Vilja auka hlut sveitarfélaga í almenningssamgöngum 4. ágúst 2011 06:15 Útboð sérleyfa fyrir rútuferðir er meðal þess sem verður í umsjón sveitarfélaga sem taka yfir umsjón almenningssamgangna á landi. Sveitarfélög á Suðurlandi hafa þegar samið við Vegagerðina um að taka við málaflokknum. Mynd/HAG Hreinn Haraldsson Samgönguyfirvöld stefna að því að yfirumsjón með almenningssamgöngum á landi verði komin á hendur sveitarfélaga fyrir lok næsta árs. Þegar hefur verið undirritað sjö ára samkomulag við Samband sunnlenskra sveitarfélaga, sem fær 80 milljónir króna á ári í þeim tilgangi. Formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga segir hagræði geta falist í þessum breytingum en ríkið verði að standa við sitt. Hingað til hefur ríkið styrkt ýmsar almenningssamgöngur á landinu í gegnum samgönguáætlun og Vegagerðin hefur haft yfirumsjón með ráðstöfun fjármuna. Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu, sem er hluti af nýrri tólf ára samgönguáætlun, mun vegur sveitarfélaganna aukast og munu þau skipuleggja almenningssamgöngur á landi. Í því felst framkvæmd útboða, val á leiðum og tíðni ferða. Ríkið ver árlega um 300 milljónum króna til þessara mála. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Fréttablaðið að markmiðið með þessum breytingum sé hagræði og bætt þjónusta. „Sveitarfélögin þekkja betur þörfina á hverjum stað og geta stýrt fjármagni betur til að bæta þjónustu og ánægju með kerfið. Sveitarfélögin leggja nú þegar fé í skólaakstur og þess háttar og von er um að finna frekari hagræðingu með því að færa þessa hluti alla á sömu hendi.“ Hreinn segir að viðræður standi yfir við landshlutasambönd sveitarfélaga um yfirfærslu. Hann vonast til að flest verði í höfn á þessu ári eða því næsta. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir í samtali við Fréttablaðið að sambandið hafi ekki markað sér stefnu í þessum málum en mörg sveitarfélög hafi þó sýnt áhuga á að taka við þeim. „Mér finnst mikilvægt að yfirsýnin sé sem mest á hendi heimamanna, þar sem með því er til dæmis hægt að samnýta skólaakstur, akstur með fatlaða og almenningssamgöngur.“ Halldór segir sveitarfélögin munu fylgjast grannt með því hvernig reynslan verði hjá þeim sveitarfélögum sem þegar hafa tekið við málaflokknum. „Við munum líka ganga úr skugga um að ríkið skjóti sér ekki undan fjárhagslegri ábyrgð í þessum málum.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Hreinn Haraldsson Samgönguyfirvöld stefna að því að yfirumsjón með almenningssamgöngum á landi verði komin á hendur sveitarfélaga fyrir lok næsta árs. Þegar hefur verið undirritað sjö ára samkomulag við Samband sunnlenskra sveitarfélaga, sem fær 80 milljónir króna á ári í þeim tilgangi. Formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga segir hagræði geta falist í þessum breytingum en ríkið verði að standa við sitt. Hingað til hefur ríkið styrkt ýmsar almenningssamgöngur á landinu í gegnum samgönguáætlun og Vegagerðin hefur haft yfirumsjón með ráðstöfun fjármuna. Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu, sem er hluti af nýrri tólf ára samgönguáætlun, mun vegur sveitarfélaganna aukast og munu þau skipuleggja almenningssamgöngur á landi. Í því felst framkvæmd útboða, val á leiðum og tíðni ferða. Ríkið ver árlega um 300 milljónum króna til þessara mála. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Fréttablaðið að markmiðið með þessum breytingum sé hagræði og bætt þjónusta. „Sveitarfélögin þekkja betur þörfina á hverjum stað og geta stýrt fjármagni betur til að bæta þjónustu og ánægju með kerfið. Sveitarfélögin leggja nú þegar fé í skólaakstur og þess háttar og von er um að finna frekari hagræðingu með því að færa þessa hluti alla á sömu hendi.“ Hreinn segir að viðræður standi yfir við landshlutasambönd sveitarfélaga um yfirfærslu. Hann vonast til að flest verði í höfn á þessu ári eða því næsta. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir í samtali við Fréttablaðið að sambandið hafi ekki markað sér stefnu í þessum málum en mörg sveitarfélög hafi þó sýnt áhuga á að taka við þeim. „Mér finnst mikilvægt að yfirsýnin sé sem mest á hendi heimamanna, þar sem með því er til dæmis hægt að samnýta skólaakstur, akstur með fatlaða og almenningssamgöngur.“ Halldór segir sveitarfélögin munu fylgjast grannt með því hvernig reynslan verði hjá þeim sveitarfélögum sem þegar hafa tekið við málaflokknum. „Við munum líka ganga úr skugga um að ríkið skjóti sér ekki undan fjárhagslegri ábyrgð í þessum málum.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira