Innlent

Flugmenn skrifuðu undir samning við Flugfélag Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugmenn hjá Flugfélagi Íslands eru búnir að semja. Mynd/ Valli.
Flugmenn hjá Flugfélagi Íslands eru búnir að semja. Mynd/ Valli.
Flugmenn hjá Flugfélagi Íslands skrifuðu undir kjarasamning við Flugfélag Íslands um tvöleytið í dag. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að veigamest þátturinn í nýju samningunum lúti að starfsöryggismálum. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um samningana. Atkvæði verða væntanlega greidd um nýju samningana á næstu dögum.

Flugmenn hjá Icelandair hafa gert kjarasamning við sinn atvinnuveitanda og hefur hann jafnframt verið samþykktur í atkvæðagreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×