Innlent

Tryggja að nemendur Kvikmyndaskólans nái að útskrifast

Menntamálaráðuneytið hefur lagt fram tillögur til Kvikmyndaskóla Íslands um lausn á fjárhagsmálum skólans. Tryggt verður að núverandi nemendur skólans fái að ljúka sínu námi komi til þess að skólinn verði lagður niður.

Málefni Kvikmyndaskóla Íslands hafa verið í brennidepli undanfarna daga en skólinn á í verulegum fjárhagsvandræðum og þarf á auknum fjárframlögum að halda, annars verði skólinn lagður niður nú í sumar.

Forsvarsmenn skólans funduðu í dag með starfsmönnum menntamálaráðuneytisins en starfandi menntamálaráðherra Svandís Svavarsdóttir er erlendis.

„Það má segja að nú sé ákveðin tillaga að lausn sem að liggur á borðinu sem að skólinn er nú að bera saman bækur sínar hvort að gangi upp getur þú sagt hvað felst í þeirri tillögu? nei ég held að það sé ekki rétta ð segja neitt um það að svo stöddu en það fóru allir aðilar mjög vongóðir frá borði" segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra

Hann segir alla aðila vongóða um að komast að niðurstöðu en margir nemendur eru uggandi yfir óvissunni. „Það er bara númer eitt tvö og þrjú að nemendurnir nái að klára námið, þannig að þeir sem eru búnir að taka önn eða tvær annir nái að útskrifast."

Það er hins vegar neyðarúrræði komi til þess að skólinn geti ekki starfað áfram í núverandi mynd og er ekki til umræðu um þessar mundir að sögn ráðuneytisins. Áætlað er að kennsla í skólanum hefjist samkvæmt stundaskrá 22. ágúst næstkomandi og vonast er til að lausn verði komin á málinu fyrir þann tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×