínudiskur hljómsveitarinnar, segir Haukur Heiðar Hauksson, læknir og forsprakki hljómsveitarinnar.

Nagladekkjum fækkar á götunni

Hlutfall bíla á nagladekkjum í Reykjavík reyndist vera 17% á miðvikudaginn. Á sama tíma í fyrra voru tæplega 32% á negldum dekkjum og árið 2009 voru það 24%. Í marsmánuði 2002 voru 67% bifreiða á nagladekkjum en á sama tíma árið 2011 voru aðeins 34% á nöglum, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Notkun nagladekkja í borgum veldur hljóð- og svifryksmengun sem ástæðulaust er að skapa á snjóléttum svæðum eins og í Reykjavík þar sem vetrarþjónusta gatna er góð.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar fram til miðvikudagsins 23. nóvember næstkomandi. Ástæðan er ónógt dýpi í Landeyjahöfn og óhagstæð ölduspá næstu viku, samkvæmt upplýsingum frá rekstrarstjóra Herjólfs.

Fundu þrjá laumufarþega um borð í togara á leið frá Íslandi

Kanadíski togarinn Newfoundland Lynx er nú á leið til heimahafnar sinnar á Nýfundnalandi en skipið er að koma frá Íslandi. Nokkru eftir að látið var úr höfn hér á landi uppgötvaðist óvæntur farmur, en þrír laumufarþegar höfðu komið sér fyrir í skipinu.

Efnilegasti skákmaður Íslands

Hinn 18 ára Hjörvar Stein vantar aðeins einn áfanga til að verða næsti stórmeistari Íslendinga í skák. Hann segir að lífið snúist ekki bara um skákina og stundar félagslífið af krafti.

Sagði lögreglu að hann væri bróðir sinn - níu mánaða fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Meðal annars var hann dæmdur fyrir rangar sakargiftir en tvívegis gaf hann upp nafn bróður síns þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna umferðarlagabrota. Fyrir vikið var bróðirinn kærður fyrir brotin.

Sjá næstu 50 fréttir