Nýr kjarasamningur í nótt JMG skrifar 3. maí 2011 18:56 Búist er við að nýir kjarasamningar til þriggja ára náist í kvöld eða nótt. Sáttatónn er í forsvarsmönnum Samtaka Atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sem nú funda í Karphúsinu. Allt annað hljóð var í Gylfa Arnbjörnssyni og Vilmundi Jósefssyni í dag eftir ósætti undanfarnar vikur. „Við höfum verið að bera saman bækur okkar í morgun og ákváðum að freista þess að það væri kannski okkar ábyrgð fólgin í því í ljósi þessara aðstæðan að gera lokatilraun til þess að ná þessu saman í sátt og hér gæti fæðst einhver samningur og ætlum að taka okkur daginn og kvöldið í að reyna að ná saman, sagði Gylfi Arnbjörnsson. Hann segir að ansi djúp gjá hafi myndast í samskiptum milli samtakanna á undanförnum vikum og því hafi verkalýðshreyfingin sett í gang vinnu að verkfallsboðun. Hins vegar verði nú reynt að ná málamiðlun beggja aðila. Skilyrði ASÍ sé fyrst og fremst að launahækkanir þessa árs séu fastar í hendi. „Jafnframt er engin launung á því að bæði vildum við sjálf hér áður og atvinnurekendur lagt á það áherslu að stefna að þriggja ára samningi og við höfum alltaf sagt að ef að efni í þeim samningi er ásættanlegt þá getum við skoðað það," segir Gylfi Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka Atvinnulífsins er bjartsýnn á viðræðurnar í kvöld. „Það þarf í rauninni bara að við þurfum að setjast yfir hlutina og jafna þann ágreining sem hugsanlega er í einhverjum málum og með því að við séum allir saman stilltir inn á það að klára málin þá á þetta að takast," segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Vilmundur segir að samtökin séu tilbúin í þriggja ára samningin eftir ásættanleg vilyrði frá ríkisstjórninni. Vilmundur á von á vöffluboði í Karphúsinu í nótt ef vel gengur. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Búist er við að nýir kjarasamningar til þriggja ára náist í kvöld eða nótt. Sáttatónn er í forsvarsmönnum Samtaka Atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sem nú funda í Karphúsinu. Allt annað hljóð var í Gylfa Arnbjörnssyni og Vilmundi Jósefssyni í dag eftir ósætti undanfarnar vikur. „Við höfum verið að bera saman bækur okkar í morgun og ákváðum að freista þess að það væri kannski okkar ábyrgð fólgin í því í ljósi þessara aðstæðan að gera lokatilraun til þess að ná þessu saman í sátt og hér gæti fæðst einhver samningur og ætlum að taka okkur daginn og kvöldið í að reyna að ná saman, sagði Gylfi Arnbjörnsson. Hann segir að ansi djúp gjá hafi myndast í samskiptum milli samtakanna á undanförnum vikum og því hafi verkalýðshreyfingin sett í gang vinnu að verkfallsboðun. Hins vegar verði nú reynt að ná málamiðlun beggja aðila. Skilyrði ASÍ sé fyrst og fremst að launahækkanir þessa árs séu fastar í hendi. „Jafnframt er engin launung á því að bæði vildum við sjálf hér áður og atvinnurekendur lagt á það áherslu að stefna að þriggja ára samningi og við höfum alltaf sagt að ef að efni í þeim samningi er ásættanlegt þá getum við skoðað það," segir Gylfi Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka Atvinnulífsins er bjartsýnn á viðræðurnar í kvöld. „Það þarf í rauninni bara að við þurfum að setjast yfir hlutina og jafna þann ágreining sem hugsanlega er í einhverjum málum og með því að við séum allir saman stilltir inn á það að klára málin þá á þetta að takast," segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Vilmundur segir að samtökin séu tilbúin í þriggja ára samningin eftir ásættanleg vilyrði frá ríkisstjórninni. Vilmundur á von á vöffluboði í Karphúsinu í nótt ef vel gengur.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira