Fleiri fréttir Lést af slysförum við Hellu Litla stúlkan sem lést af slysförum norðan við Hellu á miðvikudagskvöld hét Eva Lynn Fogg. Stúlkan var flutt með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi en var úrskurðuð látin þegar þangað kom. 4.8.2011 22:23 Lýsa eftir stolinni bifreið Lögreglan á Akureyri lýsir nú eftir bifreið, sem tilkynnt var að hefði verið stolið þann 31. júlí síðastliðinn. Bifreiðin er af gerðinni Hyundai Sonata, árgerð 1995, blágræn að lit og með bílnúmerið SY152. 4.8.2011 22:15 Rúmlega 1.200 nöfn á undirskriftalista Kvikmyndaskólans Kvikmyndaskóli Íslands hefur nú hrint af stað undirskriftasöfnun með það fyrir augum að þrýsta á stjórnvöld að gera slíkan samning við skólann að honum verði kleift að starfa áfram. Nú þegar hafa rúmlega þúsund manns ritað nafn sitt á listann. 4.8.2011 21:30 Stóraukin framleiðsla á kjúklinga- og svínakjöti Á meðan framleiðsla á lamba- og nautakjöti hefur staðið í stað hefur framleiðsla á svínakjöti tvöfaldast og á kjúklingakjöti fimmfaldast á aðeins fimmtán árum. Þetta kemur fram í riti Hagstofunnar, Ísland í tölum, sem gefið var út í dag. 4.8.2011 20:00 Blásandi borhola er Hveragerðingum hvimleið Blásandi borhola heldur vöku fyrir íbúum í Hveragerði. Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmaður í bænum, segir ástandið óviðunandi. Hann þurfi að ímynda sér að hávaðinn sé sjávarniður til að festa nótur á blað. 4.8.2011 19:30 Ísland heiðursgestur bókamessunnar í Frankfurt - 200 bækur þýddar Um tvö hundruð íslenskar bækur hafa verið þýddar á þýsku í tilefni af bókamessunni í Frankfurt en Ísland er heiðursgestur messunnar í ár. 4.8.2011 19:15 Forstöðumenn ríkisstofnana íhuga að stefna ríkinu Forstöðumenn ríkisstofnana íhuga að stefna ríkinu vegna tafa sem orðið hafa á, að launalækkun sem þeir tóku á sig 2008 gangi til baka. Þeir segja nýlega hækkun á launum þeirra málinu óviðkomandi, en hún kostar hið opinbera 300 milljónir á ári. 4.8.2011 18:27 Harður árekstur á Akureyri Ökumaður fólksbifreiðar var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur á gatnamótum Gránufélagsgötu og Glerárgötu á Akureyri um klukkan tvö í dag. 4.8.2011 16:43 Óska eftir vitnum að nauðgun í Herjólfsdal Í morgun kærði kona á þrítugsaldri kynferðisbrot sem mun hafa átt sér stað aðfaranótt mánudags á tímabilinu frá hálf tvö til tvö við hljóðskúr í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. 4.8.2011 16:22 Flugmenn skrifuðu undir samning við Flugfélag Íslands Flugmenn hjá Flugfélagi Íslands skrifuðu undir kjarasamning við Flugfélag Íslands um tvöleytið í dag. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að veigamest þátturinn í nýju samningarnir lúti að starfsöryggismálum. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um samningana. Atkvæði verða væntanlega greidd um nýju samningana á næstu dögum. 4.8.2011 15:57 Sækja slasaða konu Björgunarsveitamenn af Héraði eru nú á leið á Eyjabakkajökul í norðaustanverðum Vatnajökli að sækja konu sem slösuð er á ökkla. 4.8.2011 15:41 Konan fundin Búið er að finna bílinn RS-M06 og Magneu Guðnýju Stefánsdóttur, konuna sem auglýst var eftir fyrr í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. 4.8.2011 14:55 Bíll brann við Veiðileysu Eldur kviknaði í bíl sunnan við Veiðileysu, skammt frá Djúpavík eftir hádegi í dag. Lögreglumaður, slökkviliðsbíll og tveir sjúkrabílar eru á staðnum og var veginum lokað vegna slyssins. 4.8.2011 13:33 Íslensk hönnun á pokum til styrktar UN Women Hönnunarteymið Marandros; Katla Rós Völudóttir og Ragnar Már Nikulásson ásamt fatahönnuðinum Unu Hlín Kristjánsdóttur sem hannar undir merkinu Royal Extreme hönnuðu poka til styrktar UN Women á Íslandi. Pokarnir eru þegar komnir í sölu. Það er hlutverk UN Women á Íslandi að vekja landsmenn til umhugsunar um stöðu kvenna í fátækustu ríkjum heims og pokarnir eru ein leið til að ná til fólks. Það er ósk listamannanna að með hverjum poka sem selst aukist meðvitund landsmanna um samtökin og stöðu kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum, en allur ágóði af pokunum rennur beint til UN Women. Una hefur vakið mikla athygli frá því að hún frumsýndi fyrstu línu sína á RFF fyrir tveimur árum og Katla Rós og Ragnar voru meðal annars tilnefnd til forsetaverðlauna nýsköpunarsjóðs á dögunum. Í tilkynningu frá UN Women segir að pokarnir séu sumarlegir og henta bæði konum og körlum. Það er ósk UN Women á Íslandi að gefa efnilegum íslenskum listamönnum tækifæri árlega til að hanna nýja poka og koma þannig list sinni á framfæri. Allur ágóði af pokunum rennur óskiptur til UN Women á Íslandi. Listamennirnir gáfu alla vinnu sína og hvetur landsnefndin alla til þess að leggja málefninu lið og kaupa sér poka. Pokarnir fást í Aurum, GK , Kiosk, Mýrinni, Kisunni og Minju. Einnig er hægt að fjárfesta í eintaki á skrifstofu UN Women á Laugavegi 42 4.8.2011 13:27 Einn fullorðinn og tvö börn í sjálfheldu í Úlfarsfelli Undanfarar björgunarsveita af höfuðborgarsvæðinu eru nú í Úlfarsfelli þar sem þrjár manneskjur eru í sjálfheldu í Hamrahlíð. Um er að ræða einn fullorðinn og tvö börn. 4.8.2011 13:10 Forstöðumenn leita til umboðsmanns Alþingis Forstöðumenn ríkisstofnana hafa leitað til umboðsmanns Alþingis vegna launaágreinings við Kjararáð, og íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Þeir telja hugsanlegt að ríkið sé skaðabótaskylt vegna tafa á launahækkunum. 4.8.2011 12:24 Önnur nauðgun á Þjóðhátíð kærð Tæknideild lögreglunnar á Selfossi, sem er rannsóknadeild fyrir allt Suðurland, fékk í gær aðra formlega kæru um nauðgun á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum og þriðja kæran er að líkindum í burðarliðnum. 4.8.2011 12:00 Lýst eftir konu á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Magneu Guðnýju Stefánsdóttur, til heimilis að Bragavöllum 4 í Reykjanesbæ. Magnea fór frá heimili sínu um klukkan fimm í morgun á bifreið sinni, sem er lítill svatur jeppi með skráningarnúmerið RS-M06. 4.8.2011 11:51 Ríkið greiddi fyrir flutning Sævars Ciesielski til Íslands „Okkur þótti þetta vera eðlileg ákvörðun," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um þá ákvörðun Innanríkisráðuneytisins að bera allan kostnað af því að flytja Sævar Marinó Ciesielski frá Danmörku, þar sem hann lést, til Íslands. 4.8.2011 11:34 Jón Stóri reyndi að svindla sér heim með Herjólfi Óvænt uppákoma varð við Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum þegar Jón Stóri, sem þekktur er úr undirheimum Reykjavíkur, reyndi að svindla sér um borð í Herjólf. Jón keyrði bifreið sína framhjá röðinni og inn í Herjólf en þó hann væri sjálfur með farmiða fyrir leiðinni heim var hann ekki með miða fyrir bílinn sinn. 4.8.2011 11:01 Helmingi færri vildu í forsætisráðuneytið: Engin vonbrigði Ríflega tvöfalt fleiri sóttu um stöðu upplýsingafulltrúa í umhverfisráðuneytinu en í forsætisráðuneytinu þegar störfin voru auglýst. 93 sóttu um starf upplýsingafulltrúa hjá umhverfisráðuneytinu en 37 sóttu hjá forsætisráðuneytinu. Umsóknarfrestur vegna starfanna rann út sama dag hjá báðum ráðuneytum, þann 13. mars. 4.8.2011 09:56 Fatlaðir ætla yfir Vatnajökul Hópur erlendra ofurhuga ætlar að freista þess að fara í snjódrekaflug þvert yfir Vatnajökul í apríl á næsta ári. Þetta væri ekki í frásögur færandi ef þrír í hópnum væru ekki bundnir við hjólastól. 4.8.2011 09:00 Umferð hleypt á nýja akbraut á Vesturlandsvegi Umferð til suðurs hefur verið hleypt á nýja akbraut á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, frá Þingvallavegi að Álafossvegi. Umferð til norðurs verður óbreytt á einni akrein um sinn. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að vinna hefjist aftur á svæðinu þann 8. ágúst og er áætlað að umferð verði komin á endanlegt mannvirki þann 20. ágúst. 4.8.2011 08:47 Styrkja soltin börn í Sómalíu Efnilegustu ungu skákmenn landsins munu tefla við gesti og gangandi á skákmaraþoni í Ráðhúsi Reykjavíkur um næstu helgi. Mótherjar ungmennanna munu geta borgað upphæð að eigin vali sem rennur beint í söfnun Rauða kross Íslands vegna hungursneyðarinnar í Sómalíu og öðrum löndum Austur-Afríku. 4.8.2011 08:30 Verulega grunsamlegur ökumaður stöðvaður Það var meira en lítið misjafnt við ökumanninn, sem lögreglan í Borgarfirði stöðvaði í fyrrakvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur. 4.8.2011 08:02 Óbreytt rennsli í Skaftá Rennslii jókst ekki í Skaftá í nótt, en búist er við hlaupi úr Eystri-Skaftárkatli í jöklinum, en hlaupið í síðustu viku var úr vestari katlinum. 4.8.2011 08:00 Endurheimti bíl úr óskilum frá Eyjum Sigurgeir Snævar Árnason varð hæstánægður í gær þegar Anna Louise Ásgeirsdóttir, frá munavörslunni í Vestmannaeyjum, kom akandi á bílnum hans upp á hlað. Hann hafði nefnilega týnt lyklinum að bílnum þegar hann var á Þjóðhátíð í Eyjum og gat því ekki komið á honum heim með Herjólfi að hátíð lokinni. 4.8.2011 08:00 Fjölmennur útifundur við Oddskarðsgöng Hátt á annað hundrað manns mættu á útifund norðfjarðarmegin við Oddskarðsgöng í gærkvöldi til að þrýsta á að ráðist verði í gerð Norðfjarðarganga, sem leysi Oddskarðsgöngin af hólmi. 4.8.2011 07:48 Stígamót koma ekki í staðinn Sálgæsluteymi Þjóðhátíðar í Eyjum segir að gæsla á hátíðinni í ár hafi verið til fyrirmyndar. Í yfirlýsingu sem send var út í gær vegna þeirrar umræðu sem hefur skapast eftir að tilkynnt var um fimm nauðganir á hátíðinni í ár, segir enn fremur að samtök á borð við Stígamót og Nei-hreyfinguna geti aldrei komið í stað þess fagteymis sem venjulega er á vakt yfir hátíðina. 4.8.2011 07:30 Öll olíufélögin lækkuðu verð á bensíni og díselolíu Öll olíufélögin lækkuðu verð á bensíni og dísilolíu um tvær krónur á lítrann í gær, vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði, að sögn félaganna. Það lækkaði meðal annars vegna fregna af birgðastöðu í Bandaríkjunum. 4.8.2011 07:29 Snarpir jarðskjálftar við Geirfuglasker Þrír snarpir jarðskjálftar urðu á Reykjaneshrygg í grennd við Geirfuglasker, um það bil 20 kílómetra frá landi, upp úr klukkan átta í gærkvöldi. 4.8.2011 07:22 Verkið margfaldaðist frá útboði Sævar Eiríksson, eigandi Vélgröfunnar, er ósáttur við ummæli forsvarsmanna Vegagerðarinnar um ástæður tafa við veglagningu í Laugardal, milli Laugarvatns og Geysis. Hann segir verkið hafa margfaldast frá útboði og því ekki nema von að tafir hafi orðið á verkinu. 4.8.2011 07:15 Banaslys í Landssveit Banaslys varð síðdegis í gær á heimreið að sumarhúsi í Landssveit í Rangárþingi ytra, þegar barn á sjötta ári varð undir afturhjóli bíls. 4.8.2011 07:14 Bíða gagna frá Sjálfstæðisflokknum Lögregla bíður nú gagna frá Sjálfstæðisflokknum áður en saksóknari tekur afstöðu til kæru sem flokkurinn lagði fram vegna meints fjárdráttar sem kom upp hjá Norðurlandaráði í vor, segir Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. 4.8.2011 07:00 Snýst ekki um geymslu á föngum „Það er alveg með ólíkindum á hvaða plan þessi umræða er komin,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, um þau tíðindi að ríkisstjórnin sé með þann möguleika uppi á borðinu að nýta eldra húsnæði í eigu ríkisins undir nýtt gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi. 4.8.2011 06:30 Vilja auka hlut sveitarfélaga í almenningssamgöngum Samgönguyfirvöld stefna að því að yfirumsjón með almenningssamgöngum á landi verði komin á hendur sveitarfélaga fyrir lok næsta árs. Þegar hefur verið undirritað sjö ára samkomulag við Samband sunnlenskra sveitarfélaga, sem fær 80 milljónir króna á ári í þeim tilgangi. Formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga segir hagræði geta falist í þessum breytingum en ríkið verði að standa við sitt. 4.8.2011 06:15 Bíða eftir bænapresti Söfnuðurinn í Menningarsetri múslima á Íslandi bíður eftir Taha Sidique, bænapresti sínum, eða imam, en hann hefur ekki fengið dvalarleyfi þó að umsóknin hafi verið til afgreiðslu í rúma þrjá mánuði. 4.8.2011 06:00 Skuldar 44 milljónir á Íslandi Norski listmálarinn Odd Nerdrum skuldar um 44 milljónir króna í opinber gjöld hér á landi, en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik í Noregi. 4.8.2011 05:30 Allir fangelsiskostir enn til athugunar Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvernig staðið verður að því að auka við fangelsisrými. Innanríkisráðuneytið vinnur nú úttekt á kostnaði og hagkvæmni þess að breyta ýmsum húsum ríkisins í fangelsi. Engir kostir hafa verið útilokaðir. 4.8.2011 05:00 Helgi Magnús skipaður vararíkissaksóknari Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Helga Magnús Gunnarsson í embætti vararíkissaksóknara. 4.8.2011 04:30 Kaldasti júlímánuður í fimm ár, sá fjórtándi hlýjasti frá 1871 Meðalhiti í Reykjavík var 12,2 stig í nýliðnum mánuði og er hann kaldasti júlímánuður í fimm ár, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Þrátt fyrir það var meðalhitinn á landinu yfir meðallagi júlímánaða á nokkrum síðustu áratugum síðustu aldar eða frá árinu 1961 til 1990. 3.8.2011 21:30 Morðið í Heiðmörk: Segir kerfið hafa brugðist syni sínum Móðir mannsins sem myrti barnsmóður sína í Heiðmörk segir kerfið hafa brugðist, en maðurinn er ósakhæfur að mati geðlækna. Hann glímdi að hennar sögn við mikil andleg veikindi og var leystur út af geðdeild skömmu áður en hann myrti barnsmóður sína. 3.8.2011 18:30 Tryggja að nemendur Kvikmyndaskólans nái að útskrifast Menntamálaráðuneytið hefur lagt fram tillögur til Kvikmyndaskóla Íslands um lausn á fjárhagsmálum skólans. Tryggt verður að núverandi nemendur skólans fái að ljúka sínu námi komi til þess að skólinn verði lagður niður. 3.8.2011 20:30 Víðines ekki álitlegur kostur - Enn óvíst hvar nýtt fangelsi rís Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir bráðvanta gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi á Íslandi. Hann segir Víðines ekki vera álitlegan kost, enda eigi ekki að reisa bráðabirgðafangelsi. 3.8.2011 19:41 Segir gjaldeyristekjur 100 verkamanna jafngilda 800 í sauðfjárbúskap Fimmtíu til hundrað verkamenn í álverum hér á landi skapa jafn miklar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið og um átta hundruð starfsmenn í sauðfjárbúskap, segir prófessor í hagfræði. Hann segir íslenska skattgreiðendur niðurgreiða útflutning á kindakjöti. 3.8.2011 19:30 Sjá næstu 50 fréttir
Lést af slysförum við Hellu Litla stúlkan sem lést af slysförum norðan við Hellu á miðvikudagskvöld hét Eva Lynn Fogg. Stúlkan var flutt með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi en var úrskurðuð látin þegar þangað kom. 4.8.2011 22:23
Lýsa eftir stolinni bifreið Lögreglan á Akureyri lýsir nú eftir bifreið, sem tilkynnt var að hefði verið stolið þann 31. júlí síðastliðinn. Bifreiðin er af gerðinni Hyundai Sonata, árgerð 1995, blágræn að lit og með bílnúmerið SY152. 4.8.2011 22:15
Rúmlega 1.200 nöfn á undirskriftalista Kvikmyndaskólans Kvikmyndaskóli Íslands hefur nú hrint af stað undirskriftasöfnun með það fyrir augum að þrýsta á stjórnvöld að gera slíkan samning við skólann að honum verði kleift að starfa áfram. Nú þegar hafa rúmlega þúsund manns ritað nafn sitt á listann. 4.8.2011 21:30
Stóraukin framleiðsla á kjúklinga- og svínakjöti Á meðan framleiðsla á lamba- og nautakjöti hefur staðið í stað hefur framleiðsla á svínakjöti tvöfaldast og á kjúklingakjöti fimmfaldast á aðeins fimmtán árum. Þetta kemur fram í riti Hagstofunnar, Ísland í tölum, sem gefið var út í dag. 4.8.2011 20:00
Blásandi borhola er Hveragerðingum hvimleið Blásandi borhola heldur vöku fyrir íbúum í Hveragerði. Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmaður í bænum, segir ástandið óviðunandi. Hann þurfi að ímynda sér að hávaðinn sé sjávarniður til að festa nótur á blað. 4.8.2011 19:30
Ísland heiðursgestur bókamessunnar í Frankfurt - 200 bækur þýddar Um tvö hundruð íslenskar bækur hafa verið þýddar á þýsku í tilefni af bókamessunni í Frankfurt en Ísland er heiðursgestur messunnar í ár. 4.8.2011 19:15
Forstöðumenn ríkisstofnana íhuga að stefna ríkinu Forstöðumenn ríkisstofnana íhuga að stefna ríkinu vegna tafa sem orðið hafa á, að launalækkun sem þeir tóku á sig 2008 gangi til baka. Þeir segja nýlega hækkun á launum þeirra málinu óviðkomandi, en hún kostar hið opinbera 300 milljónir á ári. 4.8.2011 18:27
Harður árekstur á Akureyri Ökumaður fólksbifreiðar var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur á gatnamótum Gránufélagsgötu og Glerárgötu á Akureyri um klukkan tvö í dag. 4.8.2011 16:43
Óska eftir vitnum að nauðgun í Herjólfsdal Í morgun kærði kona á þrítugsaldri kynferðisbrot sem mun hafa átt sér stað aðfaranótt mánudags á tímabilinu frá hálf tvö til tvö við hljóðskúr í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. 4.8.2011 16:22
Flugmenn skrifuðu undir samning við Flugfélag Íslands Flugmenn hjá Flugfélagi Íslands skrifuðu undir kjarasamning við Flugfélag Íslands um tvöleytið í dag. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að veigamest þátturinn í nýju samningarnir lúti að starfsöryggismálum. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um samningana. Atkvæði verða væntanlega greidd um nýju samningana á næstu dögum. 4.8.2011 15:57
Sækja slasaða konu Björgunarsveitamenn af Héraði eru nú á leið á Eyjabakkajökul í norðaustanverðum Vatnajökli að sækja konu sem slösuð er á ökkla. 4.8.2011 15:41
Konan fundin Búið er að finna bílinn RS-M06 og Magneu Guðnýju Stefánsdóttur, konuna sem auglýst var eftir fyrr í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. 4.8.2011 14:55
Bíll brann við Veiðileysu Eldur kviknaði í bíl sunnan við Veiðileysu, skammt frá Djúpavík eftir hádegi í dag. Lögreglumaður, slökkviliðsbíll og tveir sjúkrabílar eru á staðnum og var veginum lokað vegna slyssins. 4.8.2011 13:33
