Tvö þúsund hafa fengið endurhæfingu 4. maí 2011 04:00 Þeim fjölgar stöðugt sem fá endurhæfingu hjá VIRK. myndin er úr safni Tvö þúsund manns höfðu um síðustu mánaðamót leitað til Starfsendurhæfingarsjóðs, VIRKS, frá því að ráðgjafar á vegum sjóðsins hófu að veita markvissa þjónustu haustið 2009. Samið var um Starfsendurhæfingarsjóð í kjarasamningum árið 2008 en markmiðið með starfseminni er að hjálpa einstaklingum sem eru með skerta starfsgetu vegna heilsubrests að komast sem fyrst til vinnu á ný. Það er mat aðstandenda sjóðsins að starfsemin hafi skilað miklum árangri. Starfsendurhæfingarsjóður fékk í fyrra 600 milljónir króna til umráða, að sögn Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra sjóðsins. ,,Fjármagnið sem við fáum eru kjarasamningsbundin gjöld frá atvinnurekendum sem eru 0,13 prósent af heildarlaunum," greinir Vigdís frá. Hún segir starfsemi sjóðsins kynnta á vegum stéttarfélaga og einnig innan fyrirtækja. ,,Læknar vísa einnig til okkar. Þeim fjölgar stöðugt sem fá vitneskju um þá aðstoð sem þeir eiga rétt á." Ráðgjöfin sem veitt er fer fram í samvinnu við stéttarfélög um allt land og eru ráðgjafarnir staðsettir hjá félögunum. ,,Þeir leggja sig fram um að auka virkni og getu einstaklinga í samvinnu við þá sjálfa og ýmsa sérfræðinga eftir þörfum og aðstæðum hverju sinni. Ef einstaklingur þarf meiri aðstoð til að komast aftur í vinnu en ráðgjafi getur veitt getur hann vísað á úrræði eins og sálfræðiþjónustu, heilsueflingu eða námskeið svo dæmi séu tekin. Þessi úrræði eru fjármögnuð af Starfsendurhæfingarsjóði. Áður en ákvörðun er tekin um kaup á úrræðum er staða og þörf einstaklingsins fyrir hana metin," segir Vigdís. Flestir þeirra sem hafa komið til ráðgjafa Starfsendurhæfingarsjóðs, eða um 64 prósent, eru á launum í veikindum eða á dagpeningum hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Um 17 prósent eru á endurhæfingar- eða örorkulífeyri og um 8 prósent eru á atvinnuleysisbótum. Algengustu ástæður skertrar starfsgetu hjá þeim einstaklingum sem koma til Starfsendurhæfingarsjóðs eru heilsubrestur af andlegum toga og stoðkerfisvandamál, að því er Vigdís greinir frá. ibs@frettabladid.is Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Tvö þúsund manns höfðu um síðustu mánaðamót leitað til Starfsendurhæfingarsjóðs, VIRKS, frá því að ráðgjafar á vegum sjóðsins hófu að veita markvissa þjónustu haustið 2009. Samið var um Starfsendurhæfingarsjóð í kjarasamningum árið 2008 en markmiðið með starfseminni er að hjálpa einstaklingum sem eru með skerta starfsgetu vegna heilsubrests að komast sem fyrst til vinnu á ný. Það er mat aðstandenda sjóðsins að starfsemin hafi skilað miklum árangri. Starfsendurhæfingarsjóður fékk í fyrra 600 milljónir króna til umráða, að sögn Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra sjóðsins. ,,Fjármagnið sem við fáum eru kjarasamningsbundin gjöld frá atvinnurekendum sem eru 0,13 prósent af heildarlaunum," greinir Vigdís frá. Hún segir starfsemi sjóðsins kynnta á vegum stéttarfélaga og einnig innan fyrirtækja. ,,Læknar vísa einnig til okkar. Þeim fjölgar stöðugt sem fá vitneskju um þá aðstoð sem þeir eiga rétt á." Ráðgjöfin sem veitt er fer fram í samvinnu við stéttarfélög um allt land og eru ráðgjafarnir staðsettir hjá félögunum. ,,Þeir leggja sig fram um að auka virkni og getu einstaklinga í samvinnu við þá sjálfa og ýmsa sérfræðinga eftir þörfum og aðstæðum hverju sinni. Ef einstaklingur þarf meiri aðstoð til að komast aftur í vinnu en ráðgjafi getur veitt getur hann vísað á úrræði eins og sálfræðiþjónustu, heilsueflingu eða námskeið svo dæmi séu tekin. Þessi úrræði eru fjármögnuð af Starfsendurhæfingarsjóði. Áður en ákvörðun er tekin um kaup á úrræðum er staða og þörf einstaklingsins fyrir hana metin," segir Vigdís. Flestir þeirra sem hafa komið til ráðgjafa Starfsendurhæfingarsjóðs, eða um 64 prósent, eru á launum í veikindum eða á dagpeningum hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Um 17 prósent eru á endurhæfingar- eða örorkulífeyri og um 8 prósent eru á atvinnuleysisbótum. Algengustu ástæður skertrar starfsgetu hjá þeim einstaklingum sem koma til Starfsendurhæfingarsjóðs eru heilsubrestur af andlegum toga og stoðkerfisvandamál, að því er Vigdís greinir frá. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira