Innlent

Vissu ekki um kvennafrídagsbannið í Árborg

Um 50 þúsund konur mættu í miðborg Reykjavíkur á kvennafrídeginum. Leikskólastarfsmenn í Árborg þurftu hinsvegar að vinna.
Um 50 þúsund konur mættu í miðborg Reykjavíkur á kvennafrídeginum. Leikskólastarfsmenn í Árborg þurftu hinsvegar að vinna.

Bæjarfulltrúar minnihlutaflokkanna í Árborg vilja koma því á framfæri að þau heyrðu fyrst af því í fréttum Bylgjunnar og á vef Vísis í dag að starfsfólki leikskóla í bæjarfélaginu fengu ekki að hætta vegna kvennafrídagsins.

Orðrétt segir í yfirlýsingunni:

„Að gefnu tilefni vegna fréttar Bylgjunnar og fréttavefsins Vísis.is, í dag, óska bæjarfulltrúar minnihlutaflokkanna í bæjarstjórn Árborgar, að fram komi að undirrituð heyrðu fyrst af umræddu erindi leikskólastjóra sveitarfélagsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Vegna þess að undirrituðum hafði ekki verið kynnt erindið og þar með ekki haft tök á að taka afstöðu til þess, vísum við þeirri ákvörðun um að hafna erindi starfsfólksins um frí til þess að taka þátt í hátíðarhöldum vegna 35 ára afmælis kvennafrídagsins, alfarið til framkvæmdastjóra og meirihluta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar.

Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Helgi S Haraldsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og Þórdís Eygló Sigurðardóttir bæjarfulltrúi VG.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×