Boða sátt um veiðar 3. maí 2011 05:00 Óvissa hefur verið um framtíðarfyrirkomulag fiskveiða við landið frá því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna boðaði endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fréttablaðið/Stefán Hverju eru stjórnvöld tilbúin til að lofa aðilum vinnumarkaðarins takist þeim að semja til þriggja ára? Stjórnvöldum var talsvert í mun að gera sitt til að aðilum vinnumarkaðarins tækist að gera kjarasamninga til þriggja ára, þótt ekki vildu þau ganga svo langt að láta undan kröfum Samtaka atvinnulífsins (SA) þegar kæmi að endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Ríkisstjórnin sendi SA og ASÍ lokatilboð síðastliðið fimmtudagskvöld þar sem tíundaðar eru þær aðgerðir sem stjórnvöld voru tilbúin til að lofa ef samningar til þriggja ára tækjust. Skýrt er tekið fram í tilboðinu að það sé háð því að semjist til þriggja ára. Gerist það ekki telja stjórnvöld sig óbundin af því sem þar kemur fram. Í tilboðinu, sem er kallað drög að yfirlýsingu, eru ýmsir þættir taldir til, allt frá efnahagsstefnu að menntamálum. Eftir tvennu var þó beðið sérstaklega: fyrirhuguðum stórframkvæmdum ríkisins og margboðuðum breytingum á lögum um stjórnun fiskveiða. Í yfirlýsingunni lofa stjórnvöld að auka opinberar fjárfestingar, þótt tekið sé fram að þær takmarkist af þröngri stöðu ríkissjóðs. Taldar eru upp ýmsar aðgerðir, sem koma raunar fáum á óvart sem fylgst hafa með áformum ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Meðal þess sem talið er upp er bygging nýs Landspítala, en kostnaður við hana á að nema 3,1 milljarði króna á þessu ári og því næsta. Þá er tiltekin bygging nýrra hjúkrunarheimila fyrir fimm milljarða króna og gerð Vaðlaheiðarganga sem kosta á tíu milljarða króna á þremur árum. Þá er talað um átak í opinberum viðhaldsframkvæmdum, auknar framkvæmdir á vegum Ofanflóðasjóðs, útboð á nýju fangelsi og aukin fjárframlög til vegaframkvæmda á Vestfjörðum. Þessar framkvæmdir fela í sér rúmlega 13 milljarða króna aukafjárútlát til loka næsta árs. Þessu til viðbótar er í drögunum fjallað um framkvæmdir sem fjármagna á með öðrum hætti en beinum fjárframlögum frá ríkinu. Í þessu samhengi er vísað til mögulegra vegaframkvæmda á Suðvesturlandi. Í drögunum er talað um að stofna starfshóp með fulltrúum SA, ASÍ og fleirum sem reyni að finna útfærslur á þessum málum fyrir lok maí. Í sérstakri bókun aftan við drög að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er fjallað um það mál sem þykir hafa hleypt kjarasamningagerð í hnút – breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fjallað var um frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótakerfið á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Í drögum að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að frumvarpið verði kynnt hagsmunaaðilum, og því næst verði unnin á því hagfræðileg greining. Að því loknu verði farið yfir greininguna í hópi með fulltrúum stjórnarflokkanna, SA og ASÍ. Í bókuninni segir að þetta sé gert „í því skyni að leita leiða til að ná frekari sátt um útfærslu sem tryggi sjávarútveginum góð rekstrarskilyrði“. Niðurstöður þeirrar vinnu eiga að liggja fyrir um næstu mánaðamót. brjann@frettabladid.is Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Hverju eru stjórnvöld tilbúin til að lofa aðilum vinnumarkaðarins takist þeim að semja til þriggja ára? Stjórnvöldum var talsvert í mun að gera sitt til að aðilum vinnumarkaðarins tækist að gera kjarasamninga til þriggja ára, þótt ekki vildu þau ganga svo langt að láta undan kröfum Samtaka atvinnulífsins (SA) þegar kæmi að endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Ríkisstjórnin sendi SA og ASÍ lokatilboð síðastliðið fimmtudagskvöld þar sem tíundaðar eru þær aðgerðir sem stjórnvöld voru tilbúin til að lofa ef samningar til þriggja ára tækjust. Skýrt er tekið fram í tilboðinu að það sé háð því að semjist til þriggja ára. Gerist það ekki telja stjórnvöld sig óbundin af því sem þar kemur fram. Í tilboðinu, sem er kallað drög að yfirlýsingu, eru ýmsir þættir taldir til, allt frá efnahagsstefnu að menntamálum. Eftir tvennu var þó beðið sérstaklega: fyrirhuguðum stórframkvæmdum ríkisins og margboðuðum breytingum á lögum um stjórnun fiskveiða. Í yfirlýsingunni lofa stjórnvöld að auka opinberar fjárfestingar, þótt tekið sé fram að þær takmarkist af þröngri stöðu ríkissjóðs. Taldar eru upp ýmsar aðgerðir, sem koma raunar fáum á óvart sem fylgst hafa með áformum ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Meðal þess sem talið er upp er bygging nýs Landspítala, en kostnaður við hana á að nema 3,1 milljarði króna á þessu ári og því næsta. Þá er tiltekin bygging nýrra hjúkrunarheimila fyrir fimm milljarða króna og gerð Vaðlaheiðarganga sem kosta á tíu milljarða króna á þremur árum. Þá er talað um átak í opinberum viðhaldsframkvæmdum, auknar framkvæmdir á vegum Ofanflóðasjóðs, útboð á nýju fangelsi og aukin fjárframlög til vegaframkvæmda á Vestfjörðum. Þessar framkvæmdir fela í sér rúmlega 13 milljarða króna aukafjárútlát til loka næsta árs. Þessu til viðbótar er í drögunum fjallað um framkvæmdir sem fjármagna á með öðrum hætti en beinum fjárframlögum frá ríkinu. Í þessu samhengi er vísað til mögulegra vegaframkvæmda á Suðvesturlandi. Í drögunum er talað um að stofna starfshóp með fulltrúum SA, ASÍ og fleirum sem reyni að finna útfærslur á þessum málum fyrir lok maí. Í sérstakri bókun aftan við drög að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er fjallað um það mál sem þykir hafa hleypt kjarasamningagerð í hnút – breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fjallað var um frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótakerfið á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Í drögum að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að frumvarpið verði kynnt hagsmunaaðilum, og því næst verði unnin á því hagfræðileg greining. Að því loknu verði farið yfir greininguna í hópi með fulltrúum stjórnarflokkanna, SA og ASÍ. Í bókuninni segir að þetta sé gert „í því skyni að leita leiða til að ná frekari sátt um útfærslu sem tryggi sjávarútveginum góð rekstrarskilyrði“. Niðurstöður þeirrar vinnu eiga að liggja fyrir um næstu mánaðamót. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira