Forstöðumenn leita til umboðsmanns Alþingis Hafsteinn G. Hauksson skrifar 4. ágúst 2011 12:24 Svanhildur Kaaber er formaður kjararáðs. Forstöðumenn ríkisstofnana hafa leitað til umboðsmanns Alþingis vegna launaágreinings við Kjararáð, og íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Þeir telja hugsanlegt að ríkið sé skaðabótaskylt vegna tafa á launahækkunum. Laun forstöðumanna ríkisstofnana og annarra sem heyra undir Kjararáð voru lækkuð með lögum árið 2008, en árið eftir var ákveðið með bráðabirgðaákvæðiað kjaraskerðingin yrði varanleg til 1. desember 2010 - með öðrum orðum voru laun þeirra fryst fram að því. Magnús Guðmundsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, telur að lækkunin hafi numið á bilinu 9 til 15 prósent, en hann telur einsýnt að þegar bráðabirgðaákvæðið féll úr gildi í nóvember í fyrra hefði launalækkunin átt að ganga til baka. Kjararáð hefur hins vegar aðeins hækkað laun þeirra um tæp 5 prósent í lok júní, sem er á við launahækkanir á almennum markaði. „Miðað við rök kjararáðs 2008, um að það þyrfti að setja sérstök lög til að lækka þennan hóp, þá segir það sig sjálft að þegar þessu tímabundna ákvæði lauk, þá hefði þessi hópur átt að hækka aftur til þeirra launa sem hann hafði," segir Magnús. „Síðan tekur hópurinn væntanlega þær launabreytingar sem verða almennt á vinnumarkaði, eins og lög um Kjararáð segja til um. En þetta hefur Kjararáð ekki gert." Magnús segir að forstöðumenn ríkisstofnana hafi fundað með Kjararáði vegna málsins, síðast í gær. „Það má kannski segja að það sé fátt um svör. Það virðist vera einhver tafaþáttur í gangi," segir Magnús. Hann segir að mikil ólga sé í hópi forstöðumanna vegna þessa, og að mati margra sé verið að brjóta lög á þessum hópi. Hann segir það ekki gegnsærri og réttlátri stjórnsýslu til framdráttar. „Við höfum þegar leitað til umboðsmanns alþingis vegna úrskurðarins frá því í lok júní. Hann hefur ákveðið að taka málið til umfjöllunar og við ætlum að sjá til hvað kemur út úr því. Það eru þó margir sem eru á því að við ættum að leita til dómstóla til að láta skera úr um þetta atriði. En við byrjum á umboðsmanni alþingis," segir Magnús. Hann telur að ríkið gæti hafa bakað sér skaðabótaskyldu með töf á launahækkununum, en þær hefðu að mati forstöðumannanna átt að koma fram fyrir átta mánuðum síðan. „Já, ég held að það segi sig sjálft að þegar tímabundnu ákvæði um lækkun launa lýkur, þá hljóta menn að eiga inni frá þeim tímapunkti; fyrsta desmber 2010." Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Forstöðumenn ríkisstofnana hafa leitað til umboðsmanns Alþingis vegna launaágreinings við Kjararáð, og íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Þeir telja hugsanlegt að ríkið sé skaðabótaskylt vegna tafa á launahækkunum. Laun forstöðumanna ríkisstofnana og annarra sem heyra undir Kjararáð voru lækkuð með lögum árið 2008, en árið eftir var ákveðið með bráðabirgðaákvæðiað kjaraskerðingin yrði varanleg til 1. desember 2010 - með öðrum orðum voru laun þeirra fryst fram að því. Magnús Guðmundsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, telur að lækkunin hafi numið á bilinu 9 til 15 prósent, en hann telur einsýnt að þegar bráðabirgðaákvæðið féll úr gildi í nóvember í fyrra hefði launalækkunin átt að ganga til baka. Kjararáð hefur hins vegar aðeins hækkað laun þeirra um tæp 5 prósent í lok júní, sem er á við launahækkanir á almennum markaði. „Miðað við rök kjararáðs 2008, um að það þyrfti að setja sérstök lög til að lækka þennan hóp, þá segir það sig sjálft að þegar þessu tímabundna ákvæði lauk, þá hefði þessi hópur átt að hækka aftur til þeirra launa sem hann hafði," segir Magnús. „Síðan tekur hópurinn væntanlega þær launabreytingar sem verða almennt á vinnumarkaði, eins og lög um Kjararáð segja til um. En þetta hefur Kjararáð ekki gert." Magnús segir að forstöðumenn ríkisstofnana hafi fundað með Kjararáði vegna málsins, síðast í gær. „Það má kannski segja að það sé fátt um svör. Það virðist vera einhver tafaþáttur í gangi," segir Magnús. Hann segir að mikil ólga sé í hópi forstöðumanna vegna þessa, og að mati margra sé verið að brjóta lög á þessum hópi. Hann segir það ekki gegnsærri og réttlátri stjórnsýslu til framdráttar. „Við höfum þegar leitað til umboðsmanns alþingis vegna úrskurðarins frá því í lok júní. Hann hefur ákveðið að taka málið til umfjöllunar og við ætlum að sjá til hvað kemur út úr því. Það eru þó margir sem eru á því að við ættum að leita til dómstóla til að láta skera úr um þetta atriði. En við byrjum á umboðsmanni alþingis," segir Magnús. Hann telur að ríkið gæti hafa bakað sér skaðabótaskyldu með töf á launahækkununum, en þær hefðu að mati forstöðumannanna átt að koma fram fyrir átta mánuðum síðan. „Já, ég held að það segi sig sjálft að þegar tímabundnu ákvæði um lækkun launa lýkur, þá hljóta menn að eiga inni frá þeim tímapunkti; fyrsta desmber 2010."
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira