Segir gjaldeyristekjur 100 verkamanna jafngilda 800 í sauðfjárbúskap Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2011 19:30 Fimmtíu til hundrað verkamenn í álverum hér á landi skapa jafn miklar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið og um átta hundruð starfsmenn í sauðfjárbúskap, segir prófessor í hagfræði. Hann segir íslenska skattgreiðendur niðurgreiða útflutning á kindakjöti. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir í grein í Fréttablaðinu í morgun að forsvarsmenn bænda haldi því gjarnan fram að ekki sé lengur greitt með útflutningi lambakjöts, enda hafi útflutningsbætur verið aflagðar 1992, en ekki sé allt sem sýnist. Útflutningstekjur vegna sauðfjárafurða hafi numið 2,75 milljörðum króna á síðasta ári en bændur fái á bilinu 0,4 til 1,2 milljarða króna beint frá ríkinu til að skapa þessar tekjur. Þórólfur segir að það væri auðveldara fyrir hið opinbera að versla þessa milljarða í gjaldeyri beint við bankana en að „senda þessa peninga fyrst í ferðalag upp í sveit." Þá segir Þórólfur að vegna rekstrarkostnaðar bænda séu hreinar gjaldeyristekjur frá sjónarhóli almennings um 0,45 milljarðar króna til 1,25 milljarðar. Um 800 manns vinni þessi störf og ætlar prófessorinn að bein og óbein verðmætasköpun 40-100 álverssstarfsmanna sé af svipaðri stærðargráðu. „Ef við horfum á þetta frá sjónarhóli þjóðarinnar, sem borgar fyrir beingreiðslurnar, þá er þetta augljóslega óhagkvæmt. Það væri miklu hagkvæmara að framleiða þessar útflutningstekjur með einhverjum öðrum hætti en að senda þær í gegnum landbúnaðarkerfið. Hins vegar skulum við ekki gleyma því að þetta er hagkvæmt frá sjónarhóli kjötframleiðenda, vegna þess að með útflutningi er kjötið dregið af innlenda markaðnum og þar með hækkar verðið þar. Neytendur ættu, undir venjulegum kringumstæðum að flytja inn kjöt til þess að draga úr áhrifunum," segir Þórólfur. Bændum er tíðrætt um fæðuöryggi og það réttlæti beingreiðslur. „Við þurfum að taka þessa fæðuöryggisumræðu og fara í gegnum hana á vitrænum grundvelli. Við vitum það t.d að daginn sem olíuinnflutningur stöðvast til Íslands, þann dag stöðvast íslenskur landbúnaður. Ef við viljum tryggja fæðuöryggi, þá tryggjum við samgöngur til landsins og aðflutning á nauðsynlegustu aðföngum. Ég er ekki viss um að við gerum það með því að reisa tollmúra í kringum íslenskan landbúnað," segir Þórólfur í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. thorbjorn@stod2.isGrein Þórólfs í Fréttablaðinu. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Fimmtíu til hundrað verkamenn í álverum hér á landi skapa jafn miklar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið og um átta hundruð starfsmenn í sauðfjárbúskap, segir prófessor í hagfræði. Hann segir íslenska skattgreiðendur niðurgreiða útflutning á kindakjöti. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir í grein í Fréttablaðinu í morgun að forsvarsmenn bænda haldi því gjarnan fram að ekki sé lengur greitt með útflutningi lambakjöts, enda hafi útflutningsbætur verið aflagðar 1992, en ekki sé allt sem sýnist. Útflutningstekjur vegna sauðfjárafurða hafi numið 2,75 milljörðum króna á síðasta ári en bændur fái á bilinu 0,4 til 1,2 milljarða króna beint frá ríkinu til að skapa þessar tekjur. Þórólfur segir að það væri auðveldara fyrir hið opinbera að versla þessa milljarða í gjaldeyri beint við bankana en að „senda þessa peninga fyrst í ferðalag upp í sveit." Þá segir Þórólfur að vegna rekstrarkostnaðar bænda séu hreinar gjaldeyristekjur frá sjónarhóli almennings um 0,45 milljarðar króna til 1,25 milljarðar. Um 800 manns vinni þessi störf og ætlar prófessorinn að bein og óbein verðmætasköpun 40-100 álverssstarfsmanna sé af svipaðri stærðargráðu. „Ef við horfum á þetta frá sjónarhóli þjóðarinnar, sem borgar fyrir beingreiðslurnar, þá er þetta augljóslega óhagkvæmt. Það væri miklu hagkvæmara að framleiða þessar útflutningstekjur með einhverjum öðrum hætti en að senda þær í gegnum landbúnaðarkerfið. Hins vegar skulum við ekki gleyma því að þetta er hagkvæmt frá sjónarhóli kjötframleiðenda, vegna þess að með útflutningi er kjötið dregið af innlenda markaðnum og þar með hækkar verðið þar. Neytendur ættu, undir venjulegum kringumstæðum að flytja inn kjöt til þess að draga úr áhrifunum," segir Þórólfur. Bændum er tíðrætt um fæðuöryggi og það réttlæti beingreiðslur. „Við þurfum að taka þessa fæðuöryggisumræðu og fara í gegnum hana á vitrænum grundvelli. Við vitum það t.d að daginn sem olíuinnflutningur stöðvast til Íslands, þann dag stöðvast íslenskur landbúnaður. Ef við viljum tryggja fæðuöryggi, þá tryggjum við samgöngur til landsins og aðflutning á nauðsynlegustu aðföngum. Ég er ekki viss um að við gerum það með því að reisa tollmúra í kringum íslenskan landbúnað," segir Þórólfur í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. thorbjorn@stod2.isGrein Þórólfs í Fréttablaðinu.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira