Fleiri fréttir Líf og fjör á sumarveiðunum Grunnslóðin nánast allt í kring um landið er full af smábátum á veiðum en sumarvertíð þeirra hófst í gær og komu 76 tonn af óslægðum fiski að landi þennan fyrsta dag samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Fiskistofu. 4.5.2011 07:45 Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag Breytingar verða á áætlun Herjólfs í siglingum milli lands og eyja í dag. Fyrsta ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum er klukkan 7:30 og siglt verður til Þorlákshafnar og aftur til Vestmannaeyja frá Þorlákshöfn klukkan 11:15. 4.5.2011 07:43 Bjartsýnir á nýjan kjarasamning í dag Skriður komst á kjaraviðræður í gærdag og var fundað í flestum herbergjum í húsakynnum Ríkissáttasemjara fram til miðnættis. Menn voru bjartsýnir á að hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga eftir hádegi í dag, en fundir hefjast á ný klukkan eitt. 4.5.2011 07:22 BBC 4 sýnir Næturvaktina í næstu viku Breska sjónvarpsstöðin BBC 4 mun hefja sýningar á Næturvaktinni í næstu viku. Gert er ráð fyrir því að fyrsti þátturinn verði sýndur á mánudag, eftir því sem fram kemur á vef BBC. 4.5.2011 07:00 Hlýindi breyta fuglalífinu Ef fram fer sem horfir gætu loftslagsbreytingar haft í för með sér miklar sviptingar í fuglalífi á næstu árum. Nýjar fuglategundir gætu bæst við en aðrar horfið. Þetta segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 4.5.2011 06:45 Síldin horfin úr Grundarfirði Íslenska vorgotssíldin er horfin úr Grundarfirði en nótaskipið Jóna Eðvalds kannaði hversu mikið magn af síld væri í firðinum og hversu útbreidd sýkingin í henni væri, að sögn Skessuhorns. Í ljós kom að síldin er nánast horfin og því verða engar vorveiðar á síld eins og jafnvel stóð til. 4.5.2011 05:00 Þurfum að vanda betur orð og athafnir „Sú mikla skerðing sóknargjalda og framlaga sem þjóðkirkjan hefur þurft að mæta frá hruni er farin að hafa veruleg áhrif á þjónustu kirkjunnar um allt land. Það er mikið áhyggjuefni,“ sagði séra Karl Sigurbjörnsson biskup í gærkvöld í setningarræðu á prestastefnu 2011. 4.5.2011 05:00 Gera samninga um starfsnám Lagadeild Háskólans á Akureyri hefur gert samstarfssamning við embætti Sýslumannsins á Akureyri, Héraðsdóm Norðurlands eystra og stjórnsýsludeild Akureyrarbæjar um tímabundið starfsnám laganema. 4.5.2011 04:00 Lítil aðstoð í seinkun á flugi Helmingur þeirra sem tóku þátt í könnun Neytendasamtakanna og Evrópsku neytendaaðstoðarinnar um réttindi flugfarþega sagðist fara til útlanda með flugi einu sinni til tvisvar á ári. 4.5.2011 04:00 Um 160 manns gengu á Mosfell Metþátttaka var í morgungöngu Ferðafélags Íslands í gærmorgun þegar um 160 manns gengu á Mosfell í Mosfellsdal. Göngumenn lögðu upp í góðu veðri klukkan rúmlega sex árdegis. 4.5.2011 04:00 Tvö þúsund hafa fengið endurhæfingu Tvö þúsund manns höfðu um síðustu mánaðamót leitað til Starfsendurhæfingarsjóðs, VIRKS, frá því að ráðgjafar á vegum sjóðsins hófu að veita markvissa þjónustu haustið 2009. 4.5.2011 04:00 Bréfaskrif Darling sýna að Íslendingar voru beittir þvingunum Áður óbirt bréfaskrif Alistair Dairling fyrrverandi fjármálaráðherra Breta sýna að bresk stjórnvöld beittu Íslendinga vísvitandi þvingunaraðgerðum. Þetta kemur fram í rökstuðningi íslenskra stjórnvalda til Eftirlitsstofnunanar EFTA. 3.5.2011 21:00 Breytingar á ferðum Herjólfs á morgun Fyrsta ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum er klukkan 7:30 á morgun og siglt verður til Þorlákshafnar og aftur til Vestmannaeyja frá Þorlákshöfn klukkan 11:15. Önnur ferð Herjólfs verður farin frá Vestmannaeyjum klukkan 16:00 í Landeyjahöfn og aftur til Vestmannaeyja klukkan 17:40. 3.5.2011 20:31 Reka ísbjarnahótel í Manitoba Ísbjarnardráp, eins og á Hornströndum í gær, myndi kalla á lögreglurannsókn á Svalbarða og líklega leiða til ákæru. Íslenskur þyrluflugmaður, sem fangað hefur sexhundruð ísbirni í Kanada, segir einfalt að ná þeim lifandi. Í Manitoba eru vandræðabirnir settir á ísbjarnahótel. 3.5.2011 19:59 Tökur á Heimsendi hefjast í júní Tökur á nýjum framhaldsþáttum í leikstjórn Ragnars Bragasonar, Heimsendi, hefjast í byrjun júní og standa fram á verslunarmannahelgi. Að því tilefni hafa aðstandendur þáttanna ákveðið að auglýsa eftir aukaleikurum í þættina. 3.5.2011 19:39 Nýr kjarasamningur í nótt Búist er við að nýir kjarasamningar til þriggja ára náist í kvöld eða nótt. Sáttatónn er í forsvarsmönnum Samtaka Atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sem nú funda í Karphúsinu. 3.5.2011 18:56 Kallaði á lögreglu vegna flakkara Lögreglan var kölluð að húsi á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld eftir að tilkynning barst um innbrot. Á vettvangi voru engin sjáanleg merki um innbrot en tilkynnandi, sem jafnframt var húsráðandi, var þó viss í sinni sök þegar hann tilkynnti um glæpinn. Málavextir voru þeir að einhver hafði stolið svokölluðum flakkara úr íbúðinni. Tækið var hinsvegar fundið þegar lögreglan kom á staðinn og reyndist ekki hafa verið stolið því það fannst í stofusófanum á heimilinu. 3.5.2011 18:13 Vill minnast 25 ára afmælis leiðtogafundarins Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að borgarstjórn Reykjavíkur standi fyrir viðburðadagskrá í tilefni af því að í október er aldarfjórðungur liðinn frá leiðtogafundi Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Mikhaíls Gorbatsjoffs, leiðtoga Sovétríkjanna, í Reykjavík. Samkvæmt tillögu sem Kjartan lagði fram á borgarstjórnarfundi í dag verður borgarráði falið að skipa starfshóp til að annast verkefnið. 3.5.2011 18:06 Vilja rannsaka tíðari komur hvítabjarna Umhverfisráðherra hefur óskað eftir greinargerð frá Náttúrufræðistofnun Íslands í samvinnu við Umhverfisstofnun, Veðurstofuna og aðra hlutaðeigandi aðila um hugsanlegar orsakir aukinnar tíðni komu hvítabjarna hingað til lands. 3.5.2011 16:05 Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. 3.5.2011 15:54 Elsa nýr forseti borgarstjórnar Elsa Hrafnhildur Yeoman var kjörin forseti borgarstjórnar á borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir. Björk Vilhelmsdóttir var kjörin 1. varaforseti og 2. varaforseti Óttarr Ólafur Proppé. 3.5.2011 15:49 Krufning í morgun: Bráðabirgðaniðurstaða leiðir ekkert nýtt í ljós Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á ungri stúlku sem lést á laugardagsmorguninn eftir að hafa neytt fíkniefna hefur ekki varpað frekara ljósi á dánarorsök hennar. Allt að þrjár vikur eru þar til niðurstöður lyfjarannsóknar liggja fyrir en óskað hefur verið eftir flýtimeðferð. Talið er að stúlkan hafi látist af ofskammti fíkniefna, og beinist rannsókn lögreglu meðal annars að því hvort andlát stúlkunnar megi rekja til þess að hún hafi neytt svokallaðs PMMA-amfetamíns. Stúlkan var krufin í morgun. Björgvin Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að blóð- og þvagsýni hafi verið send til til flýtimeðferðar vegna lyfjarannsóknar en almennt taki slík rannsókn allt að þremur vikum. Lögreglan lagði einnig hald á fíkniefni þar sem stúlkan fannst látin, og verða þau sömuleiðis efnagreind. Amfetamín með PMMA fannst í fyrsta sinn á Íslandi í apríl en grunur leikur á að efnið hafi átt þátt í dauða ungmenna í öðrum löndum. Tugir manna hafa verið handteknir í þágu rannsóknarinnar og er hún enn í fullum gangi. 3.5.2011 15:18 Setja milljónir í framkvæmdir á ferðamannastöðum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, um að veita 41,9 milljónum til brýnna framkvæmda nú í vor og sumar á friðlýstum svæðum sem jafnframt eru vinsælir viðkomustaðir ferðamanna. 3.5.2011 15:08 Tvö ár fyrir að slá lögreglumann og stela bíl Liðlega þrítugur maður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir rán, þjófnaði fíkniefnabrot og brot gegn valdstjórninni þegar hann sló lögreglumann í andlitið. 3.5.2011 14:44 Forseti Slóveníu á Bessastöðum Opinber heimsókn forseta og forsetafrúar Slóveníu til Íslands hófst á Bessastöðum klukkan hálf þrjú. Forseti Slóveníu, dr. Danilo Türk, og eiginkona han,s frú Barbara Miklic Türk, munu dvelja hér í tvo daga. Með forsetanum koma þrír ráðherrar í ríkisstjórn Slóveníu, frú Darja Radic efnahagsráðherra, frú Irma Pavlinic Krebs, ráðherra opinberrar stjórnsýslu, og Roko Žarnic umhverfis- og skipulagsmálaráðherra auk embættismanna. Þá fylgja forseta Slóveníu viðskiptasendinefnd, með fulltrúum ríflega 20 slóvenskra fyrirtækja, og blaðamenn. Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum tóku íslensku forsetahjónin ásamt ráðherrum úr ríkisstjórn Íslands og embættismönnum á móti hinum erlendu gestum. Í kjölfarið fylgir viðræðufundur forseta landanna. Þeir munu síðan ræða við blaðamenn klukkan rúmlega hálf fjögur. Frá Bessastöðum heldur forseti Slóveníu í heimsókn til Alþingis. Þar verður hann ávarpaður úr forsetastóli en síðan munu forsetinn og ráðherrar eiga fund með fulltrúum stjórnmálaflokka á Alþingi og forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Hinir slóvensku ráðherrar munu jafnframt eiga sérstaka fundi með íslenskum starfsbræðrum sínum síðdegis þriðjudaginn 3. maí. Að kvöldi fyrri dags hinnar opinberu heimsóknar bjóða forseti Íslands og forsetafrú til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum til heiðurs forseta Slóveníu og forsetafrú. Þetta kemur fram á vef forsetaembættisins. Heimsóknardagana mun forsetafrú Slóveníu meðal annars heimsækja Hönnunarsafn Íslands, vinnustofur ungra listamanna, Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi og handritasýninguna í Þjóðmenningarhúsinu. 3.5.2011 14:44 SA ítreka samningsvilja Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað á fundi nú í hádeginu að láta enn á ný reyna á vilja Alþýðusambands Íslands og landssambanda þess til að ljúka gerð þriggja ára kjarasamnings á svipuðum forsendum og áður. SA munu því hitta viðsemjendur sína á fundi í dag kl. 15 hjá ríkissáttasemjara til að freista þess að ljúka gerð nýs kjarasamnings á almennum vinnumarkaði. Framkvæmdastjórn SA lýsti því yfir á föstudag að samtökin telji mikilvægt að skapa fyrirtækjum landsins starfsöryggi og frið. Undanfarna mánuði hafa Samtök atvinnulífsins og ASÍ og landssamböndin unnið að gerð þriggja ára kjarasamnings sem byggir á atvinnuleiðinni. Með henni er sköpuð ákveðin framtíðarsýn þar sem áherslan er lögð á hagvöxt, öruggt og tryggt starfsumhverfi fyrir allar atvinnugreinar, aukningu kaupmáttar og að draga úr atvinnuleysi. Til þess að ná þessu fram var aðkoma ríkisstjórnarinnar nauðsynleg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA. Þegar viðræðum um kjarasamning var slegið á frest fyrir páska lá fyrir grunnur að kjarasamningi aðila en út af stóðu nokkur mál sem ræða þurfti nánar við ríkisstjórnina. Á fimmtudagskvöld í síðustu viku bárust ný drög að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana. Að mati SA var þar komið að nokkru til móts við sjónarmið samtakanna um auknar framkvæmdir í hagkerfinu auk þess sem sett var fram ákveðin bókun um meðferð frumvarps um sjávarútvegsmál. Ljóst er að ríkisstjórnin er óbundin af yfirlýsingunni náist ekki kjarasamningar til þriggja ára. 3.5.2011 14:17 Strætó reynsluekur tvinnvagni næsta mánuðinn Strætó bs. mun næsta mánuðinn prófa tvinnvagn í fyrsta sinn við íslenskar aðstæður. Tilgangurinn með tilraunaakstrinum er að meta hvort slíkir vagnar séu raunhæfur valkostur fyrir Strætó bs., sem stendur frammi fyrir töluverðri endurnýjunarþörf vagnakosts og leitar jafnframt leiða til að gera vagnaflotann umhverfisvænni og hagkvæmari í rekstri. Á næstu árum þarf Strætó að endurnýja 7-8 vagna árlega. Strætó bs. stefnir að því að rekstur strætisvagnakerfisins verði umhverfisvænni og leitar leiða til að nýta aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Um leið skiptir miklu að vagnarnir séu hagkvæmir í innkaupum og rekstri. Valkostum í visthæfum orkugjöfum hefur fjölgað síðustu ár og má til að mynda nefna vetni, metangas og rafmagn í því sambandi auk þess sem tvinntækni hefur í sumum tilvikum reynst vel til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Í tilkynningu frá Strætó bs. segir að hver þessara valkosta hefur kosti og galla í för með sér og mikilvægt er að gera ítarlegar prófanir á þeim við íslenskar aðstæður áður en tekin er ákvörðun um vagnakaup. Með prófun Strætó á tvinnvagninum er metið hversu vel hann geti hentað á íslenskum strætóleiðum og er sérstaklega fylgst með eldsneytisnotkun auk þess sem fleiri þættir eru metnir. Tvinnvagninn er af gerðinni Volvo 7700 Hybrid og fær Strætó bs. hann að láni frá Volvo í samvinnu við Brimborg. Vagninn gengur bæði fyrir raforku og dieselolíu og segja framleiðendur að með honum megi draga úr eldsneytisnotkun um allt að 30%, auk þess sem útblástur sé um 40-50% minni frá slíkum vagni en hefðbundnum diesel-vögnum. Þar sem vagninn vinnur rafmagn úr bremsum og nýtir það bæði til að taka af stað og við hægan akstur þykir hann henta best á strætóleiðum þar sem hægt er ekið og oft þarf að stöðva. „Það er spennandi að fá tækifæri til að prófa tvinntæknina hér á landi og verður áhugavert að sjá hvernig vagninn stendur sig í samanburði við aðra kosti. Það er hröð þróun í framleiðslu visthæfra vagna um þessar mundir og ljóst að í framtíðinni verðum við minna háð jarðefnaeldsneyti en verið hefur. Við hjá Strætó bs. fylgjumst að sjálfsögðu mjög vel með þessari þróun og leitum að þeirri samsetningu strætisvagnaflotans sem er í senn eins umhverfisvæn og hagkvæm í rekstri og kostur er," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó 3.5.2011 13:34 Verkföll blasi við bjóði SA ekki betur Formaður Starfsgreinasambandsins segir að ákveða verði tímasetningu verkfalls trax á morgun eða í síðasta lagi á fimmtudag. Ef Samtök atvinnulífsins hafi ekkert nýtt fram að bjóða á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag, blasi verkfallsleiðin við. 3.5.2011 12:06 Pabbamorgnar á fjölskyldukaffihúsi Fjölskyldukaffihúsið Fjallkonubakarí fer af stað með pabbamorgna í fyrramálið, miðvikudaginn 4. maí. Feður eru þá boðnir sérstaklega velkomnir með börnin sín, föndurkörfur verða á borðum og geta feður þá átt gæðastund með sínu barni og komist í kynni við aðra feður. Lára Guðrún Jóhönnudóttir, eigandi Fjallkonubakarís, segist hafa fengið góð viðbrögð við pabbamorgnunum. Ætlunin er að þeir verði alla miðvikudagsmorgna. Lára Guðrún segir að vissulega komi bæði mæður og feður á kaffihúsið með börnin sín. Hún bendir þó á að kaffihúsið Hljómalind, sem var þarna áður til húsa, hafi verið með sérstaka pabbamorgna sem nutu mikilla vinsælda, og því hafi blasað við að koma þeim aftur í gagnið. Fjallkonubakaríið var opnað á Laugavegi 23 í Reykjavík, skömmu fyrir síðustu jól, og var það yfirlýst stefna frá upphafi að fjölskyldufólk gæti þar komið saman. Boðið er upp á hefðbundnar kaffihúsaveitingar, auk þess sem hægt er að fá grænmetismauk fyrir þau allra yngstu. Inn af kaffihúsinu er síðan leiksvæði þar sem börnin geta leikið sér á meðan foreldrarnir spjalla. Fjallkonubakaríið er með Facebook-síðu sem má sjá hér. http://www.facebook.com/fjallkonubakari 3.5.2011 11:50 Forseti Slóveníu í opinberri heimsókn Opinber heimsókn forseta Slóveníu hingað til lands hefst í dag á Bessastöðum. Forsetinn, Dr. Danilo Türk og eiginkona hans, frú Barbara Miklič Türk hitta þar Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. Með í för eru þrír ráðherrar í ríkisstjórn Slóveníu auk embættismanna. 3.5.2011 10:41 Meira brottfall hjá körlum Karlar hætta frekar í námi á framhaldsskólastigi en konur. Haustið 2002 voru 3.982 nýnemar í dagskóla á framhaldsskólastigi á Íslandi. Fjórum árum eftir innritun höfðu 51% kvenna og 38% karla verið brautskráð. Bilið á milli karla og kvenna hélst svo til óbreytt þegar hópurinn var skoðaður sex og sjö árum frá upphafi náms. Karlar voru fleiri í hópi brottfallinna fjórum árum frá upphafi náms, 35% á móti 23% kvenna. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þá er þar brautskráning nema í heild sinni skoðuð hjá þessum sama hópi sem hóf nám 2002. Fjórum árum síðar höfðu 45% nýnemanna verið brautskráðir úr námi á framhaldsskólastigi sem var að minnsta kosti tvö ár að lengd. Um 29% nýnemanna höfðu þá hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé án þess að vera brautskráðir en 26% voru enn í námi án þess að hafa brautskráðst. Þette kemur fram á vef Hagstofunnar. Árið 2008, sex árum frá upphafi náms, höfðu 58% nýnemanna verið brautskráðir, 29% nýnemanna höfðu hætt námi eða tekið hlé frá námi án þess að vera brautskráðir en 13% voru enn í námi. Árið 2009, sjö árum eftir upphaf náms, hafði hlutfall brautskráðra hækkað í 61% en 28% voru brottfallnir. Það er athyglisvert að stærð þess hóps sem hér er skilgreindur sem brottfallinn úr námi minnkaði aðeins um eitt prósentustig þótt svigrúm til að ljúka námi hafi aukist úr fjórum árum í sjö. Hlutfall þeirra sem voru brautskráðir óx úr 45% í 61% og hlutfall þeirra sem voru enn í námi minnkaði að sama skapi. Um 43% nemenda í bóknámi höfðu verið brautskráðir fjórum árum eftir upphaf náms en 49% nemenda í starfsnámi. Hærra hlutfall brautskráðra í starfsnámi skýrist m.a. af því að í starfsnámi er hægt að ljúka námi eftir tvö eða þrjú ár en fjögur ár þarf til að ljúka flestum bóknámsbrautum. Þannig hafði fjöldi nemenda lokið tveggja ára verslunar- og viðskiptabrautum sem teljast til starfsnámsbrauta. Sjö árum frá upphafi náms höfðu 61% nemenda í bóknámi verið brautskráðir og sömuleiðis 61% nemenda í starfsnámi. Algengt er að nemendur skipti um námsleið í framhaldsskólum. Þannig höfðu 29% nemenda sem innrituðust í starfsnám haustið 2002 lokið bóknámi fjórum árum síðar. Þá höfðu tæp 7% allra nýnema bæði verið brautskráðir úr starfsnámi og bóknámi fjórum árum frá upphafi náms. 3.5.2011 09:32 Ísland framarlega hvað varðar aðstæður mæðra og barna Mæður og börn hafa það best í Noregi samkvæmt nýrri könnun alþjóðasamtakanna Save the Children, eða Barnaheilla. Mæður og börn búa við næst bestar aðstæður í Ástralíu og þar næst á Íslandi samkvæmt könnuninni, sem gerð er árlega og birt daginn fyrir alþjóðlegan mæðradag sem er á morgun. 3.5.2011 07:54 Landhelgisgæslan hóf leit að strandveiðibáti Landhelgisgæslan boðaði út um klukkan hálf fimm í nótt björgunarskip og björgunarbáta Slysavarnafélagsins á Austfjörðum, nærstadda báta og þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna strandveiðibáts sem hvarf úr ferilvöktun við Barðsneshorn og ekki náðist talstöðvarsamband við. 3.5.2011 07:05 Vöxturinn mestur í sölu á tölvuleikjum iMesti vöxtur útflutningstekna í skapandi greinum hér á landi hefur verið í útgáfu tölvuleikja. Heildarverðmæti hefur sexfaldast á árunum 2005 til 2009, úr 1,9 milljörðum króna í 13,2 milljarða. Nær öll velta í útgáfu á tölvuleikjum hér á landi telst til útflutnings. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi. Að 3.5.2011 07:00 Áttu engan annan kost en neyðarlögin Íslensk stjórnvöld höfðu ekki annan kost til að verja innstæðueigendur í bankahruninu en að setja neyðarlögin. Með því var ekki brotið gegn tilskipun Evrópska efnahagssvæðisins (EFTA) um að innleiða og framfylgja tilskipun um innstæðutryggingar, að því er segir í formlegu svari stjórnvalda til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. 3.5.2011 06:00 Nemar í Ásbrú fá skólagarða Íbúum Ásbrúar á Keflavíkurflugvelli gefst nú kostur á að setja niður kartöflur og aðrar matjurtir í matjurtagörðum á Ásbrú, að því er segir í orðsendingu frá Hjálmari Árnasyni, framkvæmdastjóra Keilis. 3.5.2011 06:00 Boða sátt um veiðar Hverju eru stjórnvöld tilbúin til að lofa aðilum vinnumarkaðarins takist þeim að semja til þriggja ára? 3.5.2011 05:00 Útskriftarnemar borðuðu ís utandyra "Það er aldrei að vita en eins og veðrið hefur verið er þó engu að treysta,“ sagði grafíski hönnuðurinn Bjarki Fannar Atlason aðspurður í gær hvort sumarið sé nú loks komið. Bjarki brá sér undir bert loft ásamt samnemanda sínum, Guðbjörgu Tómasdóttur, af útskriftarsýningu Listaháskólans í Hafnarhúsinu til að gæða sér á ís og fylgjast með mannlífinu á Ingólfstorgi. 3.5.2011 05:00 Rétt viðbrögð að fella björninn Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar Alþingis, telur að brugðist hafi verið við af mikilli fagmennsku þegar hvítabjörninn var felldur á Hornströndum í dag. Hann telur að ekki hafi verið unnt að fanga dýrið lifandi. 2.5.2011 21:41 Eiríkur og Þorgeir hæfastir í Hæstarétt Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson eru hæfastir umsækjenda til að hljóta embætti hæstaréttardómara sem auglýst voru laus til umsóknar 18. febrúar 2011. Þetta er niðurstaða dómnefndar sem mat hæfni umsækjendanna. Nefndin gerði ekki greinamun á hæfni þeirra tveggja. 2.5.2011 20:20 Sendiherra segir fall Bin Laden mikilvægan áfanga Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi segir að fall Osama Bin Laden sé mikilvægur áfangi í stríðinu gegn hryðjuverkum en marki ekki endalok þess. Luis Arreaga sendiherra Bandaríkjanna hér á landi fagnar því að Bin Laden hafi náðst enda hafi hann verið svarinn óvinur bandaríkjanna með líf þúsunda manna á samviskunni. 2.5.2011 18:51 Óæskilegt að olíulind fái nafn sem tengist Íslandi Norska málnefndin hefur mælst til þess að Statoil hætti að nota heitið Katla um nýja olíulind. Nefndinni þykir óæskilegt að nota nafn sem tengist Íslandi. 2.5.2011 18:51 Jón Gnarr segir ísbjarnardrápið vera sorglegt Jón Gnarr borgarstjóri segir ísbjarnardrápið á Hornströndum í dag vera sorglegt. Eins og fram hefur komið var björninn sem sást við Hælavík felldur um miðjan dag í dag. Um var að ræða ungt dýr. 2.5.2011 18:00 Björninn á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur nú hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík fyrr í dag til Reykjavíkur. Hræið verður fært Náttúrufræðistofnun Íslands. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fréttaritari Stöðvar 2 á Vestfjörðum tók er húnninn smár að vexti. 2.5.2011 17:29 Varað við svifryksmengun í höfuðborginni Styrkur svifryks í Reykjavík verður sennilega yfir heilsuverndarmörkum í dag. Mystrið sem verið hefur yfir borginni er að mestu ryk sem berst sennilega af Landeyjarsandi. Í tilkynningu frá borginni segir að líklegast verði mengunin áfram yfir heilsuverndarmörkum í kvöld. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að taka tillit til aðstæðna og fylgjast með loftgæðum á vefmæli borgarinnar á rvk.is, sem sýnir svifryksmengun við Grensásveg. 2.5.2011 16:54 Sjá næstu 50 fréttir
Líf og fjör á sumarveiðunum Grunnslóðin nánast allt í kring um landið er full af smábátum á veiðum en sumarvertíð þeirra hófst í gær og komu 76 tonn af óslægðum fiski að landi þennan fyrsta dag samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Fiskistofu. 4.5.2011 07:45
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag Breytingar verða á áætlun Herjólfs í siglingum milli lands og eyja í dag. Fyrsta ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum er klukkan 7:30 og siglt verður til Þorlákshafnar og aftur til Vestmannaeyja frá Þorlákshöfn klukkan 11:15. 4.5.2011 07:43
Bjartsýnir á nýjan kjarasamning í dag Skriður komst á kjaraviðræður í gærdag og var fundað í flestum herbergjum í húsakynnum Ríkissáttasemjara fram til miðnættis. Menn voru bjartsýnir á að hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga eftir hádegi í dag, en fundir hefjast á ný klukkan eitt. 4.5.2011 07:22
BBC 4 sýnir Næturvaktina í næstu viku Breska sjónvarpsstöðin BBC 4 mun hefja sýningar á Næturvaktinni í næstu viku. Gert er ráð fyrir því að fyrsti þátturinn verði sýndur á mánudag, eftir því sem fram kemur á vef BBC. 4.5.2011 07:00
Hlýindi breyta fuglalífinu Ef fram fer sem horfir gætu loftslagsbreytingar haft í för með sér miklar sviptingar í fuglalífi á næstu árum. Nýjar fuglategundir gætu bæst við en aðrar horfið. Þetta segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 4.5.2011 06:45
Síldin horfin úr Grundarfirði Íslenska vorgotssíldin er horfin úr Grundarfirði en nótaskipið Jóna Eðvalds kannaði hversu mikið magn af síld væri í firðinum og hversu útbreidd sýkingin í henni væri, að sögn Skessuhorns. Í ljós kom að síldin er nánast horfin og því verða engar vorveiðar á síld eins og jafnvel stóð til. 4.5.2011 05:00
Þurfum að vanda betur orð og athafnir „Sú mikla skerðing sóknargjalda og framlaga sem þjóðkirkjan hefur þurft að mæta frá hruni er farin að hafa veruleg áhrif á þjónustu kirkjunnar um allt land. Það er mikið áhyggjuefni,“ sagði séra Karl Sigurbjörnsson biskup í gærkvöld í setningarræðu á prestastefnu 2011. 4.5.2011 05:00
Gera samninga um starfsnám Lagadeild Háskólans á Akureyri hefur gert samstarfssamning við embætti Sýslumannsins á Akureyri, Héraðsdóm Norðurlands eystra og stjórnsýsludeild Akureyrarbæjar um tímabundið starfsnám laganema. 4.5.2011 04:00
Lítil aðstoð í seinkun á flugi Helmingur þeirra sem tóku þátt í könnun Neytendasamtakanna og Evrópsku neytendaaðstoðarinnar um réttindi flugfarþega sagðist fara til útlanda með flugi einu sinni til tvisvar á ári. 4.5.2011 04:00
Um 160 manns gengu á Mosfell Metþátttaka var í morgungöngu Ferðafélags Íslands í gærmorgun þegar um 160 manns gengu á Mosfell í Mosfellsdal. Göngumenn lögðu upp í góðu veðri klukkan rúmlega sex árdegis. 4.5.2011 04:00
Tvö þúsund hafa fengið endurhæfingu Tvö þúsund manns höfðu um síðustu mánaðamót leitað til Starfsendurhæfingarsjóðs, VIRKS, frá því að ráðgjafar á vegum sjóðsins hófu að veita markvissa þjónustu haustið 2009. 4.5.2011 04:00
Bréfaskrif Darling sýna að Íslendingar voru beittir þvingunum Áður óbirt bréfaskrif Alistair Dairling fyrrverandi fjármálaráðherra Breta sýna að bresk stjórnvöld beittu Íslendinga vísvitandi þvingunaraðgerðum. Þetta kemur fram í rökstuðningi íslenskra stjórnvalda til Eftirlitsstofnunanar EFTA. 3.5.2011 21:00
Breytingar á ferðum Herjólfs á morgun Fyrsta ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum er klukkan 7:30 á morgun og siglt verður til Þorlákshafnar og aftur til Vestmannaeyja frá Þorlákshöfn klukkan 11:15. Önnur ferð Herjólfs verður farin frá Vestmannaeyjum klukkan 16:00 í Landeyjahöfn og aftur til Vestmannaeyja klukkan 17:40. 3.5.2011 20:31
Reka ísbjarnahótel í Manitoba Ísbjarnardráp, eins og á Hornströndum í gær, myndi kalla á lögreglurannsókn á Svalbarða og líklega leiða til ákæru. Íslenskur þyrluflugmaður, sem fangað hefur sexhundruð ísbirni í Kanada, segir einfalt að ná þeim lifandi. Í Manitoba eru vandræðabirnir settir á ísbjarnahótel. 3.5.2011 19:59
Tökur á Heimsendi hefjast í júní Tökur á nýjum framhaldsþáttum í leikstjórn Ragnars Bragasonar, Heimsendi, hefjast í byrjun júní og standa fram á verslunarmannahelgi. Að því tilefni hafa aðstandendur þáttanna ákveðið að auglýsa eftir aukaleikurum í þættina. 3.5.2011 19:39
Nýr kjarasamningur í nótt Búist er við að nýir kjarasamningar til þriggja ára náist í kvöld eða nótt. Sáttatónn er í forsvarsmönnum Samtaka Atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sem nú funda í Karphúsinu. 3.5.2011 18:56
Kallaði á lögreglu vegna flakkara Lögreglan var kölluð að húsi á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld eftir að tilkynning barst um innbrot. Á vettvangi voru engin sjáanleg merki um innbrot en tilkynnandi, sem jafnframt var húsráðandi, var þó viss í sinni sök þegar hann tilkynnti um glæpinn. Málavextir voru þeir að einhver hafði stolið svokölluðum flakkara úr íbúðinni. Tækið var hinsvegar fundið þegar lögreglan kom á staðinn og reyndist ekki hafa verið stolið því það fannst í stofusófanum á heimilinu. 3.5.2011 18:13
Vill minnast 25 ára afmælis leiðtogafundarins Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að borgarstjórn Reykjavíkur standi fyrir viðburðadagskrá í tilefni af því að í október er aldarfjórðungur liðinn frá leiðtogafundi Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Mikhaíls Gorbatsjoffs, leiðtoga Sovétríkjanna, í Reykjavík. Samkvæmt tillögu sem Kjartan lagði fram á borgarstjórnarfundi í dag verður borgarráði falið að skipa starfshóp til að annast verkefnið. 3.5.2011 18:06
Vilja rannsaka tíðari komur hvítabjarna Umhverfisráðherra hefur óskað eftir greinargerð frá Náttúrufræðistofnun Íslands í samvinnu við Umhverfisstofnun, Veðurstofuna og aðra hlutaðeigandi aðila um hugsanlegar orsakir aukinnar tíðni komu hvítabjarna hingað til lands. 3.5.2011 16:05
Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. 3.5.2011 15:54
Elsa nýr forseti borgarstjórnar Elsa Hrafnhildur Yeoman var kjörin forseti borgarstjórnar á borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir. Björk Vilhelmsdóttir var kjörin 1. varaforseti og 2. varaforseti Óttarr Ólafur Proppé. 3.5.2011 15:49
Krufning í morgun: Bráðabirgðaniðurstaða leiðir ekkert nýtt í ljós Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á ungri stúlku sem lést á laugardagsmorguninn eftir að hafa neytt fíkniefna hefur ekki varpað frekara ljósi á dánarorsök hennar. Allt að þrjár vikur eru þar til niðurstöður lyfjarannsóknar liggja fyrir en óskað hefur verið eftir flýtimeðferð. Talið er að stúlkan hafi látist af ofskammti fíkniefna, og beinist rannsókn lögreglu meðal annars að því hvort andlát stúlkunnar megi rekja til þess að hún hafi neytt svokallaðs PMMA-amfetamíns. Stúlkan var krufin í morgun. Björgvin Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að blóð- og þvagsýni hafi verið send til til flýtimeðferðar vegna lyfjarannsóknar en almennt taki slík rannsókn allt að þremur vikum. Lögreglan lagði einnig hald á fíkniefni þar sem stúlkan fannst látin, og verða þau sömuleiðis efnagreind. Amfetamín með PMMA fannst í fyrsta sinn á Íslandi í apríl en grunur leikur á að efnið hafi átt þátt í dauða ungmenna í öðrum löndum. Tugir manna hafa verið handteknir í þágu rannsóknarinnar og er hún enn í fullum gangi. 3.5.2011 15:18
Setja milljónir í framkvæmdir á ferðamannastöðum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, um að veita 41,9 milljónum til brýnna framkvæmda nú í vor og sumar á friðlýstum svæðum sem jafnframt eru vinsælir viðkomustaðir ferðamanna. 3.5.2011 15:08
Tvö ár fyrir að slá lögreglumann og stela bíl Liðlega þrítugur maður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir rán, þjófnaði fíkniefnabrot og brot gegn valdstjórninni þegar hann sló lögreglumann í andlitið. 3.5.2011 14:44
Forseti Slóveníu á Bessastöðum Opinber heimsókn forseta og forsetafrúar Slóveníu til Íslands hófst á Bessastöðum klukkan hálf þrjú. Forseti Slóveníu, dr. Danilo Türk, og eiginkona han,s frú Barbara Miklic Türk, munu dvelja hér í tvo daga. Með forsetanum koma þrír ráðherrar í ríkisstjórn Slóveníu, frú Darja Radic efnahagsráðherra, frú Irma Pavlinic Krebs, ráðherra opinberrar stjórnsýslu, og Roko Žarnic umhverfis- og skipulagsmálaráðherra auk embættismanna. Þá fylgja forseta Slóveníu viðskiptasendinefnd, með fulltrúum ríflega 20 slóvenskra fyrirtækja, og blaðamenn. Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum tóku íslensku forsetahjónin ásamt ráðherrum úr ríkisstjórn Íslands og embættismönnum á móti hinum erlendu gestum. Í kjölfarið fylgir viðræðufundur forseta landanna. Þeir munu síðan ræða við blaðamenn klukkan rúmlega hálf fjögur. Frá Bessastöðum heldur forseti Slóveníu í heimsókn til Alþingis. Þar verður hann ávarpaður úr forsetastóli en síðan munu forsetinn og ráðherrar eiga fund með fulltrúum stjórnmálaflokka á Alþingi og forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Hinir slóvensku ráðherrar munu jafnframt eiga sérstaka fundi með íslenskum starfsbræðrum sínum síðdegis þriðjudaginn 3. maí. Að kvöldi fyrri dags hinnar opinberu heimsóknar bjóða forseti Íslands og forsetafrú til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum til heiðurs forseta Slóveníu og forsetafrú. Þetta kemur fram á vef forsetaembættisins. Heimsóknardagana mun forsetafrú Slóveníu meðal annars heimsækja Hönnunarsafn Íslands, vinnustofur ungra listamanna, Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi og handritasýninguna í Þjóðmenningarhúsinu. 3.5.2011 14:44
SA ítreka samningsvilja Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað á fundi nú í hádeginu að láta enn á ný reyna á vilja Alþýðusambands Íslands og landssambanda þess til að ljúka gerð þriggja ára kjarasamnings á svipuðum forsendum og áður. SA munu því hitta viðsemjendur sína á fundi í dag kl. 15 hjá ríkissáttasemjara til að freista þess að ljúka gerð nýs kjarasamnings á almennum vinnumarkaði. Framkvæmdastjórn SA lýsti því yfir á föstudag að samtökin telji mikilvægt að skapa fyrirtækjum landsins starfsöryggi og frið. Undanfarna mánuði hafa Samtök atvinnulífsins og ASÍ og landssamböndin unnið að gerð þriggja ára kjarasamnings sem byggir á atvinnuleiðinni. Með henni er sköpuð ákveðin framtíðarsýn þar sem áherslan er lögð á hagvöxt, öruggt og tryggt starfsumhverfi fyrir allar atvinnugreinar, aukningu kaupmáttar og að draga úr atvinnuleysi. Til þess að ná þessu fram var aðkoma ríkisstjórnarinnar nauðsynleg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA. Þegar viðræðum um kjarasamning var slegið á frest fyrir páska lá fyrir grunnur að kjarasamningi aðila en út af stóðu nokkur mál sem ræða þurfti nánar við ríkisstjórnina. Á fimmtudagskvöld í síðustu viku bárust ný drög að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana. Að mati SA var þar komið að nokkru til móts við sjónarmið samtakanna um auknar framkvæmdir í hagkerfinu auk þess sem sett var fram ákveðin bókun um meðferð frumvarps um sjávarútvegsmál. Ljóst er að ríkisstjórnin er óbundin af yfirlýsingunni náist ekki kjarasamningar til þriggja ára. 3.5.2011 14:17
Strætó reynsluekur tvinnvagni næsta mánuðinn Strætó bs. mun næsta mánuðinn prófa tvinnvagn í fyrsta sinn við íslenskar aðstæður. Tilgangurinn með tilraunaakstrinum er að meta hvort slíkir vagnar séu raunhæfur valkostur fyrir Strætó bs., sem stendur frammi fyrir töluverðri endurnýjunarþörf vagnakosts og leitar jafnframt leiða til að gera vagnaflotann umhverfisvænni og hagkvæmari í rekstri. Á næstu árum þarf Strætó að endurnýja 7-8 vagna árlega. Strætó bs. stefnir að því að rekstur strætisvagnakerfisins verði umhverfisvænni og leitar leiða til að nýta aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Um leið skiptir miklu að vagnarnir séu hagkvæmir í innkaupum og rekstri. Valkostum í visthæfum orkugjöfum hefur fjölgað síðustu ár og má til að mynda nefna vetni, metangas og rafmagn í því sambandi auk þess sem tvinntækni hefur í sumum tilvikum reynst vel til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Í tilkynningu frá Strætó bs. segir að hver þessara valkosta hefur kosti og galla í för með sér og mikilvægt er að gera ítarlegar prófanir á þeim við íslenskar aðstæður áður en tekin er ákvörðun um vagnakaup. Með prófun Strætó á tvinnvagninum er metið hversu vel hann geti hentað á íslenskum strætóleiðum og er sérstaklega fylgst með eldsneytisnotkun auk þess sem fleiri þættir eru metnir. Tvinnvagninn er af gerðinni Volvo 7700 Hybrid og fær Strætó bs. hann að láni frá Volvo í samvinnu við Brimborg. Vagninn gengur bæði fyrir raforku og dieselolíu og segja framleiðendur að með honum megi draga úr eldsneytisnotkun um allt að 30%, auk þess sem útblástur sé um 40-50% minni frá slíkum vagni en hefðbundnum diesel-vögnum. Þar sem vagninn vinnur rafmagn úr bremsum og nýtir það bæði til að taka af stað og við hægan akstur þykir hann henta best á strætóleiðum þar sem hægt er ekið og oft þarf að stöðva. „Það er spennandi að fá tækifæri til að prófa tvinntæknina hér á landi og verður áhugavert að sjá hvernig vagninn stendur sig í samanburði við aðra kosti. Það er hröð þróun í framleiðslu visthæfra vagna um þessar mundir og ljóst að í framtíðinni verðum við minna háð jarðefnaeldsneyti en verið hefur. Við hjá Strætó bs. fylgjumst að sjálfsögðu mjög vel með þessari þróun og leitum að þeirri samsetningu strætisvagnaflotans sem er í senn eins umhverfisvæn og hagkvæm í rekstri og kostur er," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó 3.5.2011 13:34
Verkföll blasi við bjóði SA ekki betur Formaður Starfsgreinasambandsins segir að ákveða verði tímasetningu verkfalls trax á morgun eða í síðasta lagi á fimmtudag. Ef Samtök atvinnulífsins hafi ekkert nýtt fram að bjóða á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag, blasi verkfallsleiðin við. 3.5.2011 12:06
Pabbamorgnar á fjölskyldukaffihúsi Fjölskyldukaffihúsið Fjallkonubakarí fer af stað með pabbamorgna í fyrramálið, miðvikudaginn 4. maí. Feður eru þá boðnir sérstaklega velkomnir með börnin sín, föndurkörfur verða á borðum og geta feður þá átt gæðastund með sínu barni og komist í kynni við aðra feður. Lára Guðrún Jóhönnudóttir, eigandi Fjallkonubakarís, segist hafa fengið góð viðbrögð við pabbamorgnunum. Ætlunin er að þeir verði alla miðvikudagsmorgna. Lára Guðrún segir að vissulega komi bæði mæður og feður á kaffihúsið með börnin sín. Hún bendir þó á að kaffihúsið Hljómalind, sem var þarna áður til húsa, hafi verið með sérstaka pabbamorgna sem nutu mikilla vinsælda, og því hafi blasað við að koma þeim aftur í gagnið. Fjallkonubakaríið var opnað á Laugavegi 23 í Reykjavík, skömmu fyrir síðustu jól, og var það yfirlýst stefna frá upphafi að fjölskyldufólk gæti þar komið saman. Boðið er upp á hefðbundnar kaffihúsaveitingar, auk þess sem hægt er að fá grænmetismauk fyrir þau allra yngstu. Inn af kaffihúsinu er síðan leiksvæði þar sem börnin geta leikið sér á meðan foreldrarnir spjalla. Fjallkonubakaríið er með Facebook-síðu sem má sjá hér. http://www.facebook.com/fjallkonubakari 3.5.2011 11:50
Forseti Slóveníu í opinberri heimsókn Opinber heimsókn forseta Slóveníu hingað til lands hefst í dag á Bessastöðum. Forsetinn, Dr. Danilo Türk og eiginkona hans, frú Barbara Miklič Türk hitta þar Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. Með í för eru þrír ráðherrar í ríkisstjórn Slóveníu auk embættismanna. 3.5.2011 10:41
Meira brottfall hjá körlum Karlar hætta frekar í námi á framhaldsskólastigi en konur. Haustið 2002 voru 3.982 nýnemar í dagskóla á framhaldsskólastigi á Íslandi. Fjórum árum eftir innritun höfðu 51% kvenna og 38% karla verið brautskráð. Bilið á milli karla og kvenna hélst svo til óbreytt þegar hópurinn var skoðaður sex og sjö árum frá upphafi náms. Karlar voru fleiri í hópi brottfallinna fjórum árum frá upphafi náms, 35% á móti 23% kvenna. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þá er þar brautskráning nema í heild sinni skoðuð hjá þessum sama hópi sem hóf nám 2002. Fjórum árum síðar höfðu 45% nýnemanna verið brautskráðir úr námi á framhaldsskólastigi sem var að minnsta kosti tvö ár að lengd. Um 29% nýnemanna höfðu þá hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé án þess að vera brautskráðir en 26% voru enn í námi án þess að hafa brautskráðst. Þette kemur fram á vef Hagstofunnar. Árið 2008, sex árum frá upphafi náms, höfðu 58% nýnemanna verið brautskráðir, 29% nýnemanna höfðu hætt námi eða tekið hlé frá námi án þess að vera brautskráðir en 13% voru enn í námi. Árið 2009, sjö árum eftir upphaf náms, hafði hlutfall brautskráðra hækkað í 61% en 28% voru brottfallnir. Það er athyglisvert að stærð þess hóps sem hér er skilgreindur sem brottfallinn úr námi minnkaði aðeins um eitt prósentustig þótt svigrúm til að ljúka námi hafi aukist úr fjórum árum í sjö. Hlutfall þeirra sem voru brautskráðir óx úr 45% í 61% og hlutfall þeirra sem voru enn í námi minnkaði að sama skapi. Um 43% nemenda í bóknámi höfðu verið brautskráðir fjórum árum eftir upphaf náms en 49% nemenda í starfsnámi. Hærra hlutfall brautskráðra í starfsnámi skýrist m.a. af því að í starfsnámi er hægt að ljúka námi eftir tvö eða þrjú ár en fjögur ár þarf til að ljúka flestum bóknámsbrautum. Þannig hafði fjöldi nemenda lokið tveggja ára verslunar- og viðskiptabrautum sem teljast til starfsnámsbrauta. Sjö árum frá upphafi náms höfðu 61% nemenda í bóknámi verið brautskráðir og sömuleiðis 61% nemenda í starfsnámi. Algengt er að nemendur skipti um námsleið í framhaldsskólum. Þannig höfðu 29% nemenda sem innrituðust í starfsnám haustið 2002 lokið bóknámi fjórum árum síðar. Þá höfðu tæp 7% allra nýnema bæði verið brautskráðir úr starfsnámi og bóknámi fjórum árum frá upphafi náms. 3.5.2011 09:32
Ísland framarlega hvað varðar aðstæður mæðra og barna Mæður og börn hafa það best í Noregi samkvæmt nýrri könnun alþjóðasamtakanna Save the Children, eða Barnaheilla. Mæður og börn búa við næst bestar aðstæður í Ástralíu og þar næst á Íslandi samkvæmt könnuninni, sem gerð er árlega og birt daginn fyrir alþjóðlegan mæðradag sem er á morgun. 3.5.2011 07:54
Landhelgisgæslan hóf leit að strandveiðibáti Landhelgisgæslan boðaði út um klukkan hálf fimm í nótt björgunarskip og björgunarbáta Slysavarnafélagsins á Austfjörðum, nærstadda báta og þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna strandveiðibáts sem hvarf úr ferilvöktun við Barðsneshorn og ekki náðist talstöðvarsamband við. 3.5.2011 07:05
Vöxturinn mestur í sölu á tölvuleikjum iMesti vöxtur útflutningstekna í skapandi greinum hér á landi hefur verið í útgáfu tölvuleikja. Heildarverðmæti hefur sexfaldast á árunum 2005 til 2009, úr 1,9 milljörðum króna í 13,2 milljarða. Nær öll velta í útgáfu á tölvuleikjum hér á landi telst til útflutnings. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi. Að 3.5.2011 07:00
Áttu engan annan kost en neyðarlögin Íslensk stjórnvöld höfðu ekki annan kost til að verja innstæðueigendur í bankahruninu en að setja neyðarlögin. Með því var ekki brotið gegn tilskipun Evrópska efnahagssvæðisins (EFTA) um að innleiða og framfylgja tilskipun um innstæðutryggingar, að því er segir í formlegu svari stjórnvalda til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. 3.5.2011 06:00
Nemar í Ásbrú fá skólagarða Íbúum Ásbrúar á Keflavíkurflugvelli gefst nú kostur á að setja niður kartöflur og aðrar matjurtir í matjurtagörðum á Ásbrú, að því er segir í orðsendingu frá Hjálmari Árnasyni, framkvæmdastjóra Keilis. 3.5.2011 06:00
Boða sátt um veiðar Hverju eru stjórnvöld tilbúin til að lofa aðilum vinnumarkaðarins takist þeim að semja til þriggja ára? 3.5.2011 05:00
Útskriftarnemar borðuðu ís utandyra "Það er aldrei að vita en eins og veðrið hefur verið er þó engu að treysta,“ sagði grafíski hönnuðurinn Bjarki Fannar Atlason aðspurður í gær hvort sumarið sé nú loks komið. Bjarki brá sér undir bert loft ásamt samnemanda sínum, Guðbjörgu Tómasdóttur, af útskriftarsýningu Listaháskólans í Hafnarhúsinu til að gæða sér á ís og fylgjast með mannlífinu á Ingólfstorgi. 3.5.2011 05:00
Rétt viðbrögð að fella björninn Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar Alþingis, telur að brugðist hafi verið við af mikilli fagmennsku þegar hvítabjörninn var felldur á Hornströndum í dag. Hann telur að ekki hafi verið unnt að fanga dýrið lifandi. 2.5.2011 21:41
Eiríkur og Þorgeir hæfastir í Hæstarétt Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson eru hæfastir umsækjenda til að hljóta embætti hæstaréttardómara sem auglýst voru laus til umsóknar 18. febrúar 2011. Þetta er niðurstaða dómnefndar sem mat hæfni umsækjendanna. Nefndin gerði ekki greinamun á hæfni þeirra tveggja. 2.5.2011 20:20
Sendiherra segir fall Bin Laden mikilvægan áfanga Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi segir að fall Osama Bin Laden sé mikilvægur áfangi í stríðinu gegn hryðjuverkum en marki ekki endalok þess. Luis Arreaga sendiherra Bandaríkjanna hér á landi fagnar því að Bin Laden hafi náðst enda hafi hann verið svarinn óvinur bandaríkjanna með líf þúsunda manna á samviskunni. 2.5.2011 18:51
Óæskilegt að olíulind fái nafn sem tengist Íslandi Norska málnefndin hefur mælst til þess að Statoil hætti að nota heitið Katla um nýja olíulind. Nefndinni þykir óæskilegt að nota nafn sem tengist Íslandi. 2.5.2011 18:51
Jón Gnarr segir ísbjarnardrápið vera sorglegt Jón Gnarr borgarstjóri segir ísbjarnardrápið á Hornströndum í dag vera sorglegt. Eins og fram hefur komið var björninn sem sást við Hælavík felldur um miðjan dag í dag. Um var að ræða ungt dýr. 2.5.2011 18:00
Björninn á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur nú hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík fyrr í dag til Reykjavíkur. Hræið verður fært Náttúrufræðistofnun Íslands. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fréttaritari Stöðvar 2 á Vestfjörðum tók er húnninn smár að vexti. 2.5.2011 17:29
Varað við svifryksmengun í höfuðborginni Styrkur svifryks í Reykjavík verður sennilega yfir heilsuverndarmörkum í dag. Mystrið sem verið hefur yfir borginni er að mestu ryk sem berst sennilega af Landeyjarsandi. Í tilkynningu frá borginni segir að líklegast verði mengunin áfram yfir heilsuverndarmörkum í kvöld. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að taka tillit til aðstæðna og fylgjast með loftgæðum á vefmæli borgarinnar á rvk.is, sem sýnir svifryksmengun við Grensásveg. 2.5.2011 16:54