„Auðvitað verða sálmar kenndir áfram“ Erla Hlynsdóttir skrifar 26. október 2010 15:04 Mannréttindaráð Reykjavíkur hefur frestað til 3. nóvember afgreiðslu á ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Mannréttindaráð fundaði um málið upp úr hádeginu í dag. Margrét Sverrisdóttir, formaður ráðsins, segir engar formlegar tillögur hafa verið lagðar fram á fundinum. Þar hafi nokkrar umræður átt sér stað og fólk skipst á skoðunum en ákveðið að fresta málinu til næsta fundar. Meirihluti mannréttindaráðs lagði á síðasta fundi sínum fram drög að ályktun um samskipti trúfélaga við leik- og grunnskóla og hefur umræðan um drögin farið hátt undanfarið þar sem sitt sýnist hverjum. Innan ráðsins hefur verið samstaða um ályktunina meðal fulltrúa Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna en fulltúar Sjálfstæðisflokks verið henni andsnúnir. Margrét segir umræðuna hafa að sumu leyti byggst á misskilningi og jafnvel útúrsnúningum. Hún útilokar ekki að orðalagi ályktunarinnar verði breytt til að fyrirbyggja frekari misskiling áður en hún verður afgreidd úr ráðinu. „Auðvitað verða sálmar kenndir áfram sem hluti af íslenskri arfleifð," segir hún en andstæðingar breytinganna hafa gagnrýnt að skólabörn fái ekki lengur að læra sálma ef þær ná fram að ganga. „Við erum hér aðeins að tala um að afnema sálmasöng í tilbeiðsluskyni. En það er af og frá að verið sé að taka Jesú úr jólunum. Það er heldur ekkert verið að hrófla við kennslu í kristinfræðum," segir hún. Að sögn Margrétar er mesta áherslan hjá mannréttindaráði lögð á að tekið sé fyrir aðgang presta að börnum á skólatíma. „Kirkjan er auðvitað þarna að missa spón úr aski sínum ef hún fær ekki að heimsækja leikskólana," segir hún. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Mannréttindaráð Reykjavíkur hefur frestað til 3. nóvember afgreiðslu á ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Mannréttindaráð fundaði um málið upp úr hádeginu í dag. Margrét Sverrisdóttir, formaður ráðsins, segir engar formlegar tillögur hafa verið lagðar fram á fundinum. Þar hafi nokkrar umræður átt sér stað og fólk skipst á skoðunum en ákveðið að fresta málinu til næsta fundar. Meirihluti mannréttindaráðs lagði á síðasta fundi sínum fram drög að ályktun um samskipti trúfélaga við leik- og grunnskóla og hefur umræðan um drögin farið hátt undanfarið þar sem sitt sýnist hverjum. Innan ráðsins hefur verið samstaða um ályktunina meðal fulltrúa Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna en fulltúar Sjálfstæðisflokks verið henni andsnúnir. Margrét segir umræðuna hafa að sumu leyti byggst á misskilningi og jafnvel útúrsnúningum. Hún útilokar ekki að orðalagi ályktunarinnar verði breytt til að fyrirbyggja frekari misskiling áður en hún verður afgreidd úr ráðinu. „Auðvitað verða sálmar kenndir áfram sem hluti af íslenskri arfleifð," segir hún en andstæðingar breytinganna hafa gagnrýnt að skólabörn fái ekki lengur að læra sálma ef þær ná fram að ganga. „Við erum hér aðeins að tala um að afnema sálmasöng í tilbeiðsluskyni. En það er af og frá að verið sé að taka Jesú úr jólunum. Það er heldur ekkert verið að hrófla við kennslu í kristinfræðum," segir hún. Að sögn Margrétar er mesta áherslan hjá mannréttindaráði lögð á að tekið sé fyrir aðgang presta að börnum á skólatíma. „Kirkjan er auðvitað þarna að missa spón úr aski sínum ef hún fær ekki að heimsækja leikskólana," segir hún.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira