Innlent

Dæmdur fyrir að veitast að starfsmanni barnaverndarnefndar

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.

Karlmaður var dæmdur í sex mánaða óskilorðbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að veitast að starfsmanni barnaverndar Vestmannaeyjarbæjar sem var þá við skyldustörf.

Hann nálgaðist starfsmanninn ógnandi í framkomu og með kreppta hnefa og hafði í frammi skipanir um að vera ekki að skipta sér af hans málum.

Þá sagði hann einnig að hann hefði vitneskju um hvar starfsmaðurinn ætti heima og lagði einnig á ógnandi hátt höfuðið upp að höfði hennar og ýtt við starfsmanninum.

Þá var hann einnig sakfelldur fyrir hótanir, líkamsárás og eignaspjöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×