Íslensk hönnun á pokum til styrktar UN Women Hönnunarteymið Marandros; Katla Rós Völudóttir og Ragnar Már Nikulásson ásamt fatahönnuðinum Unu Hlín Kristjánsdóttur sem hannar undir merkinu Royal Extreme hönnuðu poka til styrktar UN Women á Íslandi. Pokarnir eru þegar komnir í sölu. Það er hlutverk UN Women á Íslandi að vekja landsmenn til umhugsunar um stöðu kvenna í fátækustu ríkjum heims og pokarnir eru ein leið til að ná til fólks. Það er ósk listamannanna að með hverjum poka sem selst aukist meðvitund landsmanna um samtökin og stöðu kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum, en allur ágóði af pokunum rennur beint til UN Women. Una hefur vakið mikla athygli frá því að hún frumsýndi fyrstu línu sína á RFF fyrir tveimur árum og Katla Rós og Ragnar voru meðal annars tilnefnd til forsetaverðlauna nýsköpunarsjóðs á dögunum. Í tilkynningu frá UN Women segir að pokarnir séu sumarlegir og henta bæði konum og körlum. Það er ósk UN Women á Íslandi að gefa efnilegum íslenskum listamönnum tækifæri árlega til að hanna nýja poka og koma þannig list sinni á framfæri. Allur ágóði af pokunum rennur óskiptur til UN Women á Íslandi. Listamennirnir gáfu alla vinnu sína og hvetur landsnefndin alla til þess að leggja málefninu lið og kaupa sér poka. Pokarnir fást í Aurum, GK , Kiosk, Mýrinni, Kisunni og Minju. Einnig er hægt að fjárfesta í eintaki á skrifstofu UN Women á Laugavegi 42 4.8.2011 13:27
Einn fullorðinn og tvö börn í sjálfheldu í Úlfarsfelli Undanfarar björgunarsveita af höfuðborgarsvæðinu eru nú í Úlfarsfelli þar sem þrjár manneskjur eru í sjálfheldu í Hamrahlíð. Um er að ræða einn fullorðinn og tvö börn. 4.8.2011 13:10
Forstöðumenn leita til umboðsmanns Alþingis Forstöðumenn ríkisstofnana hafa leitað til umboðsmanns Alþingis vegna launaágreinings við Kjararáð, og íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Þeir telja hugsanlegt að ríkið sé skaðabótaskylt vegna tafa á launahækkunum. 4.8.2011 12:24
Önnur nauðgun á Þjóðhátíð kærð Tæknideild lögreglunnar á Selfossi, sem er rannsóknadeild fyrir allt Suðurland, fékk í gær aðra formlega kæru um nauðgun á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum og þriðja kæran er að líkindum í burðarliðnum. 4.8.2011 12:00
Lýst eftir konu á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Magneu Guðnýju Stefánsdóttur, til heimilis að Bragavöllum 4 í Reykjanesbæ. Magnea fór frá heimili sínu um klukkan fimm í morgun á bifreið sinni, sem er lítill svatur jeppi með skráningarnúmerið RS-M06. 4.8.2011 11:51
Ríkið greiddi fyrir flutning Sævars Ciesielski til Íslands „Okkur þótti þetta vera eðlileg ákvörðun," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um þá ákvörðun Innanríkisráðuneytisins að bera allan kostnað af því að flytja Sævar Marinó Ciesielski frá Danmörku, þar sem hann lést, til Íslands. 4.8.2011 11:34
Jón Stóri reyndi að svindla sér heim með Herjólfi Óvænt uppákoma varð við Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum þegar Jón Stóri, sem þekktur er úr undirheimum Reykjavíkur, reyndi að svindla sér um borð í Herjólf. Jón keyrði bifreið sína framhjá röðinni og inn í Herjólf en þó hann væri sjálfur með farmiða fyrir leiðinni heim var hann ekki með miða fyrir bílinn sinn. 4.8.2011 11:01
Helmingi færri vildu í forsætisráðuneytið: Engin vonbrigði Ríflega tvöfalt fleiri sóttu um stöðu upplýsingafulltrúa í umhverfisráðuneytinu en í forsætisráðuneytinu þegar störfin voru auglýst. 93 sóttu um starf upplýsingafulltrúa hjá umhverfisráðuneytinu en 37 sóttu hjá forsætisráðuneytinu. Umsóknarfrestur vegna starfanna rann út sama dag hjá báðum ráðuneytum, þann 13. mars. 4.8.2011 09:56
Fatlaðir ætla yfir Vatnajökul Hópur erlendra ofurhuga ætlar að freista þess að fara í snjódrekaflug þvert yfir Vatnajökul í apríl á næsta ári. Þetta væri ekki í frásögur færandi ef þrír í hópnum væru ekki bundnir við hjólastól. 4.8.2011 09:00
Umferð hleypt á nýja akbraut á Vesturlandsvegi Umferð til suðurs hefur verið hleypt á nýja akbraut á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, frá Þingvallavegi að Álafossvegi. Umferð til norðurs verður óbreytt á einni akrein um sinn. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að vinna hefjist aftur á svæðinu þann 8. ágúst og er áætlað að umferð verði komin á endanlegt mannvirki þann 20. ágúst. 4.8.2011 08:47
Styrkja soltin börn í Sómalíu Efnilegustu ungu skákmenn landsins munu tefla við gesti og gangandi á skákmaraþoni í Ráðhúsi Reykjavíkur um næstu helgi. Mótherjar ungmennanna munu geta borgað upphæð að eigin vali sem rennur beint í söfnun Rauða kross Íslands vegna hungursneyðarinnar í Sómalíu og öðrum löndum Austur-Afríku. 4.8.2011 08:30
Verulega grunsamlegur ökumaður stöðvaður Það var meira en lítið misjafnt við ökumanninn, sem lögreglan í Borgarfirði stöðvaði í fyrrakvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur. 4.8.2011 08:02
Óbreytt rennsli í Skaftá Rennslii jókst ekki í Skaftá í nótt, en búist er við hlaupi úr Eystri-Skaftárkatli í jöklinum, en hlaupið í síðustu viku var úr vestari katlinum. 4.8.2011 08:00
Endurheimti bíl úr óskilum frá Eyjum Sigurgeir Snævar Árnason varð hæstánægður í gær þegar Anna Louise Ásgeirsdóttir, frá munavörslunni í Vestmannaeyjum, kom akandi á bílnum hans upp á hlað. Hann hafði nefnilega týnt lyklinum að bílnum þegar hann var á Þjóðhátíð í Eyjum og gat því ekki komið á honum heim með Herjólfi að hátíð lokinni. 4.8.2011 08:00
Fjölmennur útifundur við Oddskarðsgöng Hátt á annað hundrað manns mættu á útifund norðfjarðarmegin við Oddskarðsgöng í gærkvöldi til að þrýsta á að ráðist verði í gerð Norðfjarðarganga, sem leysi Oddskarðsgöngin af hólmi. 4.8.2011 07:48
Stígamót koma ekki í staðinn Sálgæsluteymi Þjóðhátíðar í Eyjum segir að gæsla á hátíðinni í ár hafi verið til fyrirmyndar. Í yfirlýsingu sem send var út í gær vegna þeirrar umræðu sem hefur skapast eftir að tilkynnt var um fimm nauðganir á hátíðinni í ár, segir enn fremur að samtök á borð við Stígamót og Nei-hreyfinguna geti aldrei komið í stað þess fagteymis sem venjulega er á vakt yfir hátíðina. 4.8.2011 07:30
Öll olíufélögin lækkuðu verð á bensíni og díselolíu Öll olíufélögin lækkuðu verð á bensíni og dísilolíu um tvær krónur á lítrann í gær, vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði, að sögn félaganna. Það lækkaði meðal annars vegna fregna af birgðastöðu í Bandaríkjunum. 4.8.2011 07:29
Snarpir jarðskjálftar við Geirfuglasker Þrír snarpir jarðskjálftar urðu á Reykjaneshrygg í grennd við Geirfuglasker, um það bil 20 kílómetra frá landi, upp úr klukkan átta í gærkvöldi. 4.8.2011 07:22
Verkið margfaldaðist frá útboði Sævar Eiríksson, eigandi Vélgröfunnar, er ósáttur við ummæli forsvarsmanna Vegagerðarinnar um ástæður tafa við veglagningu í Laugardal, milli Laugarvatns og Geysis. Hann segir verkið hafa margfaldast frá útboði og því ekki nema von að tafir hafi orðið á verkinu. 4.8.2011 07:15
Banaslys í Landssveit Banaslys varð síðdegis í gær á heimreið að sumarhúsi í Landssveit í Rangárþingi ytra, þegar barn á sjötta ári varð undir afturhjóli bíls. 4.8.2011 07:14
Bíða gagna frá Sjálfstæðisflokknum Lögregla bíður nú gagna frá Sjálfstæðisflokknum áður en saksóknari tekur afstöðu til kæru sem flokkurinn lagði fram vegna meints fjárdráttar sem kom upp hjá Norðurlandaráði í vor, segir Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. 4.8.2011 07:00
Snýst ekki um geymslu á föngum „Það er alveg með ólíkindum á hvaða plan þessi umræða er komin,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, um þau tíðindi að ríkisstjórnin sé með þann möguleika uppi á borðinu að nýta eldra húsnæði í eigu ríkisins undir nýtt gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi. 4.8.2011 06:30
Vilja auka hlut sveitarfélaga í almenningssamgöngum Samgönguyfirvöld stefna að því að yfirumsjón með almenningssamgöngum á landi verði komin á hendur sveitarfélaga fyrir lok næsta árs. Þegar hefur verið undirritað sjö ára samkomulag við Samband sunnlenskra sveitarfélaga, sem fær 80 milljónir króna á ári í þeim tilgangi. Formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga segir hagræði geta falist í þessum breytingum en ríkið verði að standa við sitt. 4.8.2011 06:15
Bíða eftir bænapresti Söfnuðurinn í Menningarsetri múslima á Íslandi bíður eftir Taha Sidique, bænapresti sínum, eða imam, en hann hefur ekki fengið dvalarleyfi þó að umsóknin hafi verið til afgreiðslu í rúma þrjá mánuði. 4.8.2011 06:00
Skuldar 44 milljónir á Íslandi Norski listmálarinn Odd Nerdrum skuldar um 44 milljónir króna í opinber gjöld hér á landi, en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik í Noregi. 4.8.2011 05:30
Allir fangelsiskostir enn til athugunar Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvernig staðið verður að því að auka við fangelsisrými. Innanríkisráðuneytið vinnur nú úttekt á kostnaði og hagkvæmni þess að breyta ýmsum húsum ríkisins í fangelsi. Engir kostir hafa verið útilokaðir. 4.8.2011 05:00
Helgi Magnús skipaður vararíkissaksóknari Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Helga Magnús Gunnarsson í embætti vararíkissaksóknara. 4.8.2011 04:30
Kaldasti júlímánuður í fimm ár, sá fjórtándi hlýjasti frá 1871 Meðalhiti í Reykjavík var 12,2 stig í nýliðnum mánuði og er hann kaldasti júlímánuður í fimm ár, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Þrátt fyrir það var meðalhitinn á landinu yfir meðallagi júlímánaða á nokkrum síðustu áratugum síðustu aldar eða frá árinu 1961 til 1990. 3.8.2011 21:30
Morðið í Heiðmörk: Segir kerfið hafa brugðist syni sínum Móðir mannsins sem myrti barnsmóður sína í Heiðmörk segir kerfið hafa brugðist, en maðurinn er ósakhæfur að mati geðlækna. Hann glímdi að hennar sögn við mikil andleg veikindi og var leystur út af geðdeild skömmu áður en hann myrti barnsmóður sína. 3.8.2011 18:30
Tryggja að nemendur Kvikmyndaskólans nái að útskrifast Menntamálaráðuneytið hefur lagt fram tillögur til Kvikmyndaskóla Íslands um lausn á fjárhagsmálum skólans. Tryggt verður að núverandi nemendur skólans fái að ljúka sínu námi komi til þess að skólinn verði lagður niður. 3.8.2011 20:30
Víðines ekki álitlegur kostur - Enn óvíst hvar nýtt fangelsi rís Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir bráðvanta gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi á Íslandi. Hann segir Víðines ekki vera álitlegan kost, enda eigi ekki að reisa bráðabirgðafangelsi. 3.8.2011 19:41
Segir gjaldeyristekjur 100 verkamanna jafngilda 800 í sauðfjárbúskap Fimmtíu til hundrað verkamenn í álverum hér á landi skapa jafn miklar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið og um átta hundruð starfsmenn í sauðfjárbúskap, segir prófessor í hagfræði. Hann segir íslenska skattgreiðendur niðurgreiða útflutning á kindakjöti. 3.8.2011 19:30