Fleiri fréttir Bensínstöðvar lækka verð um 2 krónur Skeljungur hefur lækkað verð á bensíni og diesel á bensínstöðvum Orkunnar og Shell um 2 krónur. Atlantsolía og N1 eru einnig búin að lækka verð hjá sér. Olís hefur ekki lækkað verð. 3.8.2011 16:02 Ellen ekki á landinu heldur þýskur tvífari „Ég trúi þessu varla, við erum bara búin að hlæja og hlæja af þessu," segir Caroline Koch, þýskur ferðamaður sem er í fríi hér á landi í nokkra daga hjá íslenskum vinum sínum. 3.8.2011 15:55 Villtur í tæpan sólarhring Þýskur ferðamaður er kominn í leitirnar eftir að hann villtist í svartaþoku síðdegis í gær í nágrenni Námaskarðs í Mývatnssveit. 3.8.2011 15:18 Ögmundur áminnir sex sveitarfélög Sex sveitarfélög, af 76 starfandi sveitarfélögum á landinu, eiga eftir að skila inn þriggja ára fjárhagsáætlun til innanríkisráðuneytisins. Þau hafa nú öll fengið áminningu frá ráðuneytinu þar sem hótað er dagsektum og stöðvun greiðsla úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga ef slíkar áætlanir verði ekki birt. 3.8.2011 15:13 Sífellt fleiri vinna heima Sífellt fleiri félagsmenn VR vinna fjarvinnu, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR 2001. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að 41,8% félagsmanna vinni hluta vinnutíma síns í fjarvinnu. Að meðaltali er um að ræða 10,4 klukkustunda vinnu á viku. 3.8.2011 14:54 Sláturfélagið segir nóg til af lambakjöti Sláturfélag Suðurlands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það er áréttað að enginn skortur sé á lambakjöti hjá félaginu og að verslanir geti pantað allar þær vörur sem Sláturfélagið er með á boðstólnum. Tilefni tilkynningarinnar er umræða undanfarna daga og vikur um að lambakjöt skorti á innanlandsmarkaði og að neytendur geti ekki keypt kjöt þar sem það sé ekki á boðstólnum í verslunum. Samkvæmt birgðaskýrslum Sláturfélagsins voru í byrjun ágúst til tæp 600 tonn af lambakjöti í landinu en áætluð sala í ágúst er 500 til 550 tonn. 3.8.2011 13:55 Yfir 40 milljónir í að hreinsa graffiti Orkuveita Reykjavíkur hefur á síðustu þremur árum eytt á fimmta tug milljóna í að fjarlægja veggjakrot af mannvirkjum fyrirtækisins. Fyrirtækið segir tjón þess þó enn meira vegna skemmdarverkanna. 3.8.2011 12:30 Segir að svarta hagkerfið blómstri í bílaviðgerðum Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að svarta hagkerfið blómstri þegar komi að bílaviðgerðum. Eftir þrjár auglýsingar barst aðeins ein umsókn um stöðu bífvélavirkja hjá Heklu og sá hætti við þótt um hundrað bifvélavirkjar séu skráðir atvinnulausir. 3.8.2011 12:00 Heiðmerkurmorðinginn ósakhæfur Sakborningurinn í Heiðmerkurmálinu svokallaða er að öllum líkindum ósakhæfur. Það er niðurstaða geðlækna sem framkvæmt hafa mat á manninum sem varð barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk í maí. Málið verður þingfest í næstu viku. 3.8.2011 12:00 Talaði um nýja stjórnarskrá í jarðarför Sævars "Ég fullyrði að texti frumvarpsins að nýrri stjórnarskrá sé stórmerkur að inntaki og markmiði," sagði séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur Neskirkju, í minningarorðum um Sævar Cieselski sem hann jarðsetti í gær. Athöfnin fór fram frá Dómkirkjunni og gerði séra Örn Bárður frumvarp að nýrri stjörnarskrá að umtalsefni og las fjórum sinnum upp úr frumvarpinu. Sjálfur sat séra Örn Bárður í stjórnlagaráði og kom þannig að gerð frumvarpsins, sem var afhent forseta Alþingis í síðustu viku. Séra Örn Bárður sagði að í kaflanum um dómsvald í frumvarpinu sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómstóla og koma í veg fyrir að aðrir en hæfustu menn séu skipaðir dómarar. Sem kunnugt er fékk Sævar þyngsta dóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svonefnda. Hann játaði brot sitt eftir ofbeldisfullar yfirheyrslur í Síðumúlafangelsinu en dró játninguna síðar til baka og krafðist endurupptöku málsins. Hæstiréttur hafnaði því. "Ég skora á ykkur sem hér eruð saman komið að kynna ykkur frumvarpstextann og taka honum fagnandi. Ísland þarf nýjar leikreglur fyrir upprisuna sem nú er í vændum og ég skora á allt gott fólk að tala máli nýrrar stjórnarskrá og leggjast á árarnar með okkur sem rituðum textann og sigla honum í vör með taktföstum áratökum," sagði séra Örn Bárður við útför Sævars í gær. Þá las hann upp úr mannréttindakafla frumvarpsins fyrir kirkjugesti, og sagðist sannfærður um að Sævar myndi kunna vel að meta nýja stjórnarskrá. "Hún geymir mörg merkileg ákvæði sem hefðu glatt Sævar," sagði hann við athöfnina. Það var árið 1986 sem Hæstiréttur hafnaði beiðni Sævars um endurupptöku á máli hans. Sævar gafst þó ekki upp og hélt því alltaf fram að sannleikurinn yrði að koma í ljós. Séra Örn Bárður tók þar undir með Sævari í minningarorðunum með vísan í frumvarp að nýrri stjórnarskrá. "Í frumvarpinu eru einnig ákvæði um að stjórnvöld veiti upplýsingar og opni aðgang að skjölum. Þær greinar ættu að verða ykkur til hjálpar sem viljið fá sannleikann fram í máli Sævars og annarra sakborninga," sagði hann. Séra Örn Bárður rifjaði upp orð sem Sævar lét falla á árum áður þegar hann virtist sannfærður um að á Íslandi myndi allt hrynja fyrr en síðar. "Þegar Ísland hrynur, þá ætla ég ekki að verða undir brakinu," eru meðal þekktustu orða Sævars. Í máli séra Arnar Bárðar kom fram að Sævar hefði staðið við þessi orð enda bjó hann í Danmörku hin síðari ár þegar ástand mála á Íslandi var í sögulegri lægð. "Nú er hann kominn aftur heim. Hann varð ekki undir brakinu. Hann er kominn heim á tímum uppbyggingar þegar flest horfir til betri vegar. Hann var kistulagður á föstudaginn var, sama dag og frumvarp að nýrri stjórnarskrá var afhent Alþingi." Minningarorð séra Arnar Bárðar má lesa í heild sinni með því að smella hér. http://ornbardur.annall.is/2011-08-02/saevar-marino-ciesielski-1955-2011/#more-3349 3.8.2011 11:16 Nýtt Skaftárhlaup gæti náð hámarki í byggð á föstudag Ef aur heldur áfram að aukast mikið í Skaftá við Sveinstind er búist við að Skaftárhlaup nái hámarki í byggð á föstudag. Nú hafa fyrstu merki hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar að hlaup geti verið að hefjast úr Eystri-Skaftárkatli. Órói hefur mælst á jarðskjálftamælum í kringum Vestanverðan Vatnajökul frá því fljótlega eftir miðnætti í nótt. 3.8.2011 10:55 Ellen myndi gleðja mörg hjörtu ef hún yrði viðstödd gönguna „Hún er ekki á okkar vegum," segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, sem situr í stjórn Hinseigin daga sem hefjast á fimmtudaginn næstkomandi. 3.8.2011 10:30 Stórstjarnan Ellen Degeneres í Smáralind Þáttastjórnandinn og grínistinn Ellen Degeneres er í heimsókn á Íslandi, mögulega í tengslum við Gay Pride-hátíðina sem er að hefjast. Ellen er sjálf lesbía og hefur barist ötullega fyrir réttindum samkynhneigðra. 3.8.2011 10:13 Húsnæðisskortur ríkir á Tálknafirði Eftir tuttugu ára samdráttarskeið á Tálknafirði er nú svo komið að mikil eftirspurn er eftir húsnæði í bænum. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax sem rekur ört vaxandi laxeldi á staðnum, hefur til að mynda lýst yfir áhyggjum sínum af því að ekki verði til leiguhúsnæði fyrir starfsfólk á staðnum í nánustu framtíð. 3.8.2011 09:30 Iceland Express á áætlun í 40% tilvika Icelandair fór í loftið á réttum tíma í 78% tilvika í júlímánuði, en Iceland Express í 38% tilvika. Þetta sýna tölur sem vefsíðan turisti.is hefur tekið saman. Meðalseinkun brottfara hjá Icelandair var 8 mínútur en 34 mínútur hjá Iceland Express. Túristi.is segir að frammistaða Iceland Express hafi batnað mikið síðan í síðustu mælingu þegar innan við fimmta hver flugvél fór í loftið á réttum tíma. 3.8.2011 09:28 Ferðamenn í hættu á götóttum Geysisvegi Framkvæmdir við fjölfarna ferðamannaleið, um Laugardal milli Laugarvatns og Geysis, hafa staðið yfir í allt sumar. Það kemur illa niður á ferðaþjónustunni. Verkið er komið fram úr áætlun. 3.8.2011 09:00 Eftirlitsmyndavélar settar upp í Dalnum Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, vill láta setja upp eftirlitsmyndavélar í Herjólfsdal fyrir næstu Þjóðhátíð. Hann segir slíkt geta haft forvarnargildi og aðstoðað lögregluna í rannsóknum á afbrotum sem eigi sér stað. 3.8.2011 08:00 Júlí sá kaldasti í fimm ár Meðalhiti í Reykjavík var 12,2 stig í nýliðnum júlímánuði og er hann kaldasti júlímánuður í fimm ár, samakvæmt vef Veðrustofunnar. 3.8.2011 07:49 Tveir snarpir jarðskjálftar í Krísuvík Tveir jarðskjálftar, annar upp á 2,8 á Richter og hinn upp á 2,6 urðu norðaustur af Krísuvík upp úr klukkan tvö í nótt og í kjölfarið fylgdu veikari skjálftar. 3.8.2011 07:37 Ók inn í nautgripahjörð, tveir gripir drápust Ungur ökumaður slapp lítið meiddur þegar hann ók inn í nautgripahjörð á Eyjafjarðarbraut Vestri um klukkan tvö í nótt. Einn nautgripur drapst og annar var svo mikið meiddur að dýralæknir aflífaði hann á staðnum. 3.8.2011 07:28 Umferðin minnkaði um 12% um síðustu helgi Umferðin um nýliðna verslunarmannahelgi var rúmlega tólf prósentum minni en um sömu helgi í fyrra, samkvæmt talningu á sex stöðum á hringveginum út frá höfuðborgarsvæðinu. 3.8.2011 07:26 Víðines til skoðunar undir nýtt fangelsi Ríkisstjórnin skoðar nú hvort gamalt húsnæði í ríkiseigu geti nýst undir nýtt fangelsi ef ákveðið verður að reisa ekki fangelsi í einkaframkvæmd eins og hefur verið til umræðu. 3.8.2011 07:00 Þrettán milljónir ber á milli Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands hefur óskað eftir að árlegt framlag ríkisins verði aukið úr 38 milljónum króna í 70. Í mars fór stjórnin fram á 140 milljón króna árlegt framlag, en hefur nú lækkað þá ósk. Ráðuneytið hefur boðið 57 milljón krónur árlega. Því hafnaði skólinn í júní. 3.8.2011 06:30 Ákeyrslum á sauðfé fækkar til muna Ákeyrslum á sauðfé á Vestfjörðum hefur stórfækkað milli ára að sögn Önundar Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Það sem af er þessu ári hafa komið upp 44 mál þessa eðlis, en þau voru 76 talsins á sama tímabili í fyrra. 3.8.2011 06:00 Tók tvö ólögleg net með makríl Eftirlitsmaður frá Fiskistofu gerði síðastliðinn sunnudag upptæk tvö net sem lögð höfðu verið á Bíldudalsvogi. Bannað er að hafa net við strendur frá föstudagskvöldi til þriðjudagsmorguns en einnig er líklegt að þau hafi legið nær ármynni en lög gera ráð fyrir. 3.8.2011 05:30 Á skilorð fyrir myndatökur í sturtuklefum Ungt fyrrverandi par frá Húsavík hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að standa saman að nektarmyndatökum af unglingsstúlkum í upphafi ársins 2010. 3.8.2011 05:00 Óvissa um áfrýjun Sólheimadóms Tvær til þrjár vikur gætu enn liðið áður en ríkislögmaður tekur ákvörðun um hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá síðustu viku, í máli Sólheima gegn ríkinu, verði áfrýjað til Hæstaréttar. 3.8.2011 04:00 Gagnrýnir tregðu ríkisins til að styrkja Kvikmyndaskólann Kvikmyndaskóli Íslands fór fram á 360 prósenta hækkun á framlagi ríkisins í vetur - enda hafi skólinn fjórfaldast að stærð. Þráinn Bertelsson kvikmyndaleikstjóri og stjórnarþingmaður segir illa komið fyrir þjóðinni ef hún getur útskrifað 200 innheimtulögfræðinga árlega en ekki 50 kvikmyndagerðarmenn. 2.8.2011 20:30 Fórnarlömbin elt uppi og dregin til hliðar Að minnsta kosti tvö af þeim meintu nauðgunarmálum sem komu upp í Vestmannaeyjum um helgina áttu sér stað á almannafæri. Eyrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri á Neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis, segir fórnarlömbin hafa verið elt uppi og dregin til hliðar. 2.8.2011 19:00 Segir gæsluna ekki hafa brugðist á Þjóðhátíð Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir gæsluna ekki hafa brugðist í Vestmannaeyjum um helgina. Maðurinn sem grunaður er um nauðgun á hátíðinni var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag, en alls komu að minnsta kosti sex nauðgunarmál upp á útihátíðum um helgina. 2.8.2011 18:14 Útskrifuð af sjúkrahúsi Karlmaður og kona sem flutt voru á sjúkrahús með þyrlu landhelgisgæslunnar í gærkvöldi slösuðust ekki mikið að sögn vakthafandi læknis á Landspítalanum, og hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsinu. 2.8.2011 18:02 24 kærðir fyrir of hraðan akstur Alls voru tuttugu og fjórir ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku. Sá sem hraðast ók mældist á 149 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi en samkvæmt tilkynningu lögreglu bíður hans svipting í 1 mánuð auk 130 þúsund króna sektar og þriggja punkta í ökuferilsskrá. 2.8.2011 17:35 Hefur séð hörmungarnar í Sómalíu "Ef einhver á bágt einhversstaðar, þá er það þarna," segir Þorkell Þorkelsson ljósmyndari. Rauði krossinn hefur verið með söfnun að undanförnu til þess að bregðast við hörmungunum í Sómalíu. Þar sveltur fólk heilu hungri vegna þurrka og ömulegs stjórnmálaástands. 2.8.2011 16:28 RÚV mátti afhenda lista um umsækjendur Persónuvernd hefur úrskurðað að Ríkisútvarpinu hafi verið heimilt að miðla persónuupplýsingum um konu sem sótti um sumarstarf hjá fyrirtækinu í vor. Konan kvartaði að listi umsækjenda um sumarafleysingarstörf á fréttastofu RÚV hafi verið afhentur og birtur á helstu miðlum landsins. Það hafi ekki verið tekið fram þegar sótt var um starfið að listinn yrði gerður opinber. 2.8.2011 16:17 Næturferð Herjólfs fellur niður Mjög vel hefur gengið að flytja Þjóðhátíðargesti frá Eyjum og því verður næturferðin klukkan hálf þrjú aðfaranótt miðvikudags felld niður. Forsvarsmenn Herjólfs vilja koma því á framfæri að miðar í þessa ferð gilda í aðrar ferðir í dag og á morgun, en allir sem áttu bókað fyrir bíla í ferðinni þurfa að endurbóka. 2.8.2011 15:36 Umferðin dróst saman um 12% Umferðin um verslunarmannahelgina var að meðaltali rúmlega 12% minni en um sömu helgi í fyrra. Þessi niðurstaða fæst þegar skoðaðir eru sex talningastaðir út frá höfuðborgarsvæðinu. 2.8.2011 13:55 Helgi Magnús skipaður vararíkissaksóknari Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Helga Magnús Gunnarsson í embætti vararíkissaksóknara við embætti ríkissaksóknara. Helgi Magnús er fæddur 4. desember 1964. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1998 og stundaði framhaldsnám á háskólastigi í rannsókn og saksókn efnhagsbrota við Polithøgskolen 2004-2005. 2.8.2011 13:43 Rúmlega 660 þúsund lítrar af áfengi drukknir um helgina Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgina var tæplega 11 prósent minni í lítrum talið, en í sömu viku fyrir ári síðan. Samtals seldust 662 þúsund lítrar af áfengi í ár en 744 þúsund lítra í fyrra. 2.8.2011 13:17 Fékk hvítblæði og gerðist hlaupagarpur "Ég hef búið mér til einkunnarorðin: Ég hleyp því ég get það," segir Gunnar Ármannsson sem greindist með hvítblæði árið 2005 og lauk lyfjameðferð fyrir fimm árum. Af því tilefni ákvað hann í ársbyrjun að hlaupa fimm hlaup til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands á þessu ári. Þeim þremur erfiðustu hefur hann þegar lokið. Á laugardag hleypur hann síðan Jökulárhlaupið sem er 32,7 kílómetra utanvegahlaup og loks tekur hann þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þann 20. ágúst. Allt stefnir í að hann leggi að baki um fimm þúsund kílómetra á árinu. Gunnar segist ekki hafa hlaupið neitt markvisst áður en hann greindist með hvítblæði. Hins vegar hafi hann eins og svo margir aðrir lengi ætlað að byrja að hlaupa. Árið 2004 reimaði hann á sig hlaupaskóna og byrjaði. Hlaupin gengu ágætlega en fljótt fór Gunnar að finna fyrir minnkandi þoli og máttleysi, ólíkt því sem ætti að gerast þegar fólk hefur þjálfun. "Ég skildi ekki hvað þetta var og leitaði til læknis. Það var síðan á þorláksmessu 2005 sem ég greindist með hvítblæði," segir Gunnar. Hann var staðráðinn í að byrja aftur að lyfjameðferð lokinni, árið 2006, en gat það ekki strax vegna meiðsla. "A afmælisdaginn minn 2008 ákvað ég síðan að byrja. Ég tók mér frí í vinnunni og hljóp þá hálfmaraþon í fyrsta skipti. Síðan þá hef ég hlaupið," segir Gunnar. Hann hefur bætt við sig ár frá ári, lagði að baki um þrjú þúsund kílómetra árið 2009, fjögurþúsund á síðasta ári og býst við að hlaupa um fimm þúsund kílómetra í ár. Hugmyndin að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélaginu fæddist í ársbyrjun. "Ég ákvað þá að hlaupa fimm löng hlaup. Ég hef sett þetta þannig upp fyrir mér að ég hlaupi eitt hlaup fyrir hvert ár síðan lyfjameðferðinni lauk," segir hann. Fyrsta hlaupið var Parísarmaraþonið sem Gunnar hljóp þann 10. apríl. Hann hljóp 100 kílómetra í Meistaramóti Íslands þann 11. júlí. Þriðja hlaupið var Laugavegurinn sem Gunnar fór þann 16. júlí, en um er að ræða 55 kílómetra utanvegahlaup. Jökulárhlaupið er síðan næsta laugardag. Gunnar hefur hlaupið það áður og hlakkar mikið til. "Ég hljóp það fyrst sumarið 2008. Þetta var mitt fyrsta langa keppnishlaup. Upplifunin var frábær. Umhverfið er svo fallegt og það er eins og þarna sé alltaf gott veður," segir hann. Síðasta hlaupið er síðan Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en Gunnar er sá keppandi sem safnað hefur mestum áheitum, eða 322 þúsund krónum fyrir Krabbameinsfélagið. Þar ætlar hann að hlaupa heilt maraþon. "Ég ætla að sjá til hvort ég hleyp þetta á einhverjum hraða eða fer bara hægt yfir og skoða mig um," segir hann. Gunnar er afar þakklátur fyrir að hafa fengið heilsuna aftur og geta hlaupið enda tók það mikið á að veikjast af hvítblæði og fara í gegn um þunga lyfjameðferð. "Það var óvíst hvort ég myndi geta hlaupið aftur. Þegar ég loksins gat það þá vildi ég ekki hætta," segir Gunnar. Hann heldur úti bloggsíðu þar sem hann segir frá hugleiðingum sínum í tengslum við hlaupin. Hana má nálgast með því að smella hér. <http://garmur.blog.is/blog/garmur/> Hægt er að heita á Gunnar í Reykjavíkurmaraþoninu með því að smella hér <http://www.hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=2136> 2.8.2011 13:00 Óvenjumikill fjöldi nauðgunarmála Fjöldi nauðgunarmála sem hefur komið upp eftir helgina er óvenjumikill segir talskona Stígamóta. 2.8.2011 12:07 Ökumaður sofandi á 130 kílómetra hraða Lögreglan á Vestfjörðum stöðvaði ökumann á 130 kílómetra hraða um helgina. Þegar maðurinn var stöðvaður mun hann hafa þakkað lögreglumanni fyrir að stöðva akstur sinn því hann hafi verið sofandi og ekki vaknað fyrr en farþegar hans bentu honum á að lögreglan væri að gefa honum merki um að stöðva. 2.8.2011 12:00 Þroskahjálp fékk styrk Nýtt útibú Íslandsbanka við Suðurlandsbraut hefur ákveðið að leggja Landssamtökunum Þroskahjálp lið. Þroskahjálp eru regnhlífarsamtök fyrir 22 félög sem eru ýmist foreldra-, styrktar- og fagfélög fólks sem hefur sérhæft sig í þjálfun og þjónustu við fatlaða. Samtökin eru í hagsmunabaráttu fyrir fjölskyldur fatlaðra barna og er þeim þröngur stakkur sniðinn. Styrkurinn nemur hálfri milljón króna. 2.8.2011 11:49 Fundu þrjár kannabisplöntur Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á þrjár kannabisplöntur við húsleit í íbúð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. 2.8.2011 11:48 Í gæsluvarðhaldi fram á föstudag Karlmaður á þrítugsaldri, sem grunaður er um nauðgun í Herjólfsdal aðfaranótt sunnudags, var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag í Héraðsdómi Suðurlands nú fyrir stundu. 2.8.2011 11:30 Krafa um enn stærri reiðhöll Gusts seinkar framkvæmdum Hestamannafélagið Gustur vill að staðið verði við samkomulag um að Kópavogsbær reisi reiðhöll sem sé 80x36 metrar. Kópavogsbær hefur samþykkt að kanna kostnað við byggingu slíkrar reiðhallar, en einnig við höll sem verði 64 x 34 metrar. Guðríður Arnardóttir segir að í raun hafi yfirvöld hafnað stærra húsinu. 2.8.2011 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Bensínstöðvar lækka verð um 2 krónur Skeljungur hefur lækkað verð á bensíni og diesel á bensínstöðvum Orkunnar og Shell um 2 krónur. Atlantsolía og N1 eru einnig búin að lækka verð hjá sér. Olís hefur ekki lækkað verð. 3.8.2011 16:02
Ellen ekki á landinu heldur þýskur tvífari „Ég trúi þessu varla, við erum bara búin að hlæja og hlæja af þessu," segir Caroline Koch, þýskur ferðamaður sem er í fríi hér á landi í nokkra daga hjá íslenskum vinum sínum. 3.8.2011 15:55
Villtur í tæpan sólarhring Þýskur ferðamaður er kominn í leitirnar eftir að hann villtist í svartaþoku síðdegis í gær í nágrenni Námaskarðs í Mývatnssveit. 3.8.2011 15:18
Ögmundur áminnir sex sveitarfélög Sex sveitarfélög, af 76 starfandi sveitarfélögum á landinu, eiga eftir að skila inn þriggja ára fjárhagsáætlun til innanríkisráðuneytisins. Þau hafa nú öll fengið áminningu frá ráðuneytinu þar sem hótað er dagsektum og stöðvun greiðsla úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga ef slíkar áætlanir verði ekki birt. 3.8.2011 15:13
Sífellt fleiri vinna heima Sífellt fleiri félagsmenn VR vinna fjarvinnu, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR 2001. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að 41,8% félagsmanna vinni hluta vinnutíma síns í fjarvinnu. Að meðaltali er um að ræða 10,4 klukkustunda vinnu á viku. 3.8.2011 14:54
Sláturfélagið segir nóg til af lambakjöti Sláturfélag Suðurlands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það er áréttað að enginn skortur sé á lambakjöti hjá félaginu og að verslanir geti pantað allar þær vörur sem Sláturfélagið er með á boðstólnum. Tilefni tilkynningarinnar er umræða undanfarna daga og vikur um að lambakjöt skorti á innanlandsmarkaði og að neytendur geti ekki keypt kjöt þar sem það sé ekki á boðstólnum í verslunum. Samkvæmt birgðaskýrslum Sláturfélagsins voru í byrjun ágúst til tæp 600 tonn af lambakjöti í landinu en áætluð sala í ágúst er 500 til 550 tonn. 3.8.2011 13:55
Yfir 40 milljónir í að hreinsa graffiti Orkuveita Reykjavíkur hefur á síðustu þremur árum eytt á fimmta tug milljóna í að fjarlægja veggjakrot af mannvirkjum fyrirtækisins. Fyrirtækið segir tjón þess þó enn meira vegna skemmdarverkanna. 3.8.2011 12:30
Segir að svarta hagkerfið blómstri í bílaviðgerðum Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að svarta hagkerfið blómstri þegar komi að bílaviðgerðum. Eftir þrjár auglýsingar barst aðeins ein umsókn um stöðu bífvélavirkja hjá Heklu og sá hætti við þótt um hundrað bifvélavirkjar séu skráðir atvinnulausir. 3.8.2011 12:00
Heiðmerkurmorðinginn ósakhæfur Sakborningurinn í Heiðmerkurmálinu svokallaða er að öllum líkindum ósakhæfur. Það er niðurstaða geðlækna sem framkvæmt hafa mat á manninum sem varð barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk í maí. Málið verður þingfest í næstu viku. 3.8.2011 12:00
Talaði um nýja stjórnarskrá í jarðarför Sævars "Ég fullyrði að texti frumvarpsins að nýrri stjórnarskrá sé stórmerkur að inntaki og markmiði," sagði séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur Neskirkju, í minningarorðum um Sævar Cieselski sem hann jarðsetti í gær. Athöfnin fór fram frá Dómkirkjunni og gerði séra Örn Bárður frumvarp að nýrri stjörnarskrá að umtalsefni og las fjórum sinnum upp úr frumvarpinu. Sjálfur sat séra Örn Bárður í stjórnlagaráði og kom þannig að gerð frumvarpsins, sem var afhent forseta Alþingis í síðustu viku. Séra Örn Bárður sagði að í kaflanum um dómsvald í frumvarpinu sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómstóla og koma í veg fyrir að aðrir en hæfustu menn séu skipaðir dómarar. Sem kunnugt er fékk Sævar þyngsta dóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svonefnda. Hann játaði brot sitt eftir ofbeldisfullar yfirheyrslur í Síðumúlafangelsinu en dró játninguna síðar til baka og krafðist endurupptöku málsins. Hæstiréttur hafnaði því. "Ég skora á ykkur sem hér eruð saman komið að kynna ykkur frumvarpstextann og taka honum fagnandi. Ísland þarf nýjar leikreglur fyrir upprisuna sem nú er í vændum og ég skora á allt gott fólk að tala máli nýrrar stjórnarskrá og leggjast á árarnar með okkur sem rituðum textann og sigla honum í vör með taktföstum áratökum," sagði séra Örn Bárður við útför Sævars í gær. Þá las hann upp úr mannréttindakafla frumvarpsins fyrir kirkjugesti, og sagðist sannfærður um að Sævar myndi kunna vel að meta nýja stjórnarskrá. "Hún geymir mörg merkileg ákvæði sem hefðu glatt Sævar," sagði hann við athöfnina. Það var árið 1986 sem Hæstiréttur hafnaði beiðni Sævars um endurupptöku á máli hans. Sævar gafst þó ekki upp og hélt því alltaf fram að sannleikurinn yrði að koma í ljós. Séra Örn Bárður tók þar undir með Sævari í minningarorðunum með vísan í frumvarp að nýrri stjórnarskrá. "Í frumvarpinu eru einnig ákvæði um að stjórnvöld veiti upplýsingar og opni aðgang að skjölum. Þær greinar ættu að verða ykkur til hjálpar sem viljið fá sannleikann fram í máli Sævars og annarra sakborninga," sagði hann. Séra Örn Bárður rifjaði upp orð sem Sævar lét falla á árum áður þegar hann virtist sannfærður um að á Íslandi myndi allt hrynja fyrr en síðar. "Þegar Ísland hrynur, þá ætla ég ekki að verða undir brakinu," eru meðal þekktustu orða Sævars. Í máli séra Arnar Bárðar kom fram að Sævar hefði staðið við þessi orð enda bjó hann í Danmörku hin síðari ár þegar ástand mála á Íslandi var í sögulegri lægð. "Nú er hann kominn aftur heim. Hann varð ekki undir brakinu. Hann er kominn heim á tímum uppbyggingar þegar flest horfir til betri vegar. Hann var kistulagður á föstudaginn var, sama dag og frumvarp að nýrri stjórnarskrá var afhent Alþingi." Minningarorð séra Arnar Bárðar má lesa í heild sinni með því að smella hér. http://ornbardur.annall.is/2011-08-02/saevar-marino-ciesielski-1955-2011/#more-3349 3.8.2011 11:16
Nýtt Skaftárhlaup gæti náð hámarki í byggð á föstudag Ef aur heldur áfram að aukast mikið í Skaftá við Sveinstind er búist við að Skaftárhlaup nái hámarki í byggð á föstudag. Nú hafa fyrstu merki hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar að hlaup geti verið að hefjast úr Eystri-Skaftárkatli. Órói hefur mælst á jarðskjálftamælum í kringum Vestanverðan Vatnajökul frá því fljótlega eftir miðnætti í nótt. 3.8.2011 10:55
Ellen myndi gleðja mörg hjörtu ef hún yrði viðstödd gönguna „Hún er ekki á okkar vegum," segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, sem situr í stjórn Hinseigin daga sem hefjast á fimmtudaginn næstkomandi. 3.8.2011 10:30
Stórstjarnan Ellen Degeneres í Smáralind Þáttastjórnandinn og grínistinn Ellen Degeneres er í heimsókn á Íslandi, mögulega í tengslum við Gay Pride-hátíðina sem er að hefjast. Ellen er sjálf lesbía og hefur barist ötullega fyrir réttindum samkynhneigðra. 3.8.2011 10:13
Húsnæðisskortur ríkir á Tálknafirði Eftir tuttugu ára samdráttarskeið á Tálknafirði er nú svo komið að mikil eftirspurn er eftir húsnæði í bænum. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax sem rekur ört vaxandi laxeldi á staðnum, hefur til að mynda lýst yfir áhyggjum sínum af því að ekki verði til leiguhúsnæði fyrir starfsfólk á staðnum í nánustu framtíð. 3.8.2011 09:30
Iceland Express á áætlun í 40% tilvika Icelandair fór í loftið á réttum tíma í 78% tilvika í júlímánuði, en Iceland Express í 38% tilvika. Þetta sýna tölur sem vefsíðan turisti.is hefur tekið saman. Meðalseinkun brottfara hjá Icelandair var 8 mínútur en 34 mínútur hjá Iceland Express. Túristi.is segir að frammistaða Iceland Express hafi batnað mikið síðan í síðustu mælingu þegar innan við fimmta hver flugvél fór í loftið á réttum tíma. 3.8.2011 09:28
Ferðamenn í hættu á götóttum Geysisvegi Framkvæmdir við fjölfarna ferðamannaleið, um Laugardal milli Laugarvatns og Geysis, hafa staðið yfir í allt sumar. Það kemur illa niður á ferðaþjónustunni. Verkið er komið fram úr áætlun. 3.8.2011 09:00
Eftirlitsmyndavélar settar upp í Dalnum Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, vill láta setja upp eftirlitsmyndavélar í Herjólfsdal fyrir næstu Þjóðhátíð. Hann segir slíkt geta haft forvarnargildi og aðstoðað lögregluna í rannsóknum á afbrotum sem eigi sér stað. 3.8.2011 08:00
Júlí sá kaldasti í fimm ár Meðalhiti í Reykjavík var 12,2 stig í nýliðnum júlímánuði og er hann kaldasti júlímánuður í fimm ár, samakvæmt vef Veðrustofunnar. 3.8.2011 07:49
Tveir snarpir jarðskjálftar í Krísuvík Tveir jarðskjálftar, annar upp á 2,8 á Richter og hinn upp á 2,6 urðu norðaustur af Krísuvík upp úr klukkan tvö í nótt og í kjölfarið fylgdu veikari skjálftar. 3.8.2011 07:37
Ók inn í nautgripahjörð, tveir gripir drápust Ungur ökumaður slapp lítið meiddur þegar hann ók inn í nautgripahjörð á Eyjafjarðarbraut Vestri um klukkan tvö í nótt. Einn nautgripur drapst og annar var svo mikið meiddur að dýralæknir aflífaði hann á staðnum. 3.8.2011 07:28
Umferðin minnkaði um 12% um síðustu helgi Umferðin um nýliðna verslunarmannahelgi var rúmlega tólf prósentum minni en um sömu helgi í fyrra, samkvæmt talningu á sex stöðum á hringveginum út frá höfuðborgarsvæðinu. 3.8.2011 07:26
Víðines til skoðunar undir nýtt fangelsi Ríkisstjórnin skoðar nú hvort gamalt húsnæði í ríkiseigu geti nýst undir nýtt fangelsi ef ákveðið verður að reisa ekki fangelsi í einkaframkvæmd eins og hefur verið til umræðu. 3.8.2011 07:00
Þrettán milljónir ber á milli Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands hefur óskað eftir að árlegt framlag ríkisins verði aukið úr 38 milljónum króna í 70. Í mars fór stjórnin fram á 140 milljón króna árlegt framlag, en hefur nú lækkað þá ósk. Ráðuneytið hefur boðið 57 milljón krónur árlega. Því hafnaði skólinn í júní. 3.8.2011 06:30
Ákeyrslum á sauðfé fækkar til muna Ákeyrslum á sauðfé á Vestfjörðum hefur stórfækkað milli ára að sögn Önundar Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Það sem af er þessu ári hafa komið upp 44 mál þessa eðlis, en þau voru 76 talsins á sama tímabili í fyrra. 3.8.2011 06:00
Tók tvö ólögleg net með makríl Eftirlitsmaður frá Fiskistofu gerði síðastliðinn sunnudag upptæk tvö net sem lögð höfðu verið á Bíldudalsvogi. Bannað er að hafa net við strendur frá föstudagskvöldi til þriðjudagsmorguns en einnig er líklegt að þau hafi legið nær ármynni en lög gera ráð fyrir. 3.8.2011 05:30
Á skilorð fyrir myndatökur í sturtuklefum Ungt fyrrverandi par frá Húsavík hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að standa saman að nektarmyndatökum af unglingsstúlkum í upphafi ársins 2010. 3.8.2011 05:00
Óvissa um áfrýjun Sólheimadóms Tvær til þrjár vikur gætu enn liðið áður en ríkislögmaður tekur ákvörðun um hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá síðustu viku, í máli Sólheima gegn ríkinu, verði áfrýjað til Hæstaréttar. 3.8.2011 04:00
Gagnrýnir tregðu ríkisins til að styrkja Kvikmyndaskólann Kvikmyndaskóli Íslands fór fram á 360 prósenta hækkun á framlagi ríkisins í vetur - enda hafi skólinn fjórfaldast að stærð. Þráinn Bertelsson kvikmyndaleikstjóri og stjórnarþingmaður segir illa komið fyrir þjóðinni ef hún getur útskrifað 200 innheimtulögfræðinga árlega en ekki 50 kvikmyndagerðarmenn. 2.8.2011 20:30
Fórnarlömbin elt uppi og dregin til hliðar Að minnsta kosti tvö af þeim meintu nauðgunarmálum sem komu upp í Vestmannaeyjum um helgina áttu sér stað á almannafæri. Eyrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri á Neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis, segir fórnarlömbin hafa verið elt uppi og dregin til hliðar. 2.8.2011 19:00
Segir gæsluna ekki hafa brugðist á Þjóðhátíð Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir gæsluna ekki hafa brugðist í Vestmannaeyjum um helgina. Maðurinn sem grunaður er um nauðgun á hátíðinni var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag, en alls komu að minnsta kosti sex nauðgunarmál upp á útihátíðum um helgina. 2.8.2011 18:14
Útskrifuð af sjúkrahúsi Karlmaður og kona sem flutt voru á sjúkrahús með þyrlu landhelgisgæslunnar í gærkvöldi slösuðust ekki mikið að sögn vakthafandi læknis á Landspítalanum, og hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsinu. 2.8.2011 18:02
24 kærðir fyrir of hraðan akstur Alls voru tuttugu og fjórir ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku. Sá sem hraðast ók mældist á 149 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi en samkvæmt tilkynningu lögreglu bíður hans svipting í 1 mánuð auk 130 þúsund króna sektar og þriggja punkta í ökuferilsskrá. 2.8.2011 17:35
Hefur séð hörmungarnar í Sómalíu "Ef einhver á bágt einhversstaðar, þá er það þarna," segir Þorkell Þorkelsson ljósmyndari. Rauði krossinn hefur verið með söfnun að undanförnu til þess að bregðast við hörmungunum í Sómalíu. Þar sveltur fólk heilu hungri vegna þurrka og ömulegs stjórnmálaástands. 2.8.2011 16:28
RÚV mátti afhenda lista um umsækjendur Persónuvernd hefur úrskurðað að Ríkisútvarpinu hafi verið heimilt að miðla persónuupplýsingum um konu sem sótti um sumarstarf hjá fyrirtækinu í vor. Konan kvartaði að listi umsækjenda um sumarafleysingarstörf á fréttastofu RÚV hafi verið afhentur og birtur á helstu miðlum landsins. Það hafi ekki verið tekið fram þegar sótt var um starfið að listinn yrði gerður opinber. 2.8.2011 16:17
Næturferð Herjólfs fellur niður Mjög vel hefur gengið að flytja Þjóðhátíðargesti frá Eyjum og því verður næturferðin klukkan hálf þrjú aðfaranótt miðvikudags felld niður. Forsvarsmenn Herjólfs vilja koma því á framfæri að miðar í þessa ferð gilda í aðrar ferðir í dag og á morgun, en allir sem áttu bókað fyrir bíla í ferðinni þurfa að endurbóka. 2.8.2011 15:36
Umferðin dróst saman um 12% Umferðin um verslunarmannahelgina var að meðaltali rúmlega 12% minni en um sömu helgi í fyrra. Þessi niðurstaða fæst þegar skoðaðir eru sex talningastaðir út frá höfuðborgarsvæðinu. 2.8.2011 13:55
Helgi Magnús skipaður vararíkissaksóknari Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Helga Magnús Gunnarsson í embætti vararíkissaksóknara við embætti ríkissaksóknara. Helgi Magnús er fæddur 4. desember 1964. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1998 og stundaði framhaldsnám á háskólastigi í rannsókn og saksókn efnhagsbrota við Polithøgskolen 2004-2005. 2.8.2011 13:43
Rúmlega 660 þúsund lítrar af áfengi drukknir um helgina Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgina var tæplega 11 prósent minni í lítrum talið, en í sömu viku fyrir ári síðan. Samtals seldust 662 þúsund lítrar af áfengi í ár en 744 þúsund lítra í fyrra. 2.8.2011 13:17
Fékk hvítblæði og gerðist hlaupagarpur "Ég hef búið mér til einkunnarorðin: Ég hleyp því ég get það," segir Gunnar Ármannsson sem greindist með hvítblæði árið 2005 og lauk lyfjameðferð fyrir fimm árum. Af því tilefni ákvað hann í ársbyrjun að hlaupa fimm hlaup til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands á þessu ári. Þeim þremur erfiðustu hefur hann þegar lokið. Á laugardag hleypur hann síðan Jökulárhlaupið sem er 32,7 kílómetra utanvegahlaup og loks tekur hann þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þann 20. ágúst. Allt stefnir í að hann leggi að baki um fimm þúsund kílómetra á árinu. Gunnar segist ekki hafa hlaupið neitt markvisst áður en hann greindist með hvítblæði. Hins vegar hafi hann eins og svo margir aðrir lengi ætlað að byrja að hlaupa. Árið 2004 reimaði hann á sig hlaupaskóna og byrjaði. Hlaupin gengu ágætlega en fljótt fór Gunnar að finna fyrir minnkandi þoli og máttleysi, ólíkt því sem ætti að gerast þegar fólk hefur þjálfun. "Ég skildi ekki hvað þetta var og leitaði til læknis. Það var síðan á þorláksmessu 2005 sem ég greindist með hvítblæði," segir Gunnar. Hann var staðráðinn í að byrja aftur að lyfjameðferð lokinni, árið 2006, en gat það ekki strax vegna meiðsla. "A afmælisdaginn minn 2008 ákvað ég síðan að byrja. Ég tók mér frí í vinnunni og hljóp þá hálfmaraþon í fyrsta skipti. Síðan þá hef ég hlaupið," segir Gunnar. Hann hefur bætt við sig ár frá ári, lagði að baki um þrjú þúsund kílómetra árið 2009, fjögurþúsund á síðasta ári og býst við að hlaupa um fimm þúsund kílómetra í ár. Hugmyndin að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélaginu fæddist í ársbyrjun. "Ég ákvað þá að hlaupa fimm löng hlaup. Ég hef sett þetta þannig upp fyrir mér að ég hlaupi eitt hlaup fyrir hvert ár síðan lyfjameðferðinni lauk," segir hann. Fyrsta hlaupið var Parísarmaraþonið sem Gunnar hljóp þann 10. apríl. Hann hljóp 100 kílómetra í Meistaramóti Íslands þann 11. júlí. Þriðja hlaupið var Laugavegurinn sem Gunnar fór þann 16. júlí, en um er að ræða 55 kílómetra utanvegahlaup. Jökulárhlaupið er síðan næsta laugardag. Gunnar hefur hlaupið það áður og hlakkar mikið til. "Ég hljóp það fyrst sumarið 2008. Þetta var mitt fyrsta langa keppnishlaup. Upplifunin var frábær. Umhverfið er svo fallegt og það er eins og þarna sé alltaf gott veður," segir hann. Síðasta hlaupið er síðan Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en Gunnar er sá keppandi sem safnað hefur mestum áheitum, eða 322 þúsund krónum fyrir Krabbameinsfélagið. Þar ætlar hann að hlaupa heilt maraþon. "Ég ætla að sjá til hvort ég hleyp þetta á einhverjum hraða eða fer bara hægt yfir og skoða mig um," segir hann. Gunnar er afar þakklátur fyrir að hafa fengið heilsuna aftur og geta hlaupið enda tók það mikið á að veikjast af hvítblæði og fara í gegn um þunga lyfjameðferð. "Það var óvíst hvort ég myndi geta hlaupið aftur. Þegar ég loksins gat það þá vildi ég ekki hætta," segir Gunnar. Hann heldur úti bloggsíðu þar sem hann segir frá hugleiðingum sínum í tengslum við hlaupin. Hana má nálgast með því að smella hér. <http://garmur.blog.is/blog/garmur/> Hægt er að heita á Gunnar í Reykjavíkurmaraþoninu með því að smella hér <http://www.hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=2136> 2.8.2011 13:00
Óvenjumikill fjöldi nauðgunarmála Fjöldi nauðgunarmála sem hefur komið upp eftir helgina er óvenjumikill segir talskona Stígamóta. 2.8.2011 12:07
Ökumaður sofandi á 130 kílómetra hraða Lögreglan á Vestfjörðum stöðvaði ökumann á 130 kílómetra hraða um helgina. Þegar maðurinn var stöðvaður mun hann hafa þakkað lögreglumanni fyrir að stöðva akstur sinn því hann hafi verið sofandi og ekki vaknað fyrr en farþegar hans bentu honum á að lögreglan væri að gefa honum merki um að stöðva. 2.8.2011 12:00
Þroskahjálp fékk styrk Nýtt útibú Íslandsbanka við Suðurlandsbraut hefur ákveðið að leggja Landssamtökunum Þroskahjálp lið. Þroskahjálp eru regnhlífarsamtök fyrir 22 félög sem eru ýmist foreldra-, styrktar- og fagfélög fólks sem hefur sérhæft sig í þjálfun og þjónustu við fatlaða. Samtökin eru í hagsmunabaráttu fyrir fjölskyldur fatlaðra barna og er þeim þröngur stakkur sniðinn. Styrkurinn nemur hálfri milljón króna. 2.8.2011 11:49
Fundu þrjár kannabisplöntur Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á þrjár kannabisplöntur við húsleit í íbúð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. 2.8.2011 11:48
Í gæsluvarðhaldi fram á föstudag Karlmaður á þrítugsaldri, sem grunaður er um nauðgun í Herjólfsdal aðfaranótt sunnudags, var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag í Héraðsdómi Suðurlands nú fyrir stundu. 2.8.2011 11:30
Krafa um enn stærri reiðhöll Gusts seinkar framkvæmdum Hestamannafélagið Gustur vill að staðið verði við samkomulag um að Kópavogsbær reisi reiðhöll sem sé 80x36 metrar. Kópavogsbær hefur samþykkt að kanna kostnað við byggingu slíkrar reiðhallar, en einnig við höll sem verði 64 x 34 metrar. Guðríður Arnardóttir segir að í raun hafi yfirvöld hafnað stærra húsinu. 2.8.2011 11:00