Endurheimti bíl úr óskilum frá Eyjum 4. ágúst 2011 08:00 Sigurgeir Snævar var að vonum kátur að fá lykilinn úr höndum Önnu Louise. Hann hafði týnt honum á Þjóðhátíð og varð að skilja bílinn eftir í Eyjum. Mynd/Valli Sigurgeir Snævar Árnason varð hæstánægður í gær þegar Anna Louise Ásgeirsdóttir, frá munavörslunni í Vestmannaeyjum, kom akandi á bílnum hans upp á hlað. Hann hafði nefnilega týnt lyklinum að bílnum þegar hann var á Þjóðhátíð í Eyjum og gat því ekki komið á honum heim með Herjólfi að hátíð lokinni. Nokkuð minna var um óskilamuni í ár en í fyrra, enda voru þjóðhátíðagestir mun færri nú. Viðtökurnar voru þó engu síðri í ár þegar Anna Louise bankaði upp á þótt eflaust hafi fáir verið jafn fegnir og Sigurgeir Snævar. „Hann faðmaði mig og knúsaði alveg í bak og fyrir,“ segir hún. Anna Louise gladdi þó mun fleiri, því meðal óskilamuna sem hún kom til eigenda sinna í gær voru fimmtán farsímar, nokkrar myndavélar og forláta hálsmen. Hún segir að oft fylgi því mikil rannsóknarvinna að hafa uppi á eigendum munanna. „Það sem kom okkur á sporið með hálsmenið var að upphafsstafir eigandans voru skráðir á það og eins fæðingardagur þannig að við höfðum samband við Þjóðskrá og fengum nafnið á honum en hann ætlaði ekki að trúa okkur þegar við höfðum samband við hann og spurðum hvort hann saknaði einhvers frá Eyjum,“ segir hún. Munavarslan bauð Þjóðhátíðargestum að hlaða síma á hátíðarsvæðinu og þar upplýsti Anna Louise eitt þjófnaðarmál í fyrra þótt það sé ekki í hennar verkahring. „Það kom stelpa til okkar að hlaða símann,“ segir hún. „Og hún byrjaði að segja ótrúlegar sögur um símann þannig að það vöknuðu hjá mér grunsemdir um að hún væri réttmætur eigandi svo ég hringdi í systur mína og fékk hana til að fara inn á Íslendingabók og fletta stelpunni upp og finna þannig mömmu hennar. Þá komst ég að því að það kom ekki heim og saman við þá mömmu sem var skráð fyrir símanum. Við höfðum samband við þá mömmuna sem var skráð og þá kom upp úr dúrnum að dóttir hennar hafði tapað símanum á Þjóðhátíð árinu áður.“ Í fyrra hafði Anna Louise einnig uppi á lögreglumanni sem hafði týnt bakpoka sínum, en í honum var myndavél á við þær sem fagmenn notast við. „Það vildi honum til happs að hann var með launaseðil í bakpokanum svo það var auðvelt að hafa uppi á honum,“ segir hún. jse@frettabladid.is Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Sigurgeir Snævar Árnason varð hæstánægður í gær þegar Anna Louise Ásgeirsdóttir, frá munavörslunni í Vestmannaeyjum, kom akandi á bílnum hans upp á hlað. Hann hafði nefnilega týnt lyklinum að bílnum þegar hann var á Þjóðhátíð í Eyjum og gat því ekki komið á honum heim með Herjólfi að hátíð lokinni. Nokkuð minna var um óskilamuni í ár en í fyrra, enda voru þjóðhátíðagestir mun færri nú. Viðtökurnar voru þó engu síðri í ár þegar Anna Louise bankaði upp á þótt eflaust hafi fáir verið jafn fegnir og Sigurgeir Snævar. „Hann faðmaði mig og knúsaði alveg í bak og fyrir,“ segir hún. Anna Louise gladdi þó mun fleiri, því meðal óskilamuna sem hún kom til eigenda sinna í gær voru fimmtán farsímar, nokkrar myndavélar og forláta hálsmen. Hún segir að oft fylgi því mikil rannsóknarvinna að hafa uppi á eigendum munanna. „Það sem kom okkur á sporið með hálsmenið var að upphafsstafir eigandans voru skráðir á það og eins fæðingardagur þannig að við höfðum samband við Þjóðskrá og fengum nafnið á honum en hann ætlaði ekki að trúa okkur þegar við höfðum samband við hann og spurðum hvort hann saknaði einhvers frá Eyjum,“ segir hún. Munavarslan bauð Þjóðhátíðargestum að hlaða síma á hátíðarsvæðinu og þar upplýsti Anna Louise eitt þjófnaðarmál í fyrra þótt það sé ekki í hennar verkahring. „Það kom stelpa til okkar að hlaða símann,“ segir hún. „Og hún byrjaði að segja ótrúlegar sögur um símann þannig að það vöknuðu hjá mér grunsemdir um að hún væri réttmætur eigandi svo ég hringdi í systur mína og fékk hana til að fara inn á Íslendingabók og fletta stelpunni upp og finna þannig mömmu hennar. Þá komst ég að því að það kom ekki heim og saman við þá mömmu sem var skráð fyrir símanum. Við höfðum samband við þá mömmuna sem var skráð og þá kom upp úr dúrnum að dóttir hennar hafði tapað símanum á Þjóðhátíð árinu áður.“ Í fyrra hafði Anna Louise einnig uppi á lögreglumanni sem hafði týnt bakpoka sínum, en í honum var myndavél á við þær sem fagmenn notast við. „Það vildi honum til happs að hann var með launaseðil í bakpokanum svo það var auðvelt að hafa uppi á honum,“ segir hún. jse@frettabladid.is
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira