Innlent

Dæmdir fyrir kannabisræktun og rafmagnsstuld

Tveir karlmenn voru sakfelldir fyrir kannabisræktun í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Mennirnir ræktuðu kannabisplönturnar í bílskúr á Selfossi. Alls lagði lögreglan hald á 20 kannabisplöntur.

Að auki voru mennirnir sakfelldir fyrir að tengja framhjá rafmagnsmæli þar sem þeir ræktuðu efnin. Annar maðurinn var dæmdur í 2 mánaða skilorðbundið fangelsi en refsingin fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hann almennt skilorð.

Hinn maðurinn var dæmdur til þess að greiða hundrað þúsund króna sekt fyrir brot sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×