Fleiri fréttir

Fimleikastelpurnar gætu fengið fálkaorðuna

Orðunefnd mun á næstunni ræða hvort Gerplukonum, sem urðu Evrópumeistarar í hópfimleikum á dögunum, verði veitt fálkaorðan. Þeim var fagnað í heimabænum Kópavogi í dag.

Vill refsa óheiðarlegum rjúpnaskyttum

Formaður Skotveiðifélags Íslands telur nauðsynlegt að refsa þeim sérstaklega sem brjóta gegn sölubanni með rjúpur. Tæplega áttatíu og fimm þúsund rjúpur veiddust á síðasta ári en þar af voru tveir veiðimenn með sextán hundruð rjúpur.

Borgin má losa jarðveg á Hólmsheiðinni

Reykjavíkurborg var sýknuð af kröfu sumahúsaeiganda sem krafðist þess að samþykkt borgarráðs um samþykki varðandi losunarstað á Hólmsheiði fyrir jarðvegsefni yrði felld úr gildi og að Reykjavíkurborg yrði gert skylt að stöðva jarðvegslosun á svæðinu að viðlögðum dagsektum.

Dæmdir fyrir kannabisræktun og rafmagnsstuld

Tveir karlmenn voru sakfelldir fyrir kannabisræktun í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Mennirnir ræktuðu kannabisplönturnar í bílskúr á Selfossi. Alls lagði lögreglan hald á 20 kannabisplöntur.

„Auðvitað verða sálmar kenndir áfram“

Mannréttindaráð Reykjavíkur hefur frestað til 3. nóvember afgreiðslu á ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Mannréttindaráð fundaði um málið upp úr hádeginu í dag.

Hátíðleg móttaka fyrir fimleikastelpurnar

Kvennalið Gerplu fékk hátíðlega móttöku í Gerðarsafni nú seinni partinn þegar það kom heim af Evrópumótinu í hópfimleikum í Svíþjóð. Þar fékk liðið gullverðlaun.

Ráðherrabíl stolið af Sólvallargötu

Forláta Mercedes Benz bifreið var stolið úr bílageymslu við Sólvallargötu í Reykjavík í nótt. Bíllinn var lengst af notuð sem ráðherrabíll í ráðherratíð Gylfa Þ. Gíslasonar en er nú í eigu annarra. Hann er með skráningarnúmerið R3347. Þeir sem verða bílsins varir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 4441000.

Móðir Gillz: „Þetta jaðrar við að vera einelti“

„Ég er mjög óhress með þetta, þetta jaðrar við að vera einelti,“ sagði móðir Egils „Gillzeneggers“ Einarssonar, um ásakanir og mótmæli sem beinast gegn Agli vegna meintrar kvenfyrirlitningar hans.

Landsmót hestamanna á Vindheimamelum

Á Landsþingi LH um síðustu helgi var ákveðið að næsta Landsmót hestamanna yrði haldið á Vindheimamelum 26. – 3. júlí 2011. Nokkrar umræður spunnust um málið og var tillaga um að mót myndu færast sjálfkrafa til næsta mótshaldara felld. Þetta kemur fram á vefnum Feykir.is.

Öryrkjar skora á ríkisstjórn og Alþingi

Öryrkjabandalag Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að endurskoða sparnað á sviði heilbrigðismála undanfarin tvö ár. Í ályktun sem aðalfundur bandalagsins samþykkti á dögunum segir að sterkar vísbendingar séu um að nokkrar þessara aðgerða muni ekki skila tilætluðum árangri heldur aðeins rýra lífsgæði sjúklinga og öryrkja.

Misskilningur um kvennafrí hjá HÍ

Starfskonur við Háskóla Íslands sem lögðu niður störf í gær klukkan 14.25 þurfa ekki að vinna afgang vinnudagsins upp síðar. Ekki verður heldur dregið af launum þeirra sem stimpluðu sig út á þessum tíma. Misskilningur varð til þess að hluti starfskvenna HÍ stóð í trú um hið gagnstæða.

Segir jafnrétti ríkja í Árborg

Jafnrétti hefur náðst í Árborg að sögn bæjarstjórans. Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, segir janfrétti hafa náðst í sveitarfélaginu. Það sýni síðasta launakönnun sem gerð var árið 2006 í sveitarfélaginu.

Stuðningsmenn Gillz snúast til varna

Aðdáendur Egils „Gillzeneggers“ Einarssonar, hafa brugðist ókvæða við mótmælaöldu sem hefur riðið yfir Facebook, vegna meintrar kvenfyrirlitningar einkaþjálfarans landsfræga. Ástæðan er samstarf hans við fyrirtækið Já um ritun símaskráarinnar.

Þúsund vilja verða flugliðar

Tæplega eitt þúsund umsóknir hafa borist um störf flugliða hjá Iceland Express fyrir næsta sumar, en störfin voru auglýst fyrir rúmri viku samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Frægir gegn Gillz

Enn bætist í hóp óánægðra á Facebook vegna samstarfs Egils Einarssonar, oft kallaður Gillzenegger, við Já vegna ritun símaskráarinnar. Nú hafa á fimmta hundrað einstaklingar slegist í hópinn á Facebook. Um það bil jafn margir hafa skrifað nafn sitt á mótmælalista sem finna má á netinu.

Ekki fara á skíði með Kiwanis-hjálminn

Neytendastofa vekur athygli á að hjálmar, sem 1. bekkingar í grunnskólum landsins fengu að gjöf frá Kiwanishreyfingunni á Íslandi síðastliðið vor, eru ekki ætlaðir til notkunar á skíðum og skíðabrettum. Hjálminn má eingöngu nota á reiðhjólum, hjólaskautum og hjólabrettum.

Bílabyttum fjölgar í Vestmannaeyjum

Það var í mörg horn að líta hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið og um helgina. Enn og aftur var haft afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna enda hefur orðið töluverð fjölgun í þessum málaflokki á árinu.

15 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Í dag eru fimmtán ár liðin frá snjóflóðinu á Flateyri þar sem tuttugu manns fórust. Snjóflóðið féll 26. október 1995 og höfðu þessar mannskæðu náttúruhamfarir gríðarleg áhrif á alla landsmenn. Íbúar á Flateyri og nærsveitum minnast þessa válega atburðar með sorg í hjarta.

Hrina innbrota í Árnessýslu

Lögreglan í Árnessýslu rannsakar nú innbrot í fimm orlofshús við Álftavatn í Grímsnesi fyrir helgi. Þar var allstaðar stolið skjávörpum og fleiri verðmætum.

Stela skoðunarmiðum og líma á eigin bíla

Lögreglan í Vestmannaeyjum tók nýverið númer af tveimur einkabílum, þar sem eigendur þeirar höfðu trassað að færa þá til skoðunar, en stolið skoðunarmiðum af númerum annarra bíla og límt á sín númer, til að villa um fyrir lögreglunni. Þetta mun teljast skajlafals og vera nýjasta greinin á þeim meiði.

Kveðskapur gegnir hlutverki í grunnskólum

„Ef kenna á börnum kveðskap þá verður ekki skautað framhjá sálmum. Ef þeim sleppir þá er skólinn ekki að gegna hlutverki sínu og skyldum,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og meðlimur í Gídeonfélaginu.

Fjölgar atvinnutækifærum

Björn Zoëga, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segist ekki hafa áhyggjur af því að missa starfsfólk yfir til fyrirhugaðs einkasjúkrahúss á Ásbrú. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi varaði landlæknir við því að þess háttar starfsemi gæti grafið undan sérfræðiþekkingu á Landspítala þar sem ýmsar stéttir gætu sótt í störf syðra.

Hafna víkingaþorpi í Engey

Félagið Landnámsferðir hefur sótt um lóð í Engey undir landnámsþorp með víkingaþema en fengið synjun hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Landnámsferða, segir að þrátt fyrir þessa fyrir­stöðu hjá skipulagsyfirvöldum haldi málið áfram.

Vilhelm boðið í tvö atvinnuviðtöl

Fólk Vilhelm Sigurjónssyni, þroskahömluðum manni sem rekinn var úr starfi sínu hjá Nettó í síðustu viku, hefur verið boðin vinna hjá Kosti. Þá hefur honum einnig verið boðið í atvinnuviðtal í Melabúðinni.

Segir biðraðirnar smánarblett

Fátækt og matarskortur geta magnað sjúkdóma og gert brautina til betri heilsu að grýttri götu. Þetta sagði í erindi Ólafs Ragnars Grímssonar forseta á málþingi Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, í gær. Málþingið er haldið í tilefni af 30 ára afmæli Umhyggju.

Árni Mathiesen rýfur þögnina

Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, gerir upp bankahrunið í nýrri bók sem kemur út eftir miðjan nóvember. Hann leggur nú lokahönd á bókina ásamt Þórhalli Jósepssyni, reynslubolta af fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Safnarheimili neðanjarðar á Landakotstúni

Kaþólska kirkjan hefur sent inn fyrirspurn til borgaryfirvalda um það hvort leyfi fengist fyrir byggingu fjölnotahúss og safnaðarheimili neðanjarðar á Landakotstúni.

Íslendingar í Noregi í sálgæslu eftir hrunið

Mikið annríki hefur verið hjá íslenska söfnuðinum í Noregi síðustu misseri með sívaxandi fjölda Íslendinga sem flytjast þangað búferlum. Gildir það jafnt um messuhald og önnur hefðbundin störf, en einnig um sálgæslu. Straumurinn til Noregs er síst að minnka, en það sem af er ári hafa 830 flutt þangað, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, að frádregnum þeim sem hafa flutt aftur heim.

Trúfélög ekki enn byrjuð að byggja

Ásatrúarfélagið og Rétttrúnaðarkirkjan hafa ekki enn hafið byggingu á lóðum sínum þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóðum í lok árs 2006. Þá fengu ásatrúarmenn lóð við Leynihlíð sem síðar varð Menntasveigur, undir Öskjuhlíð, og Rétttrúnaðarkirkjan fékk lóð við Nýlendugötu.

Svipaður fjöldi klamydíutilfella í ár og í fyrra

Aukinn fjöldi greindra klamydíutilfella árið 2009 skýrist af nýrri aðferð til greininga sem tekin var í notkun á sýklafræðideild Landspítalans. „Samkvæmt niðurstöðum rannsókna er nýja aðferðin næmari en aðferðin sem var áður notuð,“ segir í nýútkomnum Farsóttafréttum Landlæknisembættisins.

Stálu fimm flatskjám og áfengi úr sumarbústöðum

Brotist var inn í fimm orlofshús í Selvík við Álftavatn í Grímsnesi í síðustu viku. Þjófarnir komust inn um glugga með því að spenna þá upp. Í öllum húsunum voru flatskjáir, sem allir voru teknir.

Telur taflmennina íslenska

Einn helsti sérfræðingur Breska þjóðminjasafnsins í skák og öðrum borðleikjum hefur skipt um skoðun og telur nú að taflmenn frá Ljóðhúsum séu íslensk smíði. Umsjónarmaður taflmannanna í breska þjóðminjasafninu varar við að of stórar ályktanir séu dregnar af málvísindalegum rökum, en útilokar ekki að mennirnir séu íslenskir að uppruna.

Vissu ekki um kvennafrídagsbannið í Árborg

Bæjarfulltrúar minnihlutaflokkanna í Árborg vilja koma því á framfæri að þau heyrðu fyrst af því í fréttum Bylgjunnar og á vef Vísis.is í dag að starfsfólki leikskóla í bæjarfélaginu fengu ekki að hætta vegna kvennafrídagsins.

526 bjóða sig fram til stjórnlagaþings - 159 konur og 364 karlar

Landskjörstjórn bárust alls 526 gild framboð til stjórnlagaþings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landskjörstjórn. Á fundi landskjörstjórnar í dag lá jafnframt fyrir að þrír einstaklingar höfðu afturkallað framboð sín. Ekki kom til þess að úrskurða þyrfti um gildi einstakra framboða.

Til kynferðisafbrotamanna: Þú verður aldrei óhultur!

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir las upp dramatísk skilaboð til allra kynferðisafbrotamanna á Arnarhóli í dag. Sigrún Pálína kærði Ólaf Skúlason biskup á sínum tíma fyrir kynferðisbrot gagnvart sér.

Rífandi stemmning í roki og rigningu

„Það er rífandi stemmning og konur hrópa og klappa,“ sagði ein kona sem Vísir ræddi við og var stödd á Arnarhóli þar sem fundarhöld fara fram vegna kvennafrídagsins.

Spáði fyrir um hrunið

Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Novators spáði fyrir um það árið 2006 að bankarnir gætu ekki fjármagnað sig árið 2007.

Sjá næstu 50 fréttir