Endurheimti bíl úr óskilum frá Eyjum 4. ágúst 2011 08:00 Sigurgeir Snævar var að vonum kátur að fá lykilinn úr höndum Önnu Louise. Hann hafði týnt honum á Þjóðhátíð og varð að skilja bílinn eftir í Eyjum. Mynd/Valli Sigurgeir Snævar Árnason varð hæstánægður í gær þegar Anna Louise Ásgeirsdóttir, frá munavörslunni í Vestmannaeyjum, kom akandi á bílnum hans upp á hlað. Hann hafði nefnilega týnt lyklinum að bílnum þegar hann var á Þjóðhátíð í Eyjum og gat því ekki komið á honum heim með Herjólfi að hátíð lokinni. Nokkuð minna var um óskilamuni í ár en í fyrra, enda voru þjóðhátíðagestir mun færri nú. Viðtökurnar voru þó engu síðri í ár þegar Anna Louise bankaði upp á þótt eflaust hafi fáir verið jafn fegnir og Sigurgeir Snævar. „Hann faðmaði mig og knúsaði alveg í bak og fyrir,“ segir hún. Anna Louise gladdi þó mun fleiri, því meðal óskilamuna sem hún kom til eigenda sinna í gær voru fimmtán farsímar, nokkrar myndavélar og forláta hálsmen. Hún segir að oft fylgi því mikil rannsóknarvinna að hafa uppi á eigendum munanna. „Það sem kom okkur á sporið með hálsmenið var að upphafsstafir eigandans voru skráðir á það og eins fæðingardagur þannig að við höfðum samband við Þjóðskrá og fengum nafnið á honum en hann ætlaði ekki að trúa okkur þegar við höfðum samband við hann og spurðum hvort hann saknaði einhvers frá Eyjum,“ segir hún. Munavarslan bauð Þjóðhátíðargestum að hlaða síma á hátíðarsvæðinu og þar upplýsti Anna Louise eitt þjófnaðarmál í fyrra þótt það sé ekki í hennar verkahring. „Það kom stelpa til okkar að hlaða símann,“ segir hún. „Og hún byrjaði að segja ótrúlegar sögur um símann þannig að það vöknuðu hjá mér grunsemdir um að hún væri réttmætur eigandi svo ég hringdi í systur mína og fékk hana til að fara inn á Íslendingabók og fletta stelpunni upp og finna þannig mömmu hennar. Þá komst ég að því að það kom ekki heim og saman við þá mömmu sem var skráð fyrir símanum. Við höfðum samband við þá mömmuna sem var skráð og þá kom upp úr dúrnum að dóttir hennar hafði tapað símanum á Þjóðhátíð árinu áður.“ Í fyrra hafði Anna Louise einnig uppi á lögreglumanni sem hafði týnt bakpoka sínum, en í honum var myndavél á við þær sem fagmenn notast við. „Það vildi honum til happs að hann var með launaseðil í bakpokanum svo það var auðvelt að hafa uppi á honum,“ segir hún. jse@frettabladid.is Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Sigurgeir Snævar Árnason varð hæstánægður í gær þegar Anna Louise Ásgeirsdóttir, frá munavörslunni í Vestmannaeyjum, kom akandi á bílnum hans upp á hlað. Hann hafði nefnilega týnt lyklinum að bílnum þegar hann var á Þjóðhátíð í Eyjum og gat því ekki komið á honum heim með Herjólfi að hátíð lokinni. Nokkuð minna var um óskilamuni í ár en í fyrra, enda voru þjóðhátíðagestir mun færri nú. Viðtökurnar voru þó engu síðri í ár þegar Anna Louise bankaði upp á þótt eflaust hafi fáir verið jafn fegnir og Sigurgeir Snævar. „Hann faðmaði mig og knúsaði alveg í bak og fyrir,“ segir hún. Anna Louise gladdi þó mun fleiri, því meðal óskilamuna sem hún kom til eigenda sinna í gær voru fimmtán farsímar, nokkrar myndavélar og forláta hálsmen. Hún segir að oft fylgi því mikil rannsóknarvinna að hafa uppi á eigendum munanna. „Það sem kom okkur á sporið með hálsmenið var að upphafsstafir eigandans voru skráðir á það og eins fæðingardagur þannig að við höfðum samband við Þjóðskrá og fengum nafnið á honum en hann ætlaði ekki að trúa okkur þegar við höfðum samband við hann og spurðum hvort hann saknaði einhvers frá Eyjum,“ segir hún. Munavarslan bauð Þjóðhátíðargestum að hlaða síma á hátíðarsvæðinu og þar upplýsti Anna Louise eitt þjófnaðarmál í fyrra þótt það sé ekki í hennar verkahring. „Það kom stelpa til okkar að hlaða símann,“ segir hún. „Og hún byrjaði að segja ótrúlegar sögur um símann þannig að það vöknuðu hjá mér grunsemdir um að hún væri réttmætur eigandi svo ég hringdi í systur mína og fékk hana til að fara inn á Íslendingabók og fletta stelpunni upp og finna þannig mömmu hennar. Þá komst ég að því að það kom ekki heim og saman við þá mömmu sem var skráð fyrir símanum. Við höfðum samband við þá mömmuna sem var skráð og þá kom upp úr dúrnum að dóttir hennar hafði tapað símanum á Þjóðhátíð árinu áður.“ Í fyrra hafði Anna Louise einnig uppi á lögreglumanni sem hafði týnt bakpoka sínum, en í honum var myndavél á við þær sem fagmenn notast við. „Það vildi honum til happs að hann var með launaseðil í bakpokanum svo það var auðvelt að hafa uppi á honum,“ segir hún. jse@frettabladid.is
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